Víkverji

Tölublað

Víkverji - 03.07.1873, Blaðsíða 6

Víkverji - 03.07.1873, Blaðsíða 6
26 kostnaðarauka að ræða þetta mál (tarlegra en búið er, þar sem meiri hluti þingsins álítr það fyrirkomulag á framkvæmdarvaldinu og inni stjórnarlegu ábyrgð, er konungr hyggr ið eina, er samrýmst getr stöðuíslands í rík- inu, óaðgengilegt frá landsins hálfu. Af ann- ari hálfu væri stjórnarbótarmálið rætt svo ít- arlega á inum undanförnu þingum, að það yrði að vera sérhverjum þingmanni Ijóst, með hverjum kjörum vér getum fengið frjálsa stjórnarskipun oghans hátign hefði í auglýs- ingu sinni tilkynt þinginu, aðhann mundi vera reiðubúinnaðverða við óskum þeim, er kynnu að koma fram frá íslands hálfu um frjálsa stjórn- arskipun, sem sé bygð á þeirri ríkisstjórnar- tilhögun, er nú er, og inni óaðskiljanlegu rík- isheild. t’að stæði þess vegna nú einungis í þingsins valdi að leiða stjórnarbótarmálið til farsællegrar endalyktar. Þau konunglegu frumvörp, er mundu verða lögð fyrir þing þetta, væru eigi fleiri en 10; þessi frumvörp væru eigi mjög marg- brotin, og konungsfulltrúi vonaði því, að inn lögboðni þingtími mundi reynast nógrá þessu þingi, og mundi alþingiskostnaðrinn þarmeð verða langtum minni og landsmönnum létt- bærari, en hann opt hingað til hefði verið. Loksins gat konungsfulltrúi þess, að hann hefði kvatt yflrdómara Magnús Stephensen sér til aðstoðarmanns, að einn konungkjör- inn og 4 þjóðkjörnir þingmenn hefðu tilkynt sér, að þeir gætu eigi mætt á þinginu í þetta skipti, en varaþingmenn þeirra væru komnir í þeirra stað. í’egar konungsfulltrúi hafði yflr því lýst, að alþingi væri sett, stóð upp einn þingmaðr og mælti: «Lengi lifi hans hátign konungr vor Kristján inn níundi». Allir þingmenn stóðu upp úr sætum sínum og svöruðu því á venjulegan hátt. Eptir áskorun konungsfulltrúa settist þar eptir inn elsti þingmaðr etatsráð þórðr Jón- asson í forsetasæti og stýrði kosningu al- þingisforseta, og var þá með 23 atkvæðum Jón riddari Sigufðsson frá Kaupmannahöfn kosinn. Hann gekk til forsetasætis og þakk- aði þinginu traust það, er honum væri sýnt. Hann treysti því að konungsfulltrúi og þing- menn mundu sýna sér ina sömu velvild og á undanförnum þingum, það Tnundi þá hægt að stýra þinginu svo, að það með krapti og gætni gæti haldið fram öllu því, sem gott er og rétt. Nú var gengið til kosningar varaforseta, og hlaut Pétr biskup Pétursson flest atkvæði. Skrifarar voru kosnir þeir Haldór skólakenn- ari Friðriksson og sira Eiríkr Kúld. Þar næst afhenti konungsfulltrúi forseta ina konunglegu auglýsingu til alþingis dag- setta 23. d. maím. þ. á. og þau konunglegu lagafrumvörp, er nú skal greina, 1. um skipaströnd, 30 greinir, er einkum skipa fyrir um það, hvers yfirvöld og al- þýðumenn eiga að gæta, ef vart verðr við skipstrand, 2. um hegningarvald það, er stjórn hegn- ingarhússins hefir, 5 greinir, 3. um niðrjöfnuð alþingiskostnaðar, 6 grein- ir, og er í þeim meðal annars ákveðið, að alþingiskostnaði framvegis einnig skuli jafn- að á kaupstaðarbúa, og að honum skulijafn- að beinlínis á jarðirnar eptir dýrleika þeirra í stað þess, eins og nú er gjört, að jafna honum niðr eptir leigumála, 4. um stofnun sjómannaskóla í Reykjavík, 7 greinir; stýrimannspróf skal halda 2svar á ári í aprílmán. og ágústmán. Sá sem hefir staðið prófið, færheimild til að vera formaðr eðr stýrimaðr á íslenskum og dönskum skip- um á sjóferðum við ísland, en eigi í öðrum sjóferðum, 5. um friðun á laxi, 11 greinir — sama málið og lagt var fyrir alþingi 1871, og hefir stjórnin viljað láta alþingi endrskoða þetta mál, 6. um mótvarnir gegn bólusótt og kóleru- sótt, þegar skip kemr hingað frá einhverjum þeim stað, er álitinn er sýktr af inum nefndu sóttum — 8 greinir, 7. um hlunnindi fyrir sparisjóði—lgrein, er gefr landshöfðingja vald til að leyfa, að sparisjóðir taki hærri fjarvexti en 4 af hundr- aði, þó veð sé sett í fasleign, að þeir megi ónýta viðskiptabækr, er sagðar eru glataðar, og að leggja megi fé ómyndugra og alþjóð- legra stofnana f sparisjóði, 8. um ljósmæðraskipun á íslandi, 8 grein-

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.