Víkverji

Tölublað

Víkverji - 31.07.1873, Blaðsíða 7

Víkverji - 31.07.1873, Blaðsíða 7
nldrei verið eins langt leiddir, að fara með lier liver á hendr uðrnm, eins og út nf fjár- kláðanum. |>ó hefir hamingjan svo við vikið, að til þessa höfum vér eigi látið vígahug þenna bitna beint á vorum sannkristna ná- unga, heldr liafa inir her-skáustu meðal vor bent inum bitru sigðum sínum að — sauð- skepnunni, enda hafa margar sekar og sak- lausar (þ. e. kláðasjúkar og ósjúkar) rollur orðið að fella kollinn fyrir örugga framgöngu inna ótrauðu kappa. Reyndar heflr kláðastríð vort aldrei verið þannig lagað, eins og vér höfum heyrt danskan prófessor lýsa því einu sinni frá kenslustólnum fyrir lœrisveinum sínum; hann sagði, prófessorinn, að afkláð- anum hefði risið sannkallað stríð á íslandi; norðlendingar hefðu farið herför til suðr- lands og ætlað að drepa niðr fjárhjarðir sunnlendinga, en sunnlendingar vildu forða fjöri sauða sinna, og vörðust drengilega, og sóttu svo fast að með heykrókum, ljáum og skammorfum, að norðlingar sáu sitt óvænna, og urðu að hörfa heim aptr við svo búið. Oss þótti saga þessi eigi nærri eins skemti- leg, eins og leit út fyrir, að hinum áheyr- öndunum þætti hún, enda er það heldr eigi neitt gleðiefni, að vera staddr í útlendu landi, og heyra þess konar «Molbúa-sögur» um landa sína — því saga þessi á auðsjáanlega mikið skylt við «Molbúana», þá er þeir sóttu að blóðmörs-iðrinu forðum •—, en enn leið- irilegra þykir þetta áheyrnar, ef menn vita, að þeir hafi sjálGr geQð nokkurt tilefni lil, að þess háttar sögur eru smíðaðar um þá af út- lenskum þjóðum. Af því, að landslag í INorvegi og atvinnu- greinir manna þar eru í mjög mörgu næsta áþekkir |>vf, er hér á landi er, eðr gæti hér verið, þá ímyndum vér oss, að lesöndum vorum þyki eigi ófróðlegt að heyra, hve víð- fari kláðinn er þar, og skulum vér nú þegar sýna mönnum stuttan útdrátt úr skýrslum þeim fyrir árin 1868—69, ervér höfum með höndum um þetta efni. Að öðru er þess getið í skýrslum þessum, að kláðinn, jafnt sem önnur fjárveikindi, fari jafnan mínkandi ár frá ári f Norvegi, og má þakka það fjölg- un dýralækna, og bctri fjárrækt og umhirðu um skepnur almenl. Árið 1868 var als 34,908 sauðkindr, og 1274 geitr, kláðasjúkt í Noregi, og var fé þelta á dreifingu hér og hvar um fjögur ömt; þannig var kláðans enn vart í Smáléna-amti (Smaalenenes-amt), en þó var hann ekki eins víðnæmur þar, eins og hann hafði verið að undanförnu; á nesjunum bar hvað mest á honum. í Lister-Mandah-amti var kláðinn enn næsta útbreiddr í Hegebóstad-héraði; var þar á kosnað amtmsins læknað 1,952 sauðfjár og geita. í nyrðra Bergenhus-amti var tala ins kláðasjúka sauðfjár og geita 29,280; var fé þetta dreift yfir ýms héruð og sóknir amts- ins, nefnil. í Ytri-Ilólmadal: 9,988, Askevold: 2,233, Hyllestað: 13,044, Laðvík: 873, Innri Ilólmadal: 86, ogíVíkr, Brekku-og Eyvind- arvíkrsóknum als: 3,064; er því við bætt, að til að lækna fé þetta hafi gengið 160 pottar jarðarolíu (steinolíu) og 3,890 pnd tóbaks. í Ruumadals-amti hafði kláðans að undanförnu orðið vart í fógetadæminu Norðrmæri, en nú var honum al-mýgjað þar; þar í mót voru 260 kláð-sjúkar kindr til lækningu í Rauma- dals-fógetadæmi, og í fógetadæminu Suðrmæri varð kláðans vart í niörgum sóknum; þó var hann hvað skæðastr I héruðum Ulfsten og Örskóg; var þar læknað á kostnað amtsins 4,847 fjár, og er talið, að til þess hafi gengið 1,636 pd tóbaks. Árið 1869 var tala ins kláð-sjúka sauð- fjár í Noregi 12,497, og geitfjár 199; er það talsvert minna en hið undanfarna ár, en út- færsia sýkinnar er lík, því að hún var, eins og á 1868, dreifð hér og hvar yfir fjögur ömt, þ. e. Lister-Mandah-amt, Stafangrs- amt, nyrðra Bergenhús-amt (8,170 fjár; tilað lækna það gengu 1,684 pnd tóbaks), og Raumdah-amt. í «Bergensposten» 19. d. aprílm. 1873 er prentuð skýrsla sú (Medicinalbe- r e t n i n g), er amtsdýralæknir Konow í Björgvín hefir sent amtinu um heilendis-far húsdýranna'árið 1872; Konow segir þar, að fjárkláðinn hafi verið næsta almennr í umdæmi sínu (Norðrhörðalattdi), en eptir að komið

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.