Tíminn - 19.09.1874, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.09.1874, Blaðsíða 5
69 íslandi og ölium ibúum þess hinum núverandi og yfir öllum afkomendum þeirra um ókomnar aldir! Guð, sem heldur forlögum þjóðanna í hinni misk- unsömu hönd sinni nppfylli þessa ósk vora!» Útþrændalaginu í INorvegi 4. júlí 1874. Einnig kom hamingjuósk til Islendinga frá Uppsala háskóla, og stúdentafjelaginu í Uppsölum. — Gjöf Kaupm.hafnar til íslands. l’essi gjöf er gefin daginn sem íslendingar hjeldu þjóðhátíð sína á fhngvelli; gjöfin er myndastytta Bertels Thor- valdsens, er styður sig við vonina, steypt í bronce, með letri þessu á, á dönsku: BERTEL THORVALDSEN, fæddur 19. d. nóv. 1770, dáinn d. 24. maí 1844; hinn mesti hagleiksmaður Norðurlanda, er í föðurættina var af gamalli íslenzkri ætt. Myndastyttu þessa, steypta eptir Thorvaldsens eigin mynd, gaf höfuðstaður landsins fæðingarstaður Thorvaldsens og erfingi íslandi á 1000 ára hátíð þess 1874. — í Árósi og Kaupm.höfn var almennt ílaggað þann 7. ágúst, og í Árósi var söngur niður við höfnina og á torginu. — Þann 7. ágúst hjeldu allir íslendingar í Kaupm.höfn, sem voru hjer um bil 38 að tölu þúsund ára hátiðina. Jón Sigurðsson mælti fyrir skál konungs eptir að kvæði eitt var sungið eptir G. Brynjúlfsson, hinn sami mælti fyrir skál ís- lands, eplir að búið var að syngja kvæði eptir G. B. Því næst var mælt fyrir skál 3. ríkja; Dan- merkur af kand. juris J. Havsteen, Norvegs, af stud. philos. Birni Olsen, og Svísjóðar af docent G. Brynjúlfssyni. Hann mælti einnig, eptiraðbúið var að syngja kvæði, fyrir skál lngólfs landnáms- manns. Fyrir minni íslands mælti general-kon- sul H. A. Clansen, og fyrir minni Jóns Sigurðs- sonar kand. theol. Magnús Eiríksson. Allir voru mjög glaðir, og kæti manna jókst eigi allitið við, að hans konungl. hálign krónprinsinn telegraferaði hamingjuósk á íslenzku á meðan á máltíðinni stóð, þeir svöruðu henni þegar í stað, og drukku skái krónprinsins með mikilli ánægju. — Frá háskólanum í Kaupm.höfn kom hingað hamingjuósk, í því er minnst helzt á bóklegt sam- band íslands við Dani, einkum við háskólann. — I Kristjaníu hjelt hennar hátign ekkjudrotn- ingin vegna 1000 ára hátíðarinnar miðdagsmáltíð; eptir að hennar hátign var búin að mæla fyrir skál konungsins, talaði hún nm þýðingu dags þessa. Verkmannafjelagið þar hjelt sömuleiðis hátíð; hátíðartöluna hjelt forseti fjelagsins Bidenkop, henni svaraði Islendingur einn, er á heima í borginni. Frá háskóla Kristjaníu kom hamingjuósk til þúsund ára hátíðarinnar. — Seinni tíðar mönnum til fróðleiks ætti að geta allra þeirra rita og kvæða, er samin hafa verið og orkt i minningu þjóðhátíðar íslands, og í því skyni viljum vjer telja upp að þessu sinni það sem oss er nú kunnugt í því efni, sem á prent hefur komið. í óbundnum styl: “geografisk- ar athugasemdir um stöðu fslands gagnvart haf- ísrekinu frá Norðurheimsskautinu», eptir hra barón, Letourneur, aðalforingja hins frakkneska herskipa- flota fslands. Á frakknesku og íslenzku í «Sæ- mundi fróða» 1. ár, í júlíbl. þ. á. — «Islandiae mille per annos Scandinaviae hi- storiam mirifice illustranti, eptir A.L. J. Michelsen, juris et philos. Dr. Slesvici 1874», 24 bls. 8vo. — i'Thethousandth anniversary of the Norwegian Settlemen in Iceland by Jón A. Hjaltalín». Reykja- vík 1874, 34 bls. 12to. «Minningarbrjef» B. Gröndals ertalið í nr. 14 f blaði þessu. De norske Studenters Hilsen ved Islands Tusindaarsfest. 4 bls. 4to, útlagt á íslenzku og prentað í Reykjavík. Um Náttúru íslands í «Gefn» V. ári eptirB. Gröndal. í bundnum stýl: ''Þjóðhátíðarsálmaro eptir sira Helga Hálfdánarson. i'Þjóðhátíð Reykvíkinga» 2. ágúst 1874. 8 kvæði. Minni konungs 3 v., eptir M. Jochumsson. — Þúsund-ára sólhvörf 4 v., eptir Steingrím Thorsteinson. — Minni Ingólfs 3 v.,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.