Tíminn - 19.09.1874, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.09.1874, Blaðsíða 8
gjört fyrir alda og óborna, — eins og gjört er í nefndu ágripi, t. a. m. Á. Helgasonar, B. Thór- arensen, Jónasar Hallgrímssonar og Tómasar Sæ- mundssonar, sem dánir eru á þessu tímabili; þá Bjarna Thorsteinsen og Jóns Sigurðssonar, nsem hvert mannsbarn á íslandi hefur lært að þekkja«, er annars hefði átt að sleppa eptir setningu höf. Hvernig «Svíar, Norðmenn og Danir» rita bækur sínar, er laust við þetta mál, því hverki Ari fróði, Haukur Erlendsson, Snorri Sturluson og Sturlu Pórðarson, höfðu þá sjer til fyrirmyndar. Alþýðumaður. (Aðsentj. LAUGAHUSIÐ við Laugarness-laug- arna'r er nú með öllu eyðilagt fyrir löngu síðan, er var hið bezta ognauðsynlegastaskýli fyrir þvotta- konur úr Reykjavík, og ættu bæjarbúar að reisa það upp aptur, þvi allir vita, hvílíkur sparnaður það er árlega fyrir þá, bæði nteð eldivið og sápu, að leita þangað með allan þvott þeirra, og að öðru leyti, hvílíkt skaðræði það getur orðið á heilsu kvenna, að standa þar skýlislaust i mis- jöfnu veðri, og það á vetrum, því heita má að allan árshringinn yfir sjeu sífeldar laugal’erðir þangað með þvotta úr bænum, að fráskildum 2 eða 3 mánuðum, er þó gætu átt sjer stað þá eins og hinn árstímann, ef skýli væri byggt. Þar vjer vitum, að allir hústeður bæjarins sjái hvílík nauð- syn er á slfku húsi, shorum vjer á pá, einn sem alla, að skjóta saman fje til þess, að sem fyrst verði byggt rammgjört hús við laugarnar í þess- nm tilgangi, og að vegurinn verði enda jafnframt því lagaður þangað, sem er opt næsta torveldur vfirferðar. Vjer vonum að allir húsfeður sem þurfa að láta brúka laugarnar, og má ske fieiri, láti fljótt af hendi rakna samskot til slíks. Nokkrir húsráðendur í líeylcjavik. — 3. þ. mán. er sagt, að skip frá Englandi hafi komið til Akureyrar eptir Amerikuförum sem biðu þar, og á Sauðárkrók, er G. Lambertsen hafði útvegað, hann hafði verið með og fylgt þeini þaðan aptur. 2 ÁSKORUN. (aðsend). í vetur er leið stofnaði iðnaðarmannafjelagið hjer í Reykjavík »s u n n u d a g a s k ó 1 a« til menntunar ö 11 u m er þess þurftu við. Þá skor- um vjer nú á það, að halda áfram slíkum skóla í vetur er kemur, en brúka samt ekki aðra dagatil kennslunnar (a: sunnudaga), svo allir geti orðið nokknrnvegiun samferða í lærdóminum; þar vjer álítum slíkt óheppilega og ekki grundaða tilhögun. 215. Vísa fundin á Austurvelli, eptir kapphlaup. Veglyndur, vinsamlegur »VÍKVERJI« sigldi ,,rúut“. — Allrar veraldar vegur víkur að sama púukt. AUGLÝSINGAR — Þjóðbátíðarkvæði Reykjavíkur 2. ágúst, eptir skáldin M. Jochumsson og Steingr. Thorsteinson, fást hjá Páli Eyjúlfssyni gullsmið í Revkjavík fyrir 8 sk., innhept. — par e8 nauSsynlegustu bækur prentsmiðjunnar hafa veriS sjer í lagi sendartil muna til faktors B. Steincke á Akureyri, á ísafjörS til læknis porvaldar Jónssonar, í Stykkishólm til sjera E. Kúld, aö Hallormsstað til sjera Sigurðar Gunnarssonar, og til bókbindara Guðmundar Pjeturssonar á Hofi í Eangárvallasýslu; þá vil jeg hjer með benda öllum þeim, sem kynnu að þurfa þessara bóka með, og sem eiga hægra með að ná til þessara manna, en hingað tii Beykjavíkur, að halda sig til þeirra. Keykjavík, 18. september 1874. Einar Pórðarson. — PRESTVÍGÐIR voru þessir af biskupi lands- ins, sunnudaginn 30. þ. m. Björn Þorláksson, til Hjaltastaða og Eyða i Múlasýslu. Oddgeir Þórð- arson Gudmundsen til Sólheimaþinga í Mýrdal. Ólafur Bjarnarson til Ríps í Hegranesi. Jón Hall- dórsson, fyrir aðstoðarprest til föður sins, sira Halldórs prófasts á Ilofi í Vopnafirði. Steingrímur Jónsson til Garpsdals í Barðastrandarsýslu og Stephán Sigfússon til Skinnastaða í Axarfirði. Útgefendur: Nokkrir Reykvíkingar. Ábyrgðarmaður: Páll Eyjúlfsson. Prentabnr í prentsmibjn íslands. Einar þórbarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.