Víkverji

Tölublað

Víkverji - 14.07.1873, Blaðsíða 1

Víkverji - 14.07.1873, Blaðsíða 1
VIÐAUKABLAÐ. Afgreiislustofa • Vík- verja» er í húsi Gísla ikólakennara Magn- ússonar fyrir sunn- an sjúkrahúsið. 5ta dag innar I2“* viku sumars, mántid. 14. dag júlimánaðar. Vilja guðs, oss og vorri þjóð vinnum. á meðan hrœrist blóð. •Vtkverji• kemr út á hverjum virkum fimtudegi. Borgun fyrir auglt/singar 4 (i fyrir smáletrs- linu eðr viðlíkt rúm. 1. ár, 10. lölublað. — PRESTAMÓT. In árlega sýnódus var trú á meðal heiðinna þjóða. Að vísu þótti haldin eptir guðsþjónustugjörð í dómkirkj- unni 4. þ. m. Forsetar voru þeir herra amtmaðr Bergr og herra biskup Pétr; 5 prófastar og 14 prestar voru komnir; þar að auki var forstöðumaðr prestaskólans herra Sigurðr á fundi, og vann að ritstarfi. Voru nú fyrst birt 3 ný lagaboð, er út höfðu komið ið síðasta ár, og voru þau þessi, tilskipun um sveitastjórn 4. maí f. á., auglýsing um heirnkomu konungs 25. maí f. á., konungsbréf um erindisbréf fyrir lands- höfðingja 29. júní f. á. Því næstvar skipt peningum, er inn höfðu komið til uppgjafapresta og prestekkna, og hlutu 14 uppgjafarprestar 431 rdl. 21 sk., og 42 prestaekkjur 588 rd. 63 sk. Biskupinn skýrði svo frá, að prestekkna- sjóðrinn ætti við árslok 1872 : 5,547 rdl. 84 sk.; þar af væru 48 rd. enn ógreiddir vegstjr, og 45 rd. 84 sk. í sjóði hjá féhirði; hitt féið væri á vögstum, og var samþykt, að veita 150 rdl. styrk af vögstum sjóðsins á næst- komandi prestamóti. J»ví næst var lesið upp ávarp til biskups frá Þingvallarfundi, það er í er um rætt um guðsþjónustugjörð um iand alt ákveðÍDn dag í minningu 1000 ára byggingar landsins sumarið 1874, og félst fundrinn á þá tillögu. Fundarmenn fólu þvíbiskupiá hendi, að færa mál þetta fram fyrir konung, og létu þá skoðun sína í ljós, að best mundi henta, að taka til einhvern virkan dag í inum síðara hlut júlím. eðr inum fyrra hlut ágústm. Svo var og upp lesin tillaga frá inum sama fundi, að 1874 verði í minningu þjóð- hátíðarinnar stofnað íslenst kristniboðsfélag undir innlendri stjórn, og er þar i svo til ætlað, að það fúi á sínumtíma boðað kristna fundinum hugsun þessi bæði fögur og kristi- leg, en fundrinn treysti sér þó eigi til, eins og nú er á statt, að fá henni fram gengt, með því að fundrinn og áleit þá nauðsyn liggja enn nær, að flnna ráð til að efla og styrkja kristilega uppfræðingu hér á landi. Skólapiltr Jón Bjarnason frá Straumfirði í Mýrasýslu hafði ritað stiptsyflrvöldunum bæn- arskrá, og tjáð þar í, að hann f 5 ár hefði lært í latínuskólanum, og hefði nú leyst fyrra hlut burtfararprófsins af hendi. Sakir þess, að hann væri félaus og kominn á fullorðins aldr, treysti hann sér eigi til að Ijúka námi því, er lögboðið skilyrði er fyrir því, að mega verða prestr; en þar er hann æskti einkis annars fremr, en að verja öllum þeim kröpt- um, er guð hefði geflð honum, til að boða sannleikans lærdóm, til að fræða unglinga og til að ganga á undan öðrum mönnum með lastvörum lifnaði, beiddi hann þess, að sér yrði veitt leyfl til að sækja um eitthvert af inum rýrustu brauðum, er stipts- yfirvöldin vildu til taka, og til að öðlast prest- vígslu. Hann hefði næstliðinn vetr gjört nokkrar ræður og spurt börn undir umsjón dómkirkju- prestsins, og ætlaði Jón, að prestrinn mundi fús á, að gefa sér vitnisburð um, að hann væri hæfr til prestverka þessara. Af bænarskrá þessari spunnust nokkrar um- ræður. Sumir vildu, að fundrinn mælti fram með henni: Hér væru sérstakleg atvik til að gjöra undantekning frá þeim fyrirskipunum, er gjðrvar eru um kunnáttu þeirra manna, er mega sækja um prestaköllhérá landi. In brýn- asta nauðsyn væri til að gjöra gangskör að því, að afla þeim söfnuðum, er hefðu nú í fleiri ár verið prestlausir, kennimanna, og gætn in mestu vandræði fyrir þjóðina alla sprottið af þvi, að als eigi eðr mjög lítið væri hirt um uppfræðingu barna og aðra and- 37

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.