Víkverji - 31.07.1873, Blaðsíða 3
55
tun refsivald hegningarstjórnarinnar, er lagl
var fyrir [lingið.
Nefndin skiptist í 2 hluti, tneiri hlutinn
(Benedikt þm. Árnesinga og Jón þm. S. Þing-
eyinga) tók fram, að þetta mál stæði í sam-
bandi við stjórnarskipun þá, sem nú er.
iiÞað er sem sé inu heiðraða þingi kunnugt,
að in coustitutionelle (þannigl) stjórn t Dan-
mörku helir nú sem stendur ein töglin og
hagldirnar um löggjafar- og fjárhagsmálefni
vor, en lætr inn nýskipaða landshöfðingja
hafa á hendi það, er henni sýnist af fram-
kvæmdar- og umboðsvaldinu. Það er nú
hvorttveggja, að þetta stjórnarfyrirkomulag
er á komið þvert á rnóti vilja þjóðarinnar
og beint ofan í ráð og tillögur alþingis, enda
heíir það eigi heldr, að vorri hyggju, neitt
við að styðjast hvorki í inum almenna þjóðar-
rétti né sögulegum og löglegum landsrétti
íslands, og þar sem nú in «constitutionelle»
sljórn í Danmörku helir, svo sem þegar var
framtekið, heimildarlaust dregið undir sig
öll ráðin um löggjafarmál vor og lagafrum-
vörp, er útkoma árlega, þá leiðir þar af,
eins og líka sýnir sig sjalft, að flestar þær
lágaákvarðanir, sem út liafa komið in síðustu
ár, eru óþjóðlegar og miðr hæfilegar til að
fullnægja þörfum og kröfuin þjóðarinnar».
Minni hluti nefndarinuar (Gudmundr þm.
Dalamanna) vildi eigi aðhyllast þessa rök-
semdaleiðslu, eu var meiri hlulanum sam-
dóma í að ráða frá, að frumvarpið nái laga-
gildi, eins og það nú liggr fyrir, og varð
þetta niðurstaðan á alþingi.
9. Nefndin í stjórnarskipunarmálinu (Jón
þm. S. Þingeyinga, Guðmundr þm. Dala-
manna, Páll þm. Húnvetn., Eiríkr þm. Barð-
streudinga, Haldór þm. Beykv., Benedikt
þm. Árnesinga og Davíð þm. Skaglirðinga)
fer í álitsskjali sínu fyrst nokkrum orðum
um það, að almenn og megn óánægja á sér
stað um gjörvalt ísland sökum þess, að in
lögbundna ráðgjafastjórn í Danmörku hefir,
eins og gefr að skilja upp á sína ábyrgð,
sem <iconstitulionell» stjórn fyrir Danmörk
°g ísland í sameiningu, útvegað staðfestingu
Haus Hátignar Kouuugsins á stöðulögunuin
al 2. jauúar 1871, sem auk þess, er þau
heimila ríkisþingi Dana löggjafarvaldið ylir
inni íslensku þjóð í inum sameiginlegu mál-
efnum, þar að auki leggja alla stjórn og lög-
gjöf «íslands svo kölluðu sérskildu mála í
hendr danskra ráðgjafa».
Enu fremr segir nefndin, að inar fyrir-
liggjandi bænarskrár og ávörp bera þess
Ijósastan vottinn, að in íslenska þjóð getr
ekki með nokkru móti við «þetta stjórnar-
fyrirkomulag og þessar stjórnarathafnir (lög
þau, er út eru komin síðan 1871) unað, sem
hver fyrir sig og allar tii samans tekuar ríða
í augljósasta bága við stjórnarlög íslands,
konungalögin og alþingistilskip. 8. mars 1813
í sambandi við sjálfsagt og af sjálfum Dana-
konungi margsinnis viðrkent jafnrétti innar
íslensku þjóðar móts við Dani». t’ar eptir
vísar nefndin til ávarps þess, er henni var
fengið í hendr frá þjóðfundi þeim, sem áttr
var 26—29 f. m. á inum forna alþingisslað
og getr þess, að hún hafi álitið sér skylt að
semja nýtt frumvarp til stjórnarskrár íslands
á grundvelli undirstöðuatriða þeirra, er sam-
þykt voru á í’ingvallafundinum, og fer loks-
ins þeim orðum, er nú skal greina:
«En jafnframt og nefndin þannig gjörir
það að aðaluppástungu sinni, að ið heiðraða
þing fari þess á leit við Hans llátign Kon-
unginn, að hann veili frumvarpi þessu allra-
hæstu staðfestingu sem stjórnarskrá fyrir (s-
land, og jafnfraint og nefndin lýsir yfir þeirri
fastri sannfæringu sinni, að sú stjórnarskipuu,
sem frumvarpið fer frain á, hljóli, er það
fær lagagildi, að bera blessunarríkustu ávegsli
fyrir land vort og lýð, að vekja iua íslensku
þjóð til áhuga, framkvæmdar og atorku í and-
legum og líkamlegum efnum, og að binda
hug og hjörtu íslendinga því nánara bandi
við konungsættina í Danmörku, jafnframt
þessu hefir nefndin með sérlegri hliðsjón til
innar konunglegu auglýsingar til þessa þings
á einn veg, og innar megnu óanægju innar
íslensku þjóðar með ið factiska stjórnar-
fyrirkomulag á hinn bóginn, komist til þeirrar
niðrstöðu, að ráða inu heiðraða þingi, svo
að það eins og að undanförnu, gjöri allar
þær miðlunar- og sáttatilraunir í þessu máli,
sein slaðist geta með verkahring og skyldu