Tíminn - 23.07.1874, Blaðsíða 4
56
— Gufuskipið ARCTURUS, er sagt að komi
hiugað með menn frá ýmsum löndum er ætla að
heimsækja okkur Islendinga á þjóðhátíðinni.
— 19. þ. m. kom hjer inn að Akurey, Preuss-
nesk korvett NIOBE með sjóforingjaefni, bátur
frá henni kom i land daginn eptir með 3 yflrmenn
er gengu fyrir landshöfðingjann og bæjarfógetann.
Allir mennirnir voru mjög látlausir, hraustlegir og
laglegir útlits; lagði hún síðan út aptur til mæl-
inga og heræflnga, en kom inn aptur í gær
Enn fremur er von á herskipum frá mörg-
um löndum norðurálfunnar og 1 frá Ameríku
sem öll eiga að taka þátt í þjóðhátið vorri.
— Landshöfðinginn kom heim úr norðanferð
sinni 16. þ. m. Sama dag kom hinn nýji bæjar-
fógeti og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýsiu,
Lárus Sveinbjörnssen. Biskup landsins lagði af
stað 9. þ. m. í kirkjuskoðunarferð um Arnessýslu
og kom aptur 21. þ. m. Sama dag kom vestan
pósturinn, frjettist með honum gott veðuráttufar
af vesturlandi, en grasvöxtur sumstaðar með minna
móli. Verðlag á saltfiski sagt á fsaflrði 28 — 32
rd. skpd., uli á Stykkishólmi 52 sk. Meðal Vest-
firðinga er mikill áhugi með gufuskipsferðir kring
um landið.
— I dag kom norðanpósturinn, með honum
frjettist góð veðurátta, og grasvöxtur í góðu lagi
Dorðanlands. þjóðhátíð Eyfirðinga var haldin 2,
júlí á Oddevri við Eyjafjörð, sóttu hana um 2,500
manns.
Cí2ir iriinningfarbrjef, í minning pús-
und ára byggingar íslands. Uppdráttur eptir
Mag. Benedikt Gröndai, með tilheyrandr skýringu
á íslenzku, dönsku, þýzku ogensku, er til sölu hjá
Sigfúsi Eymundarsyni fyrir 1 rd. 16 sk. Uppdráttur
þessi er gjörðurmeð frábærri snilldogkunnáttu, og
höfnm vjer hvorki tíma nje rúm til að lýsa hon-
um nákvæmlegar, enda verðnr það hverjnm manni
Ijóst, af skýringum þeim er fylgja, öllum sem
kanpa hann, ervjer óskum og vonum að verði sem
flestir, og sýni þar með að þeir unni vorri ást-
kæru fósturjörð og sögu hennar, sam einnig er
saga norðurlanda.
— ÚR BRJEFUM. Að vestan. «Þann 4. júní
gjörði ofsaveðnr á snnnan upp úr hægviðri, þá
fórst skip í Ólafsvik með 6 mönnum á; að kveldi
hins 7. sama mánaðar, drukknaði ungur og efni-
legur mnður í Búðar á. í maí drnkknuðu á Dýra-
flrði 3 menn frá Flatey á Breiðaörði, þeir menn
voru jaktarar, og voru að sækja sjer neyzluvatn á
jaktarkænunni og voru að sögn 4, en Frakkar er
þar lágu líka, gátu bjargað einnm».
— Af Reiðarfirði 3. júli j>. á.: „Heilsa manna er góð
yfir allar sveitir. Sumarið, sem af er, hefur optast verið
þurrt og kalt, en {)ó sterkir hitar á milli, svo grasvöxtur
er heldur lítill, einkum á valllendi og túnum, sem einnig
eru kalin til stórskemmda. Aflier kominn góður í sumum
veiðistöðum af smáfiski og lúðu, einnighafa hákarlaskipin
aflað vel. Allt af er Gránufjelagið að stækka, og hafa
komið til pess 4 og hálf skipshlaðning til norður- og
austurlandsins, og hrökkur þó lítið, pví fjelagsmenn íjölga
óðum. Nú er komin fasta verzlun hjá f»ví á Seyðisfirði,
í haust koma pangað nógar vörur, og fjártaka á að verða
þar mikil, horfa kaupmenn á þetta hljóðir og geta ekki
aðgjört. Vöruverð er hjer ekkert enn uppskátt nema ull
er hjer 48 sk. pað gengur eitthvað stirt fyrir Daníel John-
sen að senda skip til kaupstaða sinna á Eskifjörð og Iíauf-
arhöfn, það hefnr ekki komið skip á hvorugan staðinn svo
Jón faktor Sturluson á Eskifirði verður að standa iðjulaus
í búðinni. Hjer hafa 2 menn dáið af slysum, annar Sig-
urður frá Högnastöðum, drukknaði í tjörn í Seley, hinn
hjet Stefán, hann hafði drukkið í 3 daga hina „góðu“
spritblöndu kaupmanna, tapaði ráðinu úr því og dó“.
— Enskt máltæki segir: gráttu af e I s k u en
ekki af r e i ð i, því köld rigning gefur ekki af
sjer blómstur.
— Svíðingur nokkur, hótaði fátækum manni að
gefa honum högg með stafnum sfnum, því trúi
jeg ekki sagði fátæklingurinn, því þjer haflð aldrei
gefið neinum neitt.
— FJÁRMARK Jóns Ólafssonar á Nethömrum:
Tvístýft fram., biti aptan hægra, sneitt aptan og
biti aptan vinstra.
Útgefendnr: Nokkrir Reykvíkingar.
Ábyrgðarmaðnr: Páll Eyjúlfsson.
Prentaður í preutsmihju íslands. Einar þiírþareon.