Víkverji - 24.07.1873, Síða 2
50
þvesti — er rætt var lil lykta 16. þ. m.,
hefir sprottið af þv(, að amtmaðrinn yfir
norðr- og austrumdæminu hafði leitt atliygli
dómsmálastjórnarinnar að því, að æskiiegl
væri, að slakað yrði svo til um lestagjald,
að hvalaveiðamenn gætu séð sér fært að
flytja hvalskrokka í land, þegar búið er að
skera spikið af þeim.
Nefndin (Páll þm. NMúlasýslu, Torfi
þm. Strandasýslu og Davíð þm. Skagfirðinga)
réð þinginu að ráða konungi frá að gjöra
þetta frumvarp að lögum, og færði einkum
það til í ástæðum sínum, að það virtist eigi
vert fyrir þingið að gjöra neitt við frumvarpið
í samvinnu við þá stjórn, er landsmönnum
er þvert um geð; þar að auki bendir nefnd-
in á, að hvalaveiðar í kringum land vort nú
muni vera á förum, og að frumvarpið opn-
aði veg til þess að fara í kringum verslun-
arlögin. fegar málið kom til ályklarumræðu
á þinginu, létu fleiri þingmenn alveg gagn-
stæða skoðun í ljósi, þar sem þeir sögðust
ætla, að lögin um lestagjald gætu eigi náð
til þvestis eðr rengis af hvölum, er veiddir
væru í kringum landið, því að hingað til
hefði alment verið álitið, að það væri
öllum fiskiskipum leyfilegt að selja lands-
mönnum af afla sínum; frumvarpið væri því
sprottið af misskilningi tómum. J>essa skoð-
un sýndust flestir þingmenn að aðhyllast, og
var uppástunga nefndarinnar þar eptir við-
tekin.
Konungsfrumvarpið um Ijósmœðraskipun er
bygt á uppáslungu frá stiptamtmanninum,
er var. í frumvarpinu er talað um, að
brýna nauðsyu beri til að gjöra verulega
breyting á Ijósmæðraskipnn hér á landi.
Nú eru að eins skipaðar 65 ljósmæðr, og af
þeim 37 i suðrumdæminu, eðr hér um bil 1
fyrir hverja 650 manns og hverjar 12 fæð-
ingar; 8 í vestrumdæminu eðr að tiltölu 1
fyrir hverja 2,125 manns og hverjar 69 fæð-
ingar, og 23 í norðr- og austrumdæminu
eðr að tiltölu 1 fyrir hverja 1,200 manns,
og fyrir hverjar 39 fæðingar. Til launa
handa þessum 65 Ijósmæðrum eru að eins
veittir 100 rd. als. ' Til þess að bæta úr
þessum skorti á Ijósmæðrum, stingr frum-
varpið upp á því, að stofnuð verði nokkur
Ijósmæðraembætti í hverri sýslu með 20—30
rd. árlegum launum. Hver sýsla eigi sjálf að
launa Ijósmæðrum sínum, og eigi sýslunefnd-
in og amtsráðið að ákveða, hve margar Ijós-
mæðr eigi að vera ( sýslunni.
Nefndin stakk upp á því, að alþingi
beiðist þess, að konungrinn fresti því að
sinni, að gjöra frumvarpið að lögum, og færði
einkum þá ástæðu til, að ókleyft mundi verða
fyrir sýslusjóði eðr landssjóð að bera þann
kostnað, er leiddi af fyrirkomulagi því, er
stungið var upp á, enda væri það tekið skýrt
fram af flestum, ef eigi öllum, af bænar-
skrám þeim, er komið hafa til þessa þings
frá þjóðinni, að þingið ráði frá öllum nýum
álögum á landið, svo lengi alþingi eigi hefir
fengið löggjafarvald og fjárforræði. t’ingið
aðhýltist tillögu nefndarinnar.
Frumvarpið um stofnun sjómannashóla
er svo undirkornið, að alþingi 1869 ritaði
konungi bænaskrá og beiddi þess, að sjó-
mannaskóli yrði sem fyrst settr hér á landi,
þar sem mönnum gæfist tækifæri á að læra
sjómannafræði, og að við skóla þenna yrði
seltr 1 launaðr kennari. Konungr svaraði,
að hann væri málinu hlyntr, en að fé vantaði
til að stofna skóla þann, er alþingi hafði beð-
ið um, og ritaði þá alþingi 1871 konungi
bænarskrá, þar sem beðið var um, að þeim,
er notið hefðu kenslu hjá innlendum sjó-
mannafræðingum, gæfist kostr á ókeypis að
ganga undir próf hjá skipstjórnarmanninum
á póstgufuskipinu eðr foringjanum á inu
danska herskipi hér við landið ásamt kenn-
aranurn í reikningslist við inn lærða skóla
hér í Reykjavík, og að þeir, er staðist hefðu
þetta próf, fengju in sömu réltindi, sem danskir
stýrimenn. í frumvarpi þvi, er nú kom fram,
er gjörl ráð fyrir að stofnaðr verði skóli í
Reykjavík, og við hann settr einn kennari,
að próf í sjómannafræði verði haldið við
þenna skóla tvisvar á ári, og að hverjum
manni, er hefir verið í fðrum (siglt á þilskip-
um) í 4 mánuði, verði Ieyft að ganga ókeypis
undir prófið. Eins og vér höfum áðr skýrt
frá, fá þeir, er lokið hafa þessu prófi, ein-
ungis heimild til að vera skipstjórnarmenn og