Tíminn - 23.07.1874, Blaðsíða 1
Verð blaðsins (22 arlcir) árg.
4 %. Fyrri hlutinn greiðist,
fyrir loh marzm., en síðari
hlutinn fyrir útgöngu júli-
mánaðar 1874 til ábyrgðar-
mannsins.
ITÍMIWW*
„Tímans í straumi stöndum,
sterklega sem oss ber“.
Auglýsingar verða teknar i bl.,
fyrir 3 /3 smáletúrslínan, en
2 /3 stœrraletursl. Parfleg-
ar ritgj. til almenningsheilla
verða borgaðar eptir sam-
lcomulagi við ábyrgðarm.
3. ár.
Reyhjavík, 23. júli 1874.
14. blað.
fnn^vellir.
Á þessnm markverðu og þýðingarmiklu tíma-
mótum í sögu fslands, er þegar búist við að al-
menn samkoma verði haldin á t’ingvöllúm —7.
ágúst næstkomandi. Mönnum til glöggvunar er
koma á þenna fræga stað feðra vorra, bæði í end-
urminningar og þakklætisskyni, nm —og fyrir allt
það er fram hefur komið á liðnum öldum þjóð-
inni tit handa, bæði til sorgar og gleði, tekur
• Tíminn» hjer upp stntta lýsingu af búðaskipun
á fingvelli eptir handriti frá 1700.
.... "Báðumegin við ána á bökkunum stóðu
í fyrndinni búðir þingmanna; flestar voru þær að
vestanverðu, og sjer enn rústirnar. Fáar eru nú
búðir sem menn þykjast með sönnu vita, hver átt
hafi, nema Snorrabúð. Hún á að vera rúst sú,
sem enn sjer glöggt merki til upp í skarðinu,
sem er í Almannagjá og nú liggur alfaravegurinn
um. Flosabúð á alþingi var norður lengst vestan
fram undir fossinnm, en að mestu afbrotin 1700,
en þar sem lögrjettan stóð 1700, var búð Þor-
geirs Ljósvetningagoða, sem upp sagði kristin-
dómion. Iírossskarð, hvers hæð var nefnd eptir
Ólafl konungi Tryggvasyni, það skarð er næst
fyrir norðan Snorrabúð, en hleðsla, sem þar á
milli er á gjáarbarminnm, var áður fjórðungadóma
þingstaður. En á hól sunnan við Snorrabúð, að
stefna á ÍMngvelli, varbúð Eyjólfs Bölverkssonar,
en þar sem nú er amtmannsbúö, var áður búð
Gizurar hvíta, en næst fyrir norðan kölluð Hede-
mannsbúð, var áður Geirs goða. Búð Ásgríms
Elliðagrímssonar, var upp að gjánni móts við
amtmannsbúð. Egils Skallagrimssond.r búð mill-
um búðar Geirs goða, og gjárinnar upp að búð
Höskuldar Dalakollssonar, millnm árinnar og Geirs
goða. Búð Hjalta Skeggjasonar, norður frá lög-
rjettu. Flosi hafði áður búð fyflr austan ána,
skammt frá Síðuhallsbúð, sem slðan var Ögmund-
arbúð, vestan traðirnar á Þingvallatúni. Búð
Guðmundar ríka var nærri ánni vestan lil við veg-
inn, sem riðinn er frá Snorrabúð ofan að lög-
rjettunni; áður var hans búð fýrir norðán áúa
nærri því gamla lögbergi, sem var fyrir austan
ána. Millum gjánna var og einstigi, aðbúð Skapta
lögmanns Þóroddssonar, sömuleiðis Markúsar
Skeggjasonar og Gríms Svertingssonar. Suður
lengst með ánni móts við Þingvallastað, var Njáls
búð nærri ánni fyrir sunnan búð Gizurs hvita,
þar og Rangvellinga. Marðar gígju út með berg-
inu fyrir ofan og vestan búð Gizurs hvíta. Um
tíð þórðar1 og Jóns lögmanna2, var lögrjettan færð
sunnan af hólmanum austarlega frá gömlu hirð-
stjórabúð í lögrjettu, sem nú er 1700, hver gjörð
var upp af timbri . . .
. . i Þar sem lögberg er breiðast, er 19 faðma
djúp, vatnið er 15 faðma, en hamarinn niður að
vatninu er 4 faðma á hæð. Alsherjar búð, kölluð á
seinni tímum alþiugisrústirnar á lögbergi». J. ]B.
(Aðsent). Lítið eitt um kosningar til alþingis.
Vjer höfum en ekki orðið svo heppnir, að
sjá uppástungur «Nf.» um það efni, en vjer höf-
um sjeð í •þjóðólfl* nr. 34—35 lista yfir nokkra
menn, sem laldir eru þingmannaefni; þar er vérið
að rembast við að benda hverju kjördæmi á fleiri
þingmannaefni, og er það auðsjeð, að þar er ein-
ungis keppst við að hafa nægan höfðafjölda, þvi
þar eru margir taldir, sem vjer vitum af reynsl-
unni að eru ónýtir þingmenn; höfundurinn hefði
gjört belra 1 því, ef hann annars er fær um að
gjöra uppástungu 1 þessu efni, að telja færri, en
lt 1870-1605. 8. og A. - 2) 1473-ltí05. fi'. og V.
53