Tíminn - 06.05.1874, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.05.1874, Blaðsíða 3
39 J»að má nærri geta hvernig loptið er í þessu lága og dimma rúmi (miðdekkinu), þar sem yfir 1000 manns sofa, borða og drekka í 12—14 daga. Sendi- maður »N. Y. IJer« segir svo frá, að á gólfinu hafi jafnan legið ýmislegt af alskyns matvælum, uppköst og alskyns óhreinindi. Hann segir að menn hafi á morgnana fengið að borða fransk- brauð og cichoríuvatn á eptir, um miðjan daginn skemmda kjötsúpu eða baunir með skemmdu kjöti, á kveldin svokallað te. Við þesskonar matarræði mega menn búast, þótt á matarlistunum kunni að standa, miðdegismatur: Súpa og nautasteik eða fiskur, flesk með kartöflum og nóg af nýju brauði. Sendimaður »Heralds« segir ennfremur, að skipsmenn þeir, er á miðdekkinu voru, hafi haft í frammi allskonar ósvifni við Vesturfara, einkum þó við þá, sem ekki skildu Ensku, og að þeir hafi jafnvel misþyrmt þeim, sem ekki gátu borið sig upp við kapteininn. líapteinninn, sem átti að hafa umsjón á miðdekkinu, stje aldrei fæti þangað, og læknir kom þangað mjög tregur, þegar hans var vitjað til sjúkra. Dagblöðin í Ameríku hafa opt meðferðis grein- ir, er lýsa illri meðferð á Vesturförum. En þessi blöð berast litið til Norðurálfu, og gagna oss því lítið. En þegar menn ennfremur hugsa til þess, hve fjarska mikið gufuskipsfjelögin græða á þess- um flutningum, þá finnst mjer vera timi til að skora á stjórnina annaðhvort að ábyrgjast Vestur- förum mannlega meðferð, eða þá að láta þá fá að vita, hverju þeir verða að mæta á leiðinni. Far frá Liverpool til New York kostar 30 dollars fyrir manninn, kostur fyrir einn mann á miðdekk- inu getur ekki kostað meira en ]/4 dollar og þeg- ar menn reikna ferðina 14 daga — til hennar fara vanalega 10 — 12 dagar — þá hefur fjelagið af 1000 miðdekksfarþegjum 27000 doll. ágóða. Jeg hef með eigin augum sjeð og sjálfur fundið til hinnar illu meðferðar er Vésturfarar verða að sæta, því jeg hef verið Vesturfari* 1). 1) Höfnndur greinarinnar segir frá ýmsn, sem fyrir angnn ber fyrst eptir a?> menn ern komnir á land í Ameríkn. Hjer er því sieppt. J><5 skal þess getib, aí> hann segir í hvert skipti, sem vagnarnir er flytji Vestnrfara, nemi lítií) eitt stabar, þá kalli múgnrinn nmhverfls: dollar, doliar, dollar. þetta er landib, þar sem vinnnkraptarnir eiga allt af ab veraa ónógir, Orsakirnar til þess, að þessi brottferðarstraum- ur heldur áfram með sama afli, eru einkum tvær: fyrst hin gullfagra lýsing og glæsilegu vonir, er úlflutningsagentarnir gefa mönnum, og í öðru lagi stuðla frændur, vinir og kunningjar, sem áður eru farnir, eigi alllítið til þess, en aðgætandi er, að þeir skammast sín fyrir að segja sannleikann, er þeir skrifa heim1. það er mitt ráð til allra þeirra, er fara vilja til Ameriku, að þeir flani ekki að því, án þess vel að hafa hugsað um það áður. Gjörið yður engar háar vonir og treystið ekki meðmælingarbrjefum, sem kunna að vera lesin, en síðan er fleygt í ruslakistuna. Gleymið ekki, að Ameríka er nú ekki lengur það land, þar sem gullið liggur fyrir fótum manna, og ekki þarf annað en beygja sig til að ná því. Sá, sem vill komast af í Ameríku verður að vinna og vinna mikið. |>að má full- yrða, að enginn danskur maður er í Ameríku, sem ekki mundi hafa verið eins efnaður og ánægður heima. — SMÁMÖNIR eptir Símon Bjarnason, Dala- skáld. Akureyri 1873. Fjalars, Galars listugt lá lika Kjalars þýtur; brátt mun hvali syngja úr sjá Símon Dalas............ Ur «Sýnishorni ««Smámuna»» vorra tíma» 5. f>að er mesta furða, að Norðlendingar, sem þó án efa eru margir bæði vel menntaðir og vel hæfir til að rita, skuli líða að frá vísindastofnun þeirra nl. prentsmiðjunni, skuli birtast á prenti annað eins rit og þetta. Það mun óhætt að full- yrða að engin bók hefurverið prentuð hjer á landi sem sje þjóð vorri til meiri minnkunar (fyrirutan Telimann og Lovísu), og er það allt of sannur vottur um smekkleysi þeirra sem til þess hjálpa að útbreiða önnur eins rit. f>að er sök sjer, þó Símon misbrúki þannig hina fögru mennt, skáldskap- og þó verba inobúar þar svo þúsnndom skiptir, aí) liggja úti vib gótur og þjóbvegi og liafa ofan af fyrir sjer meb því annabhvort ab betla eba stela. 1) Undarlega Iíkt því, og stób í í fyrra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.