Tíminn - 12.06.1874, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.06.1874, Blaðsíða 6
46 sveinastykki, og fór þar strax að smíða annað sveiaastykki (líklega eitthvað sem hægra hefur verið að smíða), og var búinn með það að viku liðinni, og þá er sagt, að hann hafi fengið einn enn af sömu iðnaðargrein, sem reyndar ekki hafði verið búinn að vera svo mikið sem hálft ár sinn eigin meistari, en hafði þó aldur til að geta orðið borg- ari; já það er sagt að hann (drengurinn) hafi fengið þennan til að kaupa sjálfum sjer borgarabrjef, og til að bera sig svo og sitt nýa sveinastykki fram (eptir fornri venju); þessi nýji borgari er sagt að hafl gjört það og framvísað þessum nýja smíðis- grip þessa nýja smiðs, með þeim ummælum, að þessi drengur hefði smíðað þennan hlut «undir sinni umsjón»; hafði þá lögreglustjórinn tafar- laust útnefnt þá sömu og áðnr til að dæma um þennan hlut, og alt svo sama manninn sem hlut- urinn var smíðaður hjá, — en það hefur nú lög- reglustjórinn líkiega ekki vitað —, og er er sagt að hann, þessi borgari, hafl fúslega orðið til þess að dæma um þennan hlut, án þess að gefa lög- reglustjóranum það til vitundar, að þessi hlutur hefði verið smíðaður hjá sjer, enda var nú þessi hlutur (sem von var) dæmdur vel smíðaður, og honum (drengnum) fyrir hann bæri sveinsbrjef; alt svo að hann væri nú orðinn fullnuma; samt er nú í almæli hjer að drengurinn ekki sje enn búinn að fá sveinsbrjefið hjá lögreglustjóranum, en eigi að síður smíði hann síðan upp á eigin hönd og sje lausamaður? og megi vera það óá- talinn, en samkvæmt hvaða lögum veit jeg als ekki, jeg get hvergi sjeð það í tilsk. um lausamenn og húsmenn á íslandi dags. 26. maí 1863, og má það því til að styðjast við einhver önnur lög, er hvorki jeg nje margir aðrir þekkja; þvf hins vil jeg síðar til geta, að það sje engum lögum sam- kvæmt, og það má til að vera öldungis óhugsandi í höfuðstað landsins. Hvort þessi saga er nú að öllu leyti sönn, veit jeg ekki með vissu, en víst er það, að eitt- hvert tilhæfi er í henni, en það líklega vitið þjer nú heiðruðu útgefendur betur en jeg. Mjer finnst annars þessi aðferð þessara umgetnu borgara næsta ósamkvæm því, sem jeg hef ímyndað mjer um skyldu þeirra á uppfyllingu þeirra borgaraeiðs, sem jeg hef heyrt talað um, að legði þeim ýmsar skyldur á herðar, og væri að nokkru leyti eins konar skuldbinding fyrir þá, að gjðra allt eptir beztu samvizku; en máske það sje þvert á móti, jeg veit í rauninni ekkert um það, því jeg hef aldrei borgari verið. Hvort lögreglustjórinn hefur verið skyldur til að útnefna sama dreng dómara eptir eina viku liðna — eins og hjer mun hafa átt sjer stað — skal jeg líka láta ósagt, því hans skyldur og hans stóru leyfi þekki jeg ekki; en hitt veit jeg, að enginn getur gengið upp til «exa- mens» f neinum bóknámsskóla, sem «fallið hefur í gegn» einni viku áður, en máske það sje líka allt annað mál, og eigi ekkert skylt við þessa sögu, sem jeg hef sett hjer einungis af því að við hjer upp í sveitunum viljum heldur «vita rjett en hyggja rangt» um rjettvísina í Reykjavík, og þess vegna eru það líka mín vinsamleg tilmæli við ykk- ur, heiðruðu útg., að þið gjörið svo vel og leið- rjettið það, sem rangt kynni að vera sagtfrá, sem vel getur átt sjer stað, því sögur eru ýktar og af- bakaðar á skemri leið en frá Reykjavík og hing- að; einkum vil jeg biðja ykkur að fræða mig og aðra um það, hvort þessi umgetna aðferð borgar- anna geti átt sjer stað hjá nokkrum borgurum f Reykjavík, og ef svo er, þá hvort slíkt sje og muni verða liðið þegjandi, og þá við hvaða lög það hef- ur að styðjast, því ef þau eru til, eru þau flest- um mönnum ókunnng. Ef þjer nú heiðruðu útg. veitið þessari grein minni viðtökur í blað yðar, þá vona jeg að þjer jafnframt svarið henni einhverju; f hið minsta vona jeg að þjer hr. ábyrgðarmaður «Timans», sem jeg hef heyrt sagt að væri einn af borgurunum í Reykja- vík, látið ekki «nafna» yðar og nágranna liggja nndir slíkum alræmis sögum þegjandi, ef þær eru alveg ósannar; jeg hef heyrt suma menn, sem þó dálítið vit hafa á lögum, segja, að slíkir borgarar ættu víst ekki að gjöra fleiri drengi að sveinum; en máske það sje nú ekki nema bull. Skrifað í apríl 1874. Borghreppingur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.