Tíminn - 23.07.1874, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.07.1874, Blaðsíða 2
54 vera viss ura, að þeir sem hann telur upp, væru hæfir til þingsetu; að telja marga upp, sem ekki eru hæfir til þingsetu, það villir sjónir fyrir al- menningi, en að telja færri, og vera viss um, að þeir sem taldir eru sjeu að gagni, það leiðbeinir almenningi. Skilyrði fyrir þv(, að menn sjeu hæfir þing- menn, þurfa ekki að vera svo mörg, en þau þurfa að vera á viti byggð; hver þingmaður þarf að hafa vit og vilja til þess, að koma þvi fram, sem Is- land vantar, til þess að landsbúum geti liðið nokk- urn veginn vel í andlegum og líkamlegum efnum, en til þess útheimtist, að þjóðin verði ríkari, með öðrum orðum, að auður safnist í landinu sjálfu, og teljum vjer undirstöðuna til þess : 1, að fulltrúar íslands fái þeim aðalatriðum breytt í stjórnarskrá þeirri, sem nú er fyrirhuguð Is- landi, sem miður eiga við, t. a. m. um ábyrgð stjórnarherrans að hún sje eðlileg gagnvart al- þingi. það sýnist mega nægja, að landshöfð- inginn á íslandi hefði þessa ábyrgð á hendi, og að hann á hverju sumri færi til Danmerkur til að flytja málefni landsmanna fram fyrir kon- ung og fá hans staðfestingu. 2, að laga fyrirkomulag alþingis á annan hátt en nú er fyrirhugað. Vjer viljum ekki hafa tvær málstofur, einungis eindeilt þing; þing- mannatalan álítum vjer að ætti að vera 21 þing- maður, og konungsfulltrúi að auki, sem þannig væru kosnir, 8 konungkjörnir og 18 þjóðkjörn- ir, og að einungis sje kosið í hvert skipti til tveggja þinga, að lög6kipaður tími fyrir þingið sjeu 6 vikur. 3, að breytt sje til um embættaskipun hjerálandi, þannig: að öll stjórnarathöfn íslands verði sem óbrotnust og kostnaðarminnst fyrir landsmenn, en þó sje sjeð um, að laun þeirra embættis- manna, sem landið þarf við, sjeu í alla staði sómasamleg. 4, fulltrúar íslands þurfa að bera þekkingu á út- lenda framfara og verklega menntun til þess í gegnum tillögur sínar á alþingi að gela dregið slika menntun inn í ísland, því meðan þessi menntun er svo lítið þekkt, þá er ekki að bú- ast við, að atvinnuvegir íslands sjeu notaðir eins og vera ber, og á meðan er ekki að bú- ast við neinum framförum; fiskiveiðar þurfa að komast í betra horf og allur landbúnaður, og sjer ( lagi þarf að koma upp verksmiðjum í landinu sjálfu til að vinna alla okkar ull, og eins öðrum handiðnamönnum, leggja fleiri tolla á hina óþörfu vöru m. fl. Vjer skulum nú ekki að sinni fara fleiri orð- nm um þetta málefni, en benda á nokkur þing- mannaefni, sem vjer teljum vera með hinum beztu, sem landsmenn eiga kost á : Jón Sigurðsson, riddari í Kaupmannah. Beni- dikt Sveinsson, assessoráElliðavatni. Jón Sigurðs- son dannebrm. Gautlöndum. Eiríkur Kúld, prestur ( Stykkishólmi. Torfi Einarsson á Iíleifum í Slranda- sýslu. Halldór skólakennari Friðriksson, Reykja- vík. Sigurður Gunnarsson, próf. Hallormsstað. Halldór Jónsson, próf. á Hofi í Norðurmúlasýslu. Einar prenlari l’órðarson í Ileykjavík. Einar Ás- mundsson, bóndi í Nesi í I’ingeyjarsýslu. Eggert Briem sýslumaður á Reynistað. Tryggvi Gunnarsson kaupstjóri í Kaupmannah. Jón Jónsson prestur á Mosfelli, Árnessýslu. Eggert Briem prestur, Höskuldsstöðum. Grímur Thomsen á Bessastöð- um. Davíð Guðmundsson prestur til Möðruvallakl. Benidikt Kristjánsson próf. Múla. þorvaldur Ste- fánsson prestur Hvammi. Jón bóndi Pálmason, Stóradal í Húnavatnssýslu. Guðmundur Ólafsson, jarðyrkjumaður Fitjum. Hafliði Eyjólfsson, bóndi Svefneyjum. Daniel Thorlacius Stykkishólmi. Sveinn Skúlason, prestur á Staðarbakka. Gfsli Magnússon skólak. í Reykjavík. Ólafur Sigurðs- son umboðsm. Ási. Arnljótur Ólafsson, prestur á Bægisá. Ásgeir Einarsson bóndi, ÍMngeyrum. Gísli Ásmundsson bóndi á Þverá í t'ingeyjarsýslu. Helgi Magnússon bóndi í Birtingaholti í Árness. Gunnlögur Blöndal sýslum. Ásgeir Ásgeirs- son, kaupm. á Isafirði. Uallgrímur Jónsson bóndi á Guðrúnarkoli, Akranesi. Vjer höfum nú hjer með bent kjördæmum landsins á mörg þingmannaefni, og vjer viljum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.