Tíminn - 30.06.1874, Qupperneq 2

Tíminn - 30.06.1874, Qupperneq 2
50 En það, að Halldór Friðriksson hefur gjðrzt odd- viti málsins, er þeim mun lofsverðara, sem sagt er, að hinam eiginlega forseta (Jóni Sigurðssyni) hafi verið sárnauðugt að snúa á pennan veg, eins og þetta líka mun koma illa flatt upp á suma hina »kaupinhafnsku» áhangendur þessarar fyrnefndu «negativu» politisku stefnu, þegar þeir reka augun í nafn herra H. Friðrikssonar innan um undir- skriptir ávarpsins. Við þessu höfðu þeir langsízt af öllu búizt, miklu fremur hafa þeir allt til hins síðasta þverneitað að nokkuð þvílíkt væri hugsan- legt, en þeim mun gleðilegra er það og svo sem merki upp á, að hin íslenzka stúdentapolitik I Kaupm.höfn nú virkilega er farin að bifast í grund- velli sínum, tii þess, eins og vjervonum, loksins að gefa rúm fyrir minna hátttalandi, en meira ekta íslenzkri «BÆNDA-POLITIK« ( landinu sjálfu. Það gengur nú reyndar vist ekki svo fljótt, sem ósk- andi væri, því allt of margir á íslandi bíða allt af enn eptir «stikk-orðinu» frá Iíaupm.höfn áður þeir láta til sín heyra, ogþettaer meðai annars einnig orsökin til þess, að það hefur ekki gengið eins fljótt með þakkarávörpin til Hans Hátignar, eins og annars; því að almenningur á íslandi annars, ef hann er látinn sjálfráður, sje helzt hneigður til þess að tala hinum mestu viðurkenningarorðum um frelsisgáfu konungsins, það sjest berlega af öðru þessara tveggja fyrgreindu ávarpa. Þetta á- varp er sumsje að einu einasta nafni undanteknu, (nefnilega prófastsins sira S. Sivertsens á Útskál- um), undirskrifað af eintómum bændum hjer um bil fjörutíu að tölu, sem sjálflr óbeðnir(?) hafl ósk- að tjá hans hátign þeirra einlægasta þakklæti fyrir hátíðargjöf hans til íslands, og þannig getur maður verið sannfærður um, að hið þjóðlega hugarþel sje í raun rjettri um allt land, ef því einungis er lof- að að eiga sig sjálft. Hans Hátign getur þess vegna í reyndinni, ef hann skyldi ráða það af að fara til íslands í sumar, öruggt reiknað upp á hinar hjartanlegustu viðtökur hjá öllum, bæði há- um og lágum, en þáekki síztfrá alþýðunnar hálfu, þó reyndar ekki sje við því að búast, að íslend- ingar beinlínis laði hann til slíkrar heimsóknar. því þetta hefur sína orsök fremur (auðmýkt ogótta fyrir þvi, að vera ekki þess umkomnir, að fagna kon- unginura svo vel sem menn gjarnan vildu1, held- ur en ( viljaleysi til þess loksins einu sinni að geta sjeð hann og talað við hann sjálfan, til þess munnlega að færa honum sína einföldu, en þó hreinskilnu þakkargjörð. Þvert á móti, það mundi nú vissulega verða vonbrigði, ef það nú eptir að svo mikið hefur verið þar um talað, ekk- ert yrði úr kóngsins ferð til íslands, par sem pað er öldungis víst, að pað einnig i politislcu tilliti mundi hafa hinar beztu afleiðingar, ef Hans Há- tign vildi uppátaka sjer sjálfur að vígja hið nýja tímabil í sögu íslands, eptir að hann á þessu ári svo konunglega hefnr lagt grundvöllinn til byrjunar þess. En þetta sjá víst þeir menn og skilja til fulls, sem hingað til svo drengilega hafa slaðið honum til annarar handar með ráð og dáð í þessu máli. t>að er eiginlega einungis frá þeim hluta suð- urlandsins er næst liggur Reykjavík sem vjer hing- að til höfum getað fært þessar pólitisku fregnir. Frá norðurlandi, sem að mörgu leyti má heita kjarni landsins, vantar enn þá frjettir að heita má af þv( hin endilegu úrslit stjórnarmálsins gátu ekki orðið kunnug þar fyr en svo miklu seinna, og fregnin um þau hefur varla enn þá náð til allra endimarka landsins. Veturinn þar hefurlíka verið einhver hinn strangasti . . . ogþegar svo ástendur eru seinar samgöngur í landinu, og það er því allt og sumt, að vjer, hvað stjórnarbótarmálið snertir, getum meðdeilt eptirfylgjandi brot úr brjefl frá einum málsmetandi (?), og þjóðlegum (?) manni í norðurlandi: »Eg þakka þjer fyrir sendinguna, það var mjög óvæntur fögnuður, og hvernig svo sem hinum nýju stjórnarbótarlögum verður tekið, þá getur samt engin skynsamur maður annað en verið í mesta máta ánægður með þau. Jeg segi þetta af því mjer er enn ókunnugt, hvað menn segja í því tilefni, með því svo að kalla engir hafa enn þá sjeð sjálft skjalið, sem einkum orsakast af 1) þaunig eru ekki einn sinni fallbyssur til í sjálí'ri Beykjavík til skotkvebjo, ef konungur kæmi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.