Tíminn - 06.05.1874, Blaðsíða 4
40
argáfuna og gjöri henni óvirðingu með hinu enda-
lausa bulli sínu, sem hvorki sVnist vera þrot nje
endir á, en það flnnst mjer alveg ófyrirgefanlegt,
að nokkur maður með heilbrigðri skynsemi og
það jafnvel menntaðir menn, skuli hjálpa Sí-
moni til að útbreiða fávizku hans. Þó væri hjer
ekkert um að tala ef þettaværi meinlaust og særði
eigi eins og það gjörir, fegurðartilfinningu þeirra
er slikt lesa. Það er eigi nóg að kvæði þessi —
ef annars má gefa öðru eins bulli það nafn —
eru full af vitleysum, hortittum, málleysum, smekk-
leysum og fleiru því er óprýtt getur kveðskap,
heldur er þar í meiðandi illyrði um nafngreinda
menn; þó yör tekur klám það sem þar er alstað-
ar í og með, því Símoni er orðið það svo eigin-
legt og inngróið, að hann gjörir varla svo hálft
erindi að það sje ekki sett inn í einhver Venus-
kenning. Símon er sannarlega aumkunarverður
fyrir óvizku sína, og væri þeim mönnum þakkandi
sem öptruðu honum frá að útbreiða hana, í stað
þess, að þeir sem hjálpa honum til þess, eigaallra
þeirra óþökk skilið sem unna hinni fögru mennt.
Má jeg leyfa mjer að spyrja lögfræðinga vora, og
um leið biðja þá að líta á 25—26 bls. í III. hepti
Smámunanna, ef þeir annars geta lesið slíkt án
blygðunar, hvort þeir menn er slíkt útbreiða á
prenti, geti að öllu leyti verið ábyrgðarlausir fyrir
185. gr. í hegningarlögunum frá 1869. Og til hvers
eru þá lögin ef ekki skal hegna eptir þeim, þeim
er þau brjóta? Að endingu vil jeg vara alla feður
og húsfeður, við, að þeir ekki láti börn og ung-
menni lesa eður heyra rit þessi eður önnur því-
lík, því þetta er víst hið skaðlegasta sæði í hjört-
um hinna ungu, og þó menn hjer á landi sjeu of
skammt komnir í bókmenntum sem öðru, þá ætti
þó þjóðin að hafa þá velsæmistilfinningu fyrir rit-
um feðra vorra, að láta nú á þessum tímum, þegar
framförin ætti að vera á bezta stígi, ekki annan
eins óþverra og þetta bull Símonar vera, stundu
lengur í húsum sfnum, því það er ekki einungis
höfundinum, heldur allri þjóðinni til minnkunar.
B. F.
— í síðasta blaði «Tímans» er þess getið um
Markús stýrimann Bjarnason er kom inn með póst-
skipinu síðast, að hann hafi lært siglingafræði bæði
utanlands og innan; þetta er ekki allskostar rjett
hermt, því Markús dvaldi næstliðinn vetur í Kaup-
mannahöfn, einungis til að læra seglagjörð (Seil-
mageri), enda sýndi hann við prófþað, er foringj-
arnir á hinu danska herskipi hjeldu yfir honum
næstliðið sumar, að hann hafði meiri kunnáttu í
siglingafræði en heimtað er við hið almenna stýri-
mannspróf í Iíaupmannahöfn; fyrir því þurfti hann
eigi að sækja til útlanda frekari þekkingu í þeirri
grein.
— Úrbrjefi frá Eyjafirði 16. apr.þ. á. . . «Fjöldi
manna fer hjeðan af norðurlandi til Ameríku, og
er nú búið að skrifa sig hjá Páli Magnússyni
agent, um 500 manns. . . . Hjer hafa verið leiknir
sjónarleikir af assistentum í bænum, «Vefarinn
með 12 kóngaviti», «En Trienne» og «Tre for
Een» og «Jólaleyfið», hefur fjöldi manna sótt þá,
og þótt góð skemmtun, er ákveðið að verja ágóð-
anum til einhvers sameiginlegs þarfa. . . . Amt-
maðurinn er seztur að í húsi Hansens apótekara,
og er þegar búið að gefa honum í kaupstaðnum
200 rd.?og víðar farið að safna gjöfum um land-
ið. Sira Benedikt í Múla bróðir amtmanns er sagt
að hafi gefið honum talsvert. . . . f>eir sem hafa
farið til Ameríku og skrifað hingað, láta vel af
sjer og sumir miður. ...»
— Bærinn New York í Ameríku er í skuld um
136 millíónir doll.; ársrenta af því er þvf nær 4
mill. doll. Bærinn Chigago er í skuld um 500
mill. dollars. Einhverja aukatolla þarf að Ifkind-
um að leggja á til að jafna þetta.
— Ný-upptekið fjármark:
Ásbjörns Magnússonar á Grímastöðum í Andakýl:
Gagnbitað hægra, heilrifað og biti aptan vinstra.
— PRESTVÍGÐIR: 3. þ. m. 4. sunnudag eptir
páska, kand. theol. Eiríkur Eggertsson
B r i em til Þingeyraklausturs og kand. theol. J ó n
Þorsteinsson til Mývatnsþinga.
Útgefendur: Nokkrir Reykvíkingar.
Abyrgðarmaður: Fáll Eyjúlfsson.
Prentabur í prentsmiliju íslauds. Einar pórbarson.