Víkverji

Issue

Víkverji - 14.07.1873, Page 3

Víkverji - 14.07.1873, Page 3
39 kvikfé og vera samin út af grein minni í «Víkverja» 1. tölublaði, er hljóðaði nm ú t- flutning á lifandi peningi og k j ö t i. Þegar ábyrgðarmaðrinn segir í byrjun greinar sinnar, að áminst grein mín áðr hafi verið send «Tímanum» til prentunar nafnlaus, og að það sé sér dulið, hver höf- undr hennar sé, þá eru þetta hrein og bein ósannindi úr ábyrgðarmanninum, að hann hafi ekki vitað, eptir hvern greinin var, þvi eg sendi honum hana með bréfi frá mér, og hann sjálfr fékk mér hana aptr, þegar hann vildi eigi taka hana til prentunar. Eins finn eg mér skylt að getaþess, að eg sagði útgef- endum «Víkverja», nm leið og eg sendi þeim greinina, að eg hefði áðr boðið hana ábyrgðar- manni «Tímans», en hann hefði ekki viljað taka hana. Að öðru leyti skal eg ekki svara þessari grein í «Tímanum», því eg álít það hreinasta óþarfa, og að hún sé eigi svara verð; að eins skal eg benda á það, að eg segi hvergi í grein minni, að útflutningstollr á lifandi peningi sé nauðsynlegr og æskilegr, sem ábyrgðarmaðrinn þó ber upp á mig, að eg liafi sagt þar, og sem hann meira að segja þykist vera að rífa niðr hjá mér, og sem hann loks segir að hafi valdið því, að hann ekki hafi viljað taka grein mína í «Tímann»; og eptir þessu fer flest ið annað í ritgjörð hans, að það fer ýmist fyrir ofan eða neðan það, sem eg gjörði að umlalsefni mínu, og hittir það ekki. Jón Pétursson. Brúagjörð áþjórsáog Ölfusá. Eins og lesa má í skýrslum, er prentaðar eru í Þjóðólfi XXIV bls. 120 og 171, voru á sýslufundi Rangæinga 21. maí f. á. kosnir menn, einn fyrir hvern hrepp sýslunnar, til að greiðafyrir málefni þessu bæði innan héraðs og utan. Á sýslufundi Árnesinga 24. ágúst f. á. voru menn á einu máli um að styðja brúa- gjörðina eptir megni og koma sér í því efni í samband við Rangæinga. Samkvæmt þessu var samið bónarbréf um, að smíðfræðingr yrði sendr hingað til þess að segja álit sittum það, hvort mögulegt væri, að gerabrýr á stórár þær, er nefndar eru, og ef það yrði álit hans, að svo mætti gera, að draga upp, hvernig brýrnar æltu að vera, og gera áætlun nm koslnað brúagjörðanna. Þetta bónarbréf var fengið stiptamtmannin- um, sem þá var, og mælti hann fram með því við stjórnina, en gat þess um leið, að best væri, að láta þann mann, er kosinn yrði til ferðarinnar, um leið og hann skoð- aði brúastæðin á ám þessum, ferðast til Dyrhólaeyar í Skaptafellssýslu, svo að skýrsla gæti fengist um, hvort mögulegt væri aðbúa þar til höfn. Dómsmálastjórnin hefir nú með bréfi frá 27. maí þ. á. leyft að það, sem með þarf, til þess að fá brúr- og hafngjörðar-mann hingað á þessu sumri, auk 310 rd. (er lofaðir eru, af fleiri Rangæingum llOrd. og af jafnað- arsjóði og vegabótasjóði suðramtsins 100 rd. af hvorum) megi greiðast af landssjóðnum, og hefir samið við candidatuin polytechnices Windfeldt Hansen um að takast þessa ferð á hendr og er hans von hingað 19. júlí þ. á. á póstskipinu. Vér efumst ekki um, að hægt yrði að fá verkfræðing þann, er vér þannig eigum von á, til þess að gera áætlanir um önnur verk, er varða almenning, en þau, er vér nú gátum um, og vér leyfum oss sérilagi að leiða inni virðulegu bæarstjórn hér í Reykjavík fyrir sjónir, að hér sé besta tækifæri til að fá á- ætlun um, hvað höfn hér við Reykjavík muni kosta og hvernig helst eigi að gjöra hana. Vér viturn allir, hve miklum örðugleikum er bundið að skipa vörum inn og út á Reykja- vikrhöfn og hve mikið skipalegu þeirri, er vér nú höfum, er áfátt, og vér álítum það mestu framför fyrir bæinn að fá nokkurnveginn örugga höfn og skipabrú eina sameiginlega fyrir alla kaupmenn, er að minsta kosti minni skip gætu fermt og affermt við, eins og menn hafa í öðrum bæum ekki miklu stærri en Rcykjavik, til dæmis í Leirvík á Ujaltlandi. - þlNGVALLASKÝLlSSjÓÐKINN átti eptir skýrsla ritjára Jjjóíjölfs vib árslok 1872 332 rdl. 6U sk. og voru 300 rdl. hér af vagstafé. — BÚNAÐARSJÓÐK vestramtsius átti samkvænit

x

Víkverji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.