Víkverji

Tölublað

Víkverji - 31.07.1873, Blaðsíða 4

Víkverji - 31.07.1873, Blaðsíða 4
þess gagnvart þjóðinni, til þess að það taki upp í álitsskjal sitt lil konnngs varauppá- >tungu«, og hljóðar hún þannig: 1, að alþingi fái nú þegar fult Iðggjafarvald og fjárforræði, þó með þeim skilyrðum a, að engin föst fjárhagsáællun sé akveðin, heldr sé fjárhagsáætlunin fyrir hver tvö ár lögð fyrir hvert alþingi til sam- þykkis, og b, að engin gjöld eðr álögur verði lagð- ar á ísland til sameiginlegra mála. 2, að sérstakr ráðgjafi sé skipaðr í Kaup- mannahöfn fyrir íslands mál, sem hafi ábyrgð á stjórnarstörfum sínum fvrir al- þingi. 3, að þessi stjórnarskipun sé ákveðin að eins til bráðabyrgða og eigi nema til næsln 6 ára eðr 3 alþinga, en að þeim tíma liðnum sö stjórnarskípunarmálið í heild sinni lagt fyrir ið löggefandi al- þing að nýu, enda sé þá landsréltr ís- endinga óskerlrað öllu. Enn til vara leggr nefndin til, að þingið beiðist þess, að þjóðfundr með fullu samþykt- aratkvæði verði samankallaðr á íslandi árið 1874 samkvæmt kosningarlögunum frá 28. septbr. 1849, og að fyrir þann fund verði lagt frnmvarp til sljórnarskrár, bygt á sama grundvelli sem ofangreint frumvarp nefnd- arinnar. þegar nefndarálit þetta kom til timræðu á þinginu, tók konungsfnlltrúi fremr vonum velvildarlega í málið og setjum vér hér ið helsta af því, sem hann sagði: ' Fyrri varauppástunga nefndarinnar virðist mér að benda að þeim vegi, sem þingið á að fara, ef það æskir frjálsrar stjórnarskip- unar. Eg skil nefnilega varauppástunguna á þann hátt, að hún fer fram á það, að þingið biðji Hans Ilálign Konunginn af konunglegri náð sinni að gefa landinu stjórnarskrá, og að gefa hana svq frjálslega og óskum þings- ins svo samkvæma, sem frekast er unt, og eg álít þenna veg inn heppilegasta, þvf, hvort sem er — sljórnarskráin á að vera náðargjöf konungs, eins og grundvallarlög Danmerkrríkis vorn náðargjöf konungs, og þessvegna getum vér eigi með neinu móti fengið betri kjör í þessu tilliti en með þvr að fela konungi málið á hcndr —; en upp- ástunga nefndarinnar fer sumpart of langt, sumpart of stutt. Það vírðist mér of óákveðið að eins að biðja um fjárforræði og löggjafarvald, því þá er gjört ráð fyrir, nð alþingi að öðru leyti haldi fyrirkomulagi því, er ákveð- ið er f alþingistilskipuninni, og það mun reynast harla ónógt og óhentugt fyrir lög- gjafarþing. IVlér virðist því eigi líklegt að H. H. Konungrinn mnni vera fús á að veita þinginu löggjafarvald án þess undir eins að ákveða alt það, er í sambandi þar við út- heimtist til að gefa landinu frjálslega og góða stjórnarskipun, og þar sem samkomu- lag er komið á um öll þessi atriði að und- anteknu því einu, hvernig haga eigi inni æðstu stjórn landsins og ábyrgð þeirri, er henni er samfara, virðist mér það einnig frá þingsins hálfu of óákveðið að biðja um löggjafarvald á þennan hált. Á hinn bóginn virðist mér það ísjárvert að samþykkja þau atriði, sem sett eru í vara- uppástunguna sem skilyrði, því þau eiga ekki að hafa þá þýðingu, að þau, ef að kon- ungrinn eigi getr aðhylst þær, spilli málinu í heild sinni, Hcfði eg verið nefndarmaðr, mundi eg hafa stungið upp á því, að alþingi beiðist þess, að konungr veiti oss þessa náðargjöf til þjóðhátíðar vorrar, sem fer í hönd ásumri komanda, því eg get eigi ímyndað mér neitt, sem mundi vera konunginum og þjóðinni kærara við þetta hátíðlega tækifæri, heldren þetta, en sé það svo, verðr að laga bænar- skrá þingsins um stjórnarbótarmáiið þannig, að þingið geti átt það víst, að hún verði tekin til greina á pann hátt, að stjórnar- skráin verði lögleidd að minsta kusti til vors komanda. Um seinni varauppástungu nefndarinnar fór konungsfulltrúi hér um bil þessum orð- um: Eg skil eigi, hvernig menn geti lagt meiri þýðingu í samþykki þess konar þjóð- fundar heldr en í samþykki alþingis, þar það segir sig sjálft, að samþyktaratkvæði það, sem þjóðfundrinn ætti að hafa, eigi með

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.