Tíminn - 12.06.1874, Blaðsíða 4
44
bótar, er hið síðasta alþingi samdi og sendi Yðar
Konunglegu Hátign, þykir oss það eigi síður þakk-
lætisvert, að Yðar Konungieg Hátign hefur tekið
þá varauppástungu þingsins, sem þar var sam-
þykkt nálega í einu hljóði, í öllu verulegu til greina.
Að vísu er stjórnarskráin, eins og sagt er í
hjer að lútandi auglýsingu Yðar Konunglegu Há-
tignar til íslendinga, að mestu leyti byggð á frum-
varpi því til stjórnarskipunarlaga, sem lagt var
fyrir alþingi 1871 ; en vjer viðurkennum þó þakk-
látlega, að hún veitir meira frelsi en það, eink-
um að því leyti sem hún afnemur hina föstu fjár-
hagsáætlun, er frumvarpið gjörði ráð fyrir og sem
hlaut að hafa takmarkandi áhrif á fjárhagsráð
þingsins. Yjer viðurkennum með þakklæti að með
stjórnarskránni, er íslendingum veitt svo mikið
frelsi og þjóðleg rjettindi, að skilyrðunum fyrir
öflugum og heillaríkum framförum landsins, bæði
í andlegum og líkamlegum efnum, sje með því
svo fullnægt, að vjer ölum þá öruggu von í brjósti
voru, að stjórnarbót þessi muni bera blessunar-
ríka ávexti fyrir alda og óborna, með því að vjer
treystum því, að stjórnin, þjóðin og þingið muni
eptirleiðis leggjast á eitt, til að vinna að því í ein-
drægni, sem Yðar Konunglega Hátign, hafið sjálfir
svo mildilega sagt, að sje sameiginlegt mark og
mið lýðsins og stjórnarinnar, það er að skilja fram-
farir og hagsæld landsins, og vjer treystum því
staðfastlega, að þó eitthvað í fyrstunni, meðan
menn eru að læra, að neyta frelsis þess, sem
þeim nú er veitt, kunni hjer eins og víðar, að
takast ófimlega og miður en skyldi, muni þó sáð-
korn það, sem falið er í stjórnarbótinni, spretta
og blómgast, þegar stjórn og líður vinna saman í
einum anda, og verða samtaka í að burtrýma öllu
því, sem tími og reynsla kunna að sýna, að sje
vexti og viðgangi þess til fyrirstöðu.
Allra mildasti konungur!
Eins og vjer erum gagnteknir af lifandi þakk-
lætistilfinningum fyrir hina dýrmætu frelsisveitingu,
eins erum vjer það eigi síður fyrir það, að kon-
ungleg mildi Yðar hefur framkvæmt þessa mikil-
vægu gjörð, einmitt á því ári, er þess verður
minnst, að þúsund ár eru liðin, síðan ísland fyrst
byggðist; með þessu hefur Yðar Konunglega Há-
tign snortið hina innstu og viðkvæmustu strengí
hjartna vorra, og sýnt Yðar landsföðurlegu mildi
í hinu fegursta Ijósi.
í konunglegri auglýsingu til íslendinga, hefur
Yðar Konunglega Hátign allramildilgast þóknast
að minnast þess, að fyrir púsund árum, hafi hjer
byrjað þjóðarlíf, sem einkum með því, að halda
við máli forfeðranna og færa í sögur afreksverk
þeirra, hefur verið svo mikilsvert fyrir öll Norð-
urlönd. Fyrir frelsisveitingu Yðar Konunglegu
Hátignar, mun þjóðarlíf þetta eptirleiðis enn meir
þróast og glæðast, og það gefur vissu fyrir því,
að mál vort og feðra vorra muni enn viðhaldast
um ókomnar aldir; en meðan það lifir, mun það
geyma ógleymanlega minningu Yðar Konunglegu
Hátignar, og þegar niðjar vorir færa enn í sögur
afreksverk forfeðranna, munu þeir jafnan telja
frelsisveitingu Yðar Konunglegu Hátignar, sem hið
minnisverðasta og heillaríkasta afreksverk.
Vjer biðjum Guð almáttugan, að halda vernd-
arhendi sinni yfir Yðar Konunglegri Hátign, og
yfir Yðar Konunglegu skyldmönnum, og að gefa
Yðar Konunglegu Hátign langa og farsæla rikis-
stjórrn*. 50 undirskrifuð nöfn.
»Lög eru þar fyrir lögð,
að boðorð skuli ei brjóta«.
Blöðin, sem sannarlega heita tunga tímans
og þjóðarinnar, bafa nú nokkra stund fært oss,
og færa oss enn, þær helztu frjettir bæði fráhöf-
uðstað landsins, Reykjavík, og öðrum stöðum
þessa lands og annara; þau hafa líka lengi frætt
oss um öll ný lagaboð og tilskipanir, sem og um
alla breytingu á hinum fornu lagaboðum vorum,
hvað eptir og þær hafa verið gjörðar; og jeg fyr-
ir mitt leyti álít slíkt mjög gott og öldungis nauð-
synlegt, og þá skoðun ætla jeg líka að margir
hafi; en allt fyrir það, þó blöðin að nokkru leyti
fræði menn um slíkt, þá er sú uppfræðing — því
miður — ekki nærri nóg, og það er líka öldung-
is ómögulegt að ætlast til þess; því til þess út-