Tíminn - 12.06.1874, Blaðsíða 1
Verð blaðsins (12 arJeir) árg.
4 jí. Fyrri hlutinn greiðist
fyrir lok marzm., en síðari
hlutinn fyrir útgöngu júlí-
mánaðar 1874 til ábyrgðar-
mannsins.
3. ár.
TÍMIWW.
„Tímans í straumi stöndum,
sterklega sem oss ber“.
Reylcjavík, 12. júní 1874.
AugJýsingar verða teknar í bl.,
fyrir 3 /3 smáleturslínan, en
2 /3 stœrraletursl. Parfleg-
ar ritgj. til almenningsheilla
verða borgaðar eptir sam-
komulagi við ábyrgðarm.
11.—12. blaðT
— Póstskipið t'DIANA" hafnaði sig hjer 10. þ.
mán. 7. e. m. Með því komu þessir farþegjar:
BenecUktSveinsson fyrrum assessor, Fischer kaup-
maður með syni sínum, A. Thomsen kaupmaður,
Lefolii stórkaupmaður á Eyrarbakka og sonur hans,
Duus kaupmaður í Iíeflavik, frú Grönlund, Arpi
stúd. frá Uppsölum er hjer kom í fyrra. Jörgen-
sen veitingamaður, Baldt byggingameistari, Ástríður
Zoéga húsfrú, er sigldi hjeðan með seinustu póst-
skipsferð, og nokkrir ferðamenn.
— Með póstskipinu kom fullvissan um það að
konungur vor KRISTJÁN hinn IX. komi upp hing-
að í sumar, til að vera viðsladdur við þjóðhátíðar-
haldið 2. ágúst, er það hið fyrsta sinn er Dana-
konungar hafa heimsótt þegna sína út á íslandi.
—- Eigi var yflrkennaraembættið við lærða-
skólann veitt þá póstskip fór, en talið víst að
skólakennari H. Kr. Friðriksson fengi það; eigi
heldur læknisembættið i Rangárvallasýslu.
— Landa vorum Gísla Brynjólfssyni er veitt
24. april, kennaraembætti við háskólann í Iíaup-
mannahöfn, í sögu íslands og bókmenntum.
(Aðsent). Fram á þenna dag hefur það
verið gamall sveita siður og mun vera enn, að lesa
á miðvikudögum föstunnar í sjerstökum prjedik-
unum er til þess hafa verið samdar og ætlaðar,
er helztar hafa verið. Miðvikudagaprjedikanir og
sjö orðabók Jóns bisk. Vídalíns, opt útgefnar, Her-
slebs sjö prjedikanir íslenzkaðar af Pjetri í*or-
steinssyni, 1770 og 1838. 7 föstuprjedikanir af
Anonymo (M. St.) 1798. Miðvikudagaprjedikanir
Jóns Espólins, 1839 og 7 föstuprjedikanir Ólafs
prests Indriðasonar, 1844; en nú eru bækur þess-
ar orðnar sjaldgæfar og í fárra höndum; til þess
að bæta úrþessum skorti, leyfi jeg mjer að stinga
upp á þvi, að maður sá, sem er biskup landsins,
er nú hefur samið handa löndum sínum allar
aðrar húslestrabækur ásamt bænakveri, vilji innan
skamms semja Nf JAR MIÐVIKUDAGA PRJEDIK-
ANIR og gefa út á prent, svo algjört hús-
lestrabókasafn sje til frá hans hendi, sem aldrei
hefur áður komið frá einum og sama manni hjer
á landi, einnig mundi það verk kærkomið öllum
þeim er halda uppi þessum forna og fagra kristi-
lega húslestrarvana meðal alþýðu vorrar.
Á hvítasunnudag 1874.
Alþýðumaður.
— BENDING TIL «VÍKVERJA». Þar eð svo
óheppilega hefur tekizt fyrir rithöfundum «Vík-
verja» í 71. tölublaði hans, að herma ræður manna
á siðasta borgarafundi 5. þessa mán., þar sem
þeir hafa sleppt úr mörgum atriðisorðum og bætt
inn í ýmsum er þar voru aldrei töluð, þá finn
jeg skyldu mína f, að benda þeim á, og álít það
í alla staði nauðsynlegt fyrir þá, að útvega sjer
góðan ritara eða þá hraðritara, til að rita þær
ræður manna á fundum, er þeir vilja sá í þenna
sinn þjóðfræðislega akur *'Víkverja», en treysta
eigi of mjög sínu minni (memoria infelix). — Því
er samt eigi eins varið fyrir rithöfundum «Vik-
verja», eins og boðorðunum, að ef eitt er brotið
þá eru þau brotin öll, en þó þá vanti þennan
eina hæfilegleika þ. e. rjett minni, þá hafa þeir
þó vonandi hina í rjettu horíi; enginn skyldi þó
ímynda sjer, að þessir okkar lofsverðu landar,
rangfæri orð manna viljandi, langt sje það frá mjer.
Gangi þetta svona, er mjög hætt við, að kaup-
endur blaðsins fækki smámsaman, og væri það
ærið tjón fyrir vísindin, þar sem rithöfundarnir
sjálfir, eða útgefendurnir telja «Víkverja» hið ó-
dýrasta og fjölfróðasta þjóðblað vort íslendinga.
Sverrir Bunólfsson, steinhöggvari.
41