Víkverji

Tölublað

Víkverji - 14.07.1873, Blaðsíða 2

Víkverji - 14.07.1873, Blaðsíða 2
38 lega mentun í siimum sveitum. Aðrir töldu það af annari hálfu mjög ísjávert, að fara út yfir þau endimörk, er sett eru fyrir ment- un presta; sleptu menn mentunarkröfum við einn mann, mundu fieiri æskja þess sama, og inum almenna mentunarhag í landinu, er prestastéttin einkum ættiaðhaldavið,mundihér með verða hætta búin. Fundrinn réð af, að biðja stiptsyfirvöldin að vísa máli þessu til presta- nefndarinnar og leita álits hennar um það. Eptir tillögu prófasts sira I’órarins Böð- varssonar var loksins svo ákveðið,að presta- nefnin rilaði öllum próföstum og prestum í í landinu, og leitaði álits þeirra um aðalbreyt- ingar á prestaköllum hér á landi. Vér viljum geta þess, að oss þykir eink- um mikið kveða að tillðgu sira I’órarins. Víðast hvar er prestsetrum og kirkjum mjög óhentuglega skipað. I*að hendir jafnvel, að tún sumra prestsetra og kirkjustaða liggja saman; að prestar í inum auðgustu brauðum hafa eigi nema eina kirkju að þjóna, en að prestar á öðrum stöðum hafa héruð til yfir- ferðar, þau er stærri eru en sumar sýslur, og sumir 3 eðr 4 kirkjur, og kirkjurnar stundum settar á ystu jaðra sóknanna. Vér leyfum oss að biðja ina virðulegu pró- fasta, er munu verða við tilkvaðningarorðum prestanefnarinnar, að skýra oss írá lillögum sínum, til þess að almenningi veitist kostr á að hugleiða breytingar þær og ræða, er upp verða bornar. — BÓKMENTAFÉLAGIÐ. Reykjavíkr-deild félagsins hélt inn síðari ársfund sinn 8. þ. m. og varð þá einkum umtalsefni fundar- manna bréf það, er I’ingvallafundrinn hafði sent forseta deildarinnar (Jóni jþorkelssyni). En tildrög til bréfsins voru þau, að 4 bænar- skrár úr Norðlendingafjórðungi höfðu komið til t*ingvallafundarins, og voru þær þess efnis: *að samskotafé þjóðhátíðarinnar verði með samþykki gefandanna varið fyrir íslands-sögu, og nýjum samskotum safnað, ef þarf, til að kosta að fullu útgáfu sögu þessarar». Sam- kvæmt þessu skoraði þingvallafundrinn í téðu bréfi á bókmentafélagið, «að gangast bæði fyrir að stofna eitthvað fróðlegt og fagrt í minningu 1000 ára aldrs þjóðar vorrar, eink- um að samin verði sem fyrst saga íslands, og fyrirþví, að fé fáist til þessa fyrirtækis*. t Forseti Reykjavíkrdeildarinnar taldi ýms vankvæði á því, að deild vor ætti við þetta mál, einkum sökum þess, að hún hefir yörsvo litlu fé að ráða, en til þess að gefa út ís- landssögu mundi þurfa æðimikið fé, þar menn yrðu að gjöra ráð fyrir, að hún yrði í fieiri bindum. Að öðru leyti áleit hann æski- legt, að saga íslands yrði rituð sem fyrst. — Forseti Kaupmannahafnar-deildarinnar áleit þetta mál svo mikilsvert, að hann áleit rétt- ast, að kosin væri nefnd af félagsmönnum, sem segði álit sitt um málið eptir að hafa ihugað það vandlega, svo að menn ekki hröp- uðu að neinum úrskurði í jafn merku máli sem þetta væri. — Jón A. Hjaltalín frá E- dinborg studdi það, að nefnd væri sett, því liann hélt, að það mnndi bæta fyrir bók- mentafélaginu bæði innan lands og utan, að gefa út eða styðja að útgáfu annars eins og saga íslands væri, af því að bækr þær flest- ar, er bókmentafélagið gæfi út, væru eigi að alþýðu skapi og þannig að þær gætu eigi mælt með félaginu við úllendar þjóðir. Eptir að fleiri höfðu stutt uppáslungu forseta Kaup- mannahafnar-deildarinnar, var samþykt að kjósa skyldi nefnd, og í hana kosnir cand. Eiríkur Briem með 13 atkv., Páll málafi.m. Melsteð með 9 atkv. og dócent H. Hálfdán- arson með 8 atkv. Þvínæst voru kosnir embættismenn deild- ar vorrar til næsta árs, og urðu þeirþessir: forseti Jón t’orkelsson, féhirðirEiríkr Briem, skrifari Páll Melsteð, bókavörðr Halldór Guðmundsson. En varaembættismenn deild- arinnar þessir: varaforseti Bergr Thorberg, varaféhirðir sira Hallgrímr Sveinsson, vara- skrifari Helgi E. Helgesen, varabókavörðr Árni Gíslason. Til þess að rannsaka reikn- inga félagsins voru kosnir Magnús Stephensen og H. E. Helgesen. — í seinasta blaði «TÍMANS» núna er greinarkorn nokkurt eptir ábyrgðarmann hans, Pál gullsmið Eyólfsson, er, eptir fyrirsögninni, á að bljóða um útflutningstoll á

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.