Tíminn - 06.05.1874, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.05.1874, Blaðsíða 1
Verð blaðsins (72 arlcir) árg. 4 #• Fyrri hlutinn greiðist fyrir lok marzm., en síðari hlutinn fyrir útgöngu júlí- rnánaðar 1874 til ábyrgðar- mannsins. M^MÍfMMílí fS" 9 „Tímans í straumi stöndum, stcrklega sem oss ber“. Auglýsingar verða téknar í bl., fyrir 3 /3 smáleturslínan, en 2 /3 stærraletursl. Parfleg- ar ritgj. til almenningsheilla verða borgaðar eptir sam- komulagi við ábyrgðarm. 3. ár. Reykjavík, 6. maí 1874. 10. blað. SEIPAKOMA. Herskipið «Fylla» yflrforingi Braem, hafnaði sighjer 28. f. m., og 30. s. m. póstskipið «Diana», með því komn: konsúl M. Smith; fangavörður Sigurður Jónsson; vatnsveitingamaður Madsen og Guðmundur Jónsson fangi að norðan. — Með póstskipinu komu þessar embættisveit- ingar: Rektorsembættið við lærðaskólann var veitt 12. marz yfirkennara Jóni í’orkellssyni. Bæjarfó- getaembættið í Reykjavík, ásamt Gullbringu- og Kjósarsýslu veitt 14. s. m. L. Sveinbjörnsen sýslum. f Þingeyjarsýslu. Læknisumdæmið í Eyjafjarðar- og fingeyjasýslum 14. s. m. þorgrími Ásmunds- syni hjeraðslæknir í Rangárþingi, en Fr. Zeuthen læknisembættið í Múlasýslum. Glaumbæjarpresta- kall í Skagaflrði, sira Jóni Hallssyni prófasti á Miklabæ. — óeyrðir á Spáni eru taldar við sama, og Karlungum veitt miður en þjóðstjórnarmönnum. Ríkisþingi Dana lauk 4. f. m. og gekk allt frið- samlega og vinstrimenn voru auðsveipnari enn áður. — MANNALÁT. Sira Vigfús Guttormsson á Ási í Fellum dó í límh. 19. marz næstliðinn; ferð- aðist hanu þangað í haust með skipi af Djúpa- vogi, til að leita sjer lækninga við meinsemdum í kinninni. — Sigurður Jónsson óðalsbóndi í Möðrudal á Möðrudalsfjöllum, dó í febr. næstliðnum, rúmlega 60 ára að aldri, hann var einhver merkasti bóndi á landi hjer, vel að sjer og unni bókmenntum, vinfastur og tryggur f lund; búhöldur góður og gestrisinn; var heimili hans sannkallað sæluhús innlendra sem útlendra vegfarenda á hinni löngu leið öræfanna. — ÁRFERÐI. Veðráttunni brá til batnaðar með 1. sumarhelgi hafa síðan verið þýður ogbliðviðri; flskiafli hefur verið góður áÁlpta- Seltjarnarog Akra- nesi, vikuna sem leið, þegar honum heflr orðið sætt sökum ógæfta. — 29. f. m. um kl. ÍO’/^ varð vart við jarð- skjálpta hjer í bænum. — Norðanpóstur kom 2. þ. m. — Vestanpóstur kom 4. þ. m. — BINDINDISFJELAGIÐ í REYIÍJAVÍK. í fyrra um þeltaleyti gekk mikið á með bindindi og bind- indisfjelög. l’ennan dag í fyrra var stofnað bind- indisfjelagið í Reykjavík, sem alla gladdi að heyra, hefði sá fjelagsskapur getað staðið, því það bind- indisfjelag var eins og ómissandi undirstaða til al- gjörðs bindindis. Eins og á hverri byggingu fyrst er byggð undirstaðan, eins og í hverju húsi fyrst er reist grindin, þannig gat þetta fjelag skoðast í samanburði við þjóðina, eins og húsgrindin með tilliti til hússins. Þvf f þessi fjelagi voru flestir hinir ungu lærdómsmenn þjóðarinnar, og er það vel hugsandi, að er þeir hefðu lokið námi sfnu, og smátt og smátt dreifðust í sundur víðsvegar út um landið, hver til síns embættis, þá er'vel hugs- andi að þeir hefðu getað myndað fjelag hver út af fyrir sig. «Eptir höfðinu dansa limirnim, ef að allir prestar, sýslumenn og læknar og allir hinir heldri menn væru bindindismenn, þá mundu sókn- armenn og sýslubúar smámsaman vera fáanlegir að ganga f bindindi með. En «hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætlast sjer leyflst það». Meðan hinir lærðu menn og þá einkum prestarnir ekki eru bindindismenn, á meðan er ekki að vænta eptir nokkru verulegu bindindi. Það er eins og skólapiltar og prestaskólamenn hafi haft þessa hugsun, er þeir f fyrra gengu í bindindið, og með 37

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.