Víkverji

Útgáva

Víkverji - 24.07.1873, Síða 1

Víkverji - 24.07.1873, Síða 1
AfgreiSslustofa • Vík-' verja» er í húsi Gísla I akólakennara Magn- I ússonar. VerS blaSa- ins er 8 mrk um áriS, \ 2 mrk um ársfjórð. f«Víkverji» kemr út á hverjum virkum fimtudegi. Borgun fyrir auglýsingar 4/3 fyrir smáletrs- línu eðr viðlíkt rúm. lstadag innar 14d“ viku sumars, fimtud. 24. dag júlimánaðar. Vilja guðs, oss og vorri þjóð vinnum, á meðan hrœrist blóð. 1. ár, 13. tölublað. ALÞlNGI 1873. III. þingið heflr þannig á inum fyrstu 11 fundum sínum rætt til endi- legra úrslita 5 af inum 10 konunglegu laga- frumvörpum, er vér gátum um á 26.—27. bls. hér að framan, og skulum vér nú skýra frá meðferð þingsins á þessum frumvörpum. Ið fyrsta mál, er rætt var til lykta, var um niðrjöfnun alpingiskostnaðarins. Eins og mönnum er kunnugt skipar opið bréf af 18. júlí 1848 svo fyrir, að •% af alþingiskostnaði skuli jafna niðr á allar jarðir í landinu, og heflr þar fyrir hingað til eigi verið lagðr neinn alþingistollr á kaupstaðarhús eðr hús á versl- unarstöðum. Alþingi sendi því 1849 þegn- lega bænarskrá til konungs um, að út kæmi nýtt lagaboð, þar sem meðal annars yrði á- kveðið, að alþingiskostnaðinum einnig skyldi jafnað á kaupstaðarhús; en þessu var enginn gaumr geflnn, þangað til að stiptamtmaðrinn, sem var, leiddi athygli stjórnarinnar að þeim ójöfnuði*, er þannig á sér stað, eink- um þegar litið er til kaupstaðarins Reykja- víkr, sem er kjördæmi sér, og hefir eigi lít- inn hag af því að alþingi er haldið þar. í inu konunglega frumvarpi var nú stungið upp á því, að láta virða hvert hús í kaup- stöðum og verslunarstöðum, og að leggja toll á það að réttri tiltölu við jarðirnar, þannig að 100 rd. virði í húsi yrði, eins og ráð er fyrir 1) Til nákvæmari skýringar iier um skulum vir beuda lesendnm vorum á þa% yfirlit yflr alþingiskostnabinn 1865, 66, 67 og 68, er prentaí) er í síbara parti af alþingistííiindunum 1869, viíbæti bls. 135. Keykjavík beflr samkvæmt þessu borgab 1865: 8 r d 1. 4 0 sk. af 3164 rd. 44 sk , 1866: 1 2 r d 1. 7 4 s k. af 4772rd. 80. sk., 1867: 12 rdl. 89 sk. af 4851 rdl. 27 sk., 1868: 1 7 r d 1. 8 8 8 k. af 6592 rdl. 84 sk. Á Inum sömn árum galt t. d. Strandasýsla 1865: 67 rdl. 23 sk., 1866: 100 rdl. 9 sk., 1867: 101 rdl. 55 sk., 1868: 137 rdl. 37 sk. gjört í alþingistilsk. 8. marts 1843, 3. grein, álitið jafngildi jarðarhundraðs, og hús- eigandi svaraði sama tillagi til alþingiskostn- aðar af því, og jarðeigandi af hundraði í jörðum. Um Reykjavík skyldi þó fara á sér- stakan hátt með tilliti til þeirra hlunninda, er hún hafði af alþingi. Hún átti að borga V21 part af öllum alþingiskostnaði, og átti að jafna þessu tillagi niðr á kaupstaðarbúa eptir efnum og ástandi. Auk þessarar breytingar var stungið upp á því, að alþingistollinum yrði jafnað bein- línis á jarðirnar eptir dýrleik þeirra. Sú niðr- jöfnun, er nú væri, ylli því, að tollrinn kæmi ójafnt niðr á þá bændr, er sjálflr sitja á jörðum sínum, og þá jarðeigendr, er hafa bygt þær öðrum. Þar að auki væri niðr- jöfnunin hreppstjórum til mikillar fyrirhafnar, þar sem þeir ættu að búa til inar árlegu niðrjöfnunarskrár. Nefnd sú, er þingið kaus I málið (Stefán þm. Eyf., Haldór þm. Rvk. og Erlendr þm. Nþingey.) lagði það til, að þingið réði konunginum frá, að frumvarpið yrði gjört að lögum, og færði það einkum til, að engin óánægja væri á milli landsmanna út úr greiðslumáta þeim á alþingiskostnað- inum, er ákveðinn er í opnu bréfl 18. júlí 1848, að best væri að fresta líkum ákvörð- unum og þessum þangað til réttarbætr þær, er standa til í skattalöggjöf vorri og land- búnaðarlögum vorum, væru komnar í kring, og að eigi ætti að setja sérstakar ákvarðanir fyrir Reykjavik, fyrr en bæarráð hennar væri búið að segja álit sitt um þessar ákvarðanir. Eins og vér erum búnir að segja, var upp- ástunga nefndarinnar viðtekin með atkvæða- Ijölda. Frumvarp það um lestagjald af hvalkjöti — ætti að vera af hvali eðr hvalskrokkum, þar sem frumvarpið á bæði við rengi og 45

x

Víkverji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.