Víkverji

Tölublað

Víkverji - 17.07.1873, Blaðsíða 1

Víkverji - 17.07.1873, Blaðsíða 1
Afgreiðslustofa «Vík- verjan er í húsi Gisla skólakennara Magn- ússonar fyrir sunn- an sjúkrahúsið. 1; Víkverji* kemr út á hverjum virkum fimtudegi. Borgun fyrir auglýsingar 4 í‘j fyrir smáletrs- línu eðr viðlíkt rúm. lsta dag innar 13'» vikn sumars, 17. dag júiímánaðar. Vilja guðs, oss og vorri pjóð vinnum. á meðan hrœrist blóð. 1. ár, 11. töloblað. AUGLÝSING FRÁ PÓSTlVIEISTARANUM. Það verðr hér með tjáð öllum póstaf- greiðslumönnum og bréfhirðingarmönnum. að póststjórnin heítr samkvæmt 9. grein í til- skipun 26. febrúar f. á. og 23. grein í aug- lýsingu 3. maí s. á. tekið að sér flutning á Alþingistíðindum 1873 og vikublaðinu *Víkverja», er nokkrir menn hér í Reykjavík gefa út. Ilver póstinaðr á þvi, eins og sagt er í leiðarvísi fyrir bréfhirðingarmenn ö.grein og leiðarvísi fyrir póslafgreiðslumenn 6. grein, að láta panta hjá sér þessi tímarit, þegar sá, er kaupa vill ritin, greiðir fyrirfram fyrir alpingistíðindi andvirði allra tíðind- anna, lrd. 34 sk., og póstgjaldið 22sk., als 1 rd. 48 sk. fyrir Víkverja andvirði þess ársfjórðungs eðr þeirra ársfjórðunga, er kaupandi pantar, 32 sk. fyrir hvern ársfjórðung. Með fyrstu póstferð, eptir að búið er að panta blaðið eðr tíðindin hjá póstmanni, á að senda mér annaðhvort með ávísun á á- reiðaniegan mann hér í Reykjavík eðr í reið- um peningum fé það, er greitt er póstmanni um leið og blaðið eðr tíðindin eru pöntuð hjá mér, og mun eg því næst með inni næstu póstferð senda póstmanni það, er út er kom- ið af tiðindum þeim eðr blaði því, er pönt- uð eru, Þess ber að geta, að hver hreppr getr fengið alþingistíðindin kauplaust, þegargreitt er burðargjald, og verðr því einungis að senda mér 22 sk. fyrir hvert exemplar alþingistíð- indanna, er hreppr vill panta. Exemplar af þessari auglýsingu gengr í stað skrár þeirrar, er um er rætt í 23. gr. af augl. 3. maí f. á., og á það því að liggja á öllum pósthúsum almenningi til nota. PóststofiinDÍ í Reykjavík, 14. júlí 1873. ó. Finsen. Það er einhver in fyrsta skylda blaða- manna, að færa lesöndum sínum óhlut- drægar og sannar sögur af öllu því, er við ber á landinu og þeir fá vitneskju um, eink- um af umræðum og ályktunum á alþjóðleg- um fundum. Vér höfum því útvegað oss skýrslur um ina merkilegustu fundi, er menn hafa átt hér á suðrlandi, síðan er blað vort tók að koma út, og vér munum halda þessu fram að svo miklu leyti, sem oss verðr auð- ið. Það leiðir af sjálfu sér, að rúm blaðs- ins leyQr eigi að skýra frá öllu því, er sagt verðr eðr gjörist á þessum fundum, enda eig- um vér eigi kost á þeim hraðritara, er gæti ‘gefið slíkar skýrslur. Eins sjá menn, að mögulegt er, að sá, er gefr oss skýrslu um fundarhald, hafi getað misskilið það, er fram hefirfariðá fundinum. Vérviljum þess vegna fúslega taka við hverri leiðréttingu á skýrsl- um vorum, er fer fram á, að oss hafi orðið missögn um eitthvert verulegt atriði, en því- tíka leiðréttingu höfum vér eigi fengið enn1, og vér álítum það þar fyrir viðrkent af öllum, er hafa lesið fundarskýrslur vorar, að aðalinni- hald þeirra sé rétt, að vér höfum eigi nokkrum stjórnfyigi-flokki í hag lagt dulur á neitt, né sagt annað en það, er fram hefir farið á fundum. Vér verðum þannig að álíta það skyldu hvers manns, er finnr nokkuð verulegt að athuga við skýrslur vorar, að skýra oss frá athugasemdum sínum á hógværan og siðsamlegan hátt, og vér munum að öllnna jafnaði eigi taka 'tillit til þess, er verðr sagt um skýrslur vorar annaðhvort munnlega eðr af nafnlausum höfundum i öðrum blöðum. Vér viljum þó gera undantekningu frá þessari reglu, þá er ræðir um inn frjálsa þjóðfund vorn íslendinga að Öxará, þar sem þessi 1) Vér teljnm eigi ]ei?)ríttingn herra skúlakeimara Haidúrs bls. 23 í blati vorn vernlega. 41

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.