Tíminn - 21.12.1874, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.12.1874, Blaðsíða 6
94 * Frá Ueykjavík: 7 nr. af blaðinu »ísafold«, úlgefm af Birni Jónssyni, kand. phil. Skrá yfir prentaðar íslenzkar bækur og handrit á stiptisbókasafninu í Reykjavík, IV + 188 bls. 8tav. Skýrsla um hinn lærða skóla í Reykjavík, skóla-árið 1873—74. Henni fylgja: Athugasemdir um íslenzkar málmyndir, samd- ar af Jóni t'orkelssyni, skólastjóra. 28. bls. 8tav. þær sýna lærdóm og skarpskygni höfundarins í íslenzkri málfræði. Skýrsla um bækur þær, sem gefnar hafa verið stiptisbókasafninu á íslandi, í minningu þjóðhátíð- ar íslands 1874, 4 -f- 88 bls. 8av. Stutt ágrip af hinum helztu söngreglum með nótum eptir Jónas járnsmið Helgason, 4 + 60 bls. 8av. Enn fremur er verið að prenta 2. útgáfu sálmabókarinnar nýju, með latínuletri í hending- um og framhald af mannkynssögu P. Melsteðs. KOSNINGAR TIL AL^INGIS. í Stiður-Múlasýslu: Tryggvi Gunnarsson, kaupstjóri og Einar bóndi Gíslason á Höskuldsstöðum. í Vestmannaeyjum: Jón málsfærslumaður Guðmundsson í Reykjavík. í Borgarfjarðarsýslu: Guðmundur jarðyrkjumaður Ólafsson á Fitjum. I Skagafjarðarsýslu: Jón Blöndal, verzlunarmaður og Einar hreppstjóri Guðmundsson á Hraunum. (Éir Taíla til «að breyta gamalli mynt í nýja,' fæst hjá Egli Jónssyni og fleir- um, á prentpappír fyrir 4 sk., á þykkan pappír með liringjum og silkihánka fyrir 12 sk. Enn á ný bið jeg alla þá sem eiga ólokið andvirði fyrir 2.—3.árg. «Tímans», að greiða það hið fyrsta til mín, ásamt ýmsum skuldum, er jeg á útistandandi fyrir smíðar o. fl., og tek jeg innskript hvar sem vill í búðum kaupmanna í Reykjavík. Páll Eyjúlfsson. «Tombola», sem handiðnamenn í Reylijavík, höfðu áformað að halclá um miðjan þ. m., og, som auglýst er í 3. árg. TÍMANS 21.—22. blaði, varð ekki haldinn á þeim tiltekna tíma sökum ýmsra kringumstæða. Nú er fast ákveðið með væntanlegu leyfi yfirvaldanna að þessi „Tombola11 verði haldin 7. og 8. janúar; allir þeir, sem vilja styrkja þetta fyrirtæki, eru hjer með vinsamlegast beðnir, að halda sjer til þessara handiðnamanna: Einars Jónssonar, snikk- ara. Ó. Ólafssonar, söðlasmiðs- Einars Pórðars- sonar. Páls Eyjúlfssonar. Sigfúsar Eymunds- sonar. Fyrir 4. næstam. (janúar), er oss kærkomið, að tillög og styrkur til þessa fyrirtækis, verði komið til of- angreindra manna. Reykjavík 19, desember 1874. Handiðnamannafjelagið. - LEIÐRJETTING: í 21.—22. bl. þ. á., bls. 85., fyrra dálki, 10. 1. a. n. les 7 fyrir 1. Heiðruðu kaupendur »Tí m a n s». Um leið og þessi ^riðji árgangur «Tím- ans» er á enda, viljum vjer þakka öllum kaup- endum hans fyrir þær góðu viðtökur er þeir hafa sýnt bonum vonum framar, en einkum þeim er staðið hafa í greiðum og góðum skilum með andvirði blaðsins, sömuleiðis þeim, er styrkt hafa blaðið með góðum ritgjörðum. Vjer vitum að blaðið hefur eigi verið svo úr garði gjört sem vera átti, og því búumst vjer við, að upp munu verða kveðnir ýmsir dómar um það í tímaritasögu íslands, og það því heldur, að þeir menn sem um blaðið hafa fjallað, hafa ekki gengið mennttinarveginn. Blaðið var aldrei í upphafi stofnað í ábataskyni, eins og líka bezt sjezt af því, að eigi hefurborg- azt svo vel andvirði þess, að það svari öllum kostnaði, og hljótum vjer því að hætta um stund við útgáfu þess, enda munu sumir eigi sakna «Tímans», og það því síður sem önnur stol'uu- fastari, fróðlegri og lœrðari tímarit eru kom- in upp í landinu. Vjer kveðjum ykkur því kœru landar og óskum yður gleðilegra Jóla og Nýjárs góðra og fróðlegra blaða-alda á eptirkomandi tímum, um leið að vjer segjum, að frá okkar hendi er að sinni blaðið »TÍMINN» hættur. Útgefendurnir. Utgefendur: Nokkrir Reykvíkingar. Ábyrgðarmaður: PáU Eyjúlfsson. Prentabnr í prentsmibju Ísland9. Einar þórbarsoD.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.