Víkverji

Útgáva

Víkverji - 11.09.1873, Síða 1

Víkverji - 11.09.1873, Síða 1
Afgreidsluítofa «Vík- ’ verja» «r í /iíísí Gts/a | slcólaltennara Magn- ússonar. Verð blaiís- . ins er 8 tnrk um árið, | 2 mrk um ársfjórð. .VÉBLVER*?!. '« Víkverji» kemr út á hverjum virkum fimtudegi. Borgun fyrir auglýsingar 4 fi fyrir smáietrs- línu eðr viðlikt rúm. 1 et» dag innar 21tu viku sumars, fimtud. 11. dag septembermán. Vilja guðs, oss og vorri pjóð vinnum, á meðan hrœrist blóð. 1. ár, 2. ársfjórðungr, 24. tölublað. NOREGUR. Eptir Björnstjerne Björnson. Eina veit eg fjallkonu faldaða snjá, þar finst ekki vor nema í sprurigunum blá, cn svo kemur hafið með sögunnar klið, og svo er hún elskuð sem móðir af nið. Hún knésetti brosandi börnin sín smá, og bók sína fékk oss með myndunum á, vér lásum, uns tárin oss ljómuðu á kinn, þá leit bún svo vonglöð á hópinn sinn. Vér hlupum til sjávar og sáum þar slein, er situr og geymir tóm fornmanna bein, þá stóð hún og þagði svo forn og svo fróð, en fjörðurinn kvað eins og víkingaljóð. Og svo gekk bún með oss svo svipstór og hljóð og sýndi oss hvar kirkjan hin heilaga stóð, þar feðurnir leituðu i lífinu að hlé, og ljúflega mælti þá: beygið hér kné! Svo þyrlaði hún snjónum um þverbratta hlíð, «g þá lét hún drengina reyna sín skíð; svo mölvaði’ hún stormhendi straumkólgu-gler og stafnfákum kendi oss að renna um ver. Þá sýndi hún oss blómleg og brosandi fljóð, og bauð þeim að kveða oss hin hjartnæmu Ijóð, en sjálf sat hún efst upp á sögunnar stól, með silfurbjart fanndjásn, við norðurheims pól. Þá dundi oss lögeggjan: fram, fram, ó, þjóð! á forntungu áanna titruðu Ijóð: upp manndáð og frelsi, og feðranna sál! þá fyltust sjálf björgin með lifanda inál. Þá hrundi fram andans hinn aflrammi foss, og eldhrannir guðbornar féllu yfir oss, þá loguðu fjöllin! Ó, felmtrandi sýn, þú fyrnist oss aldrei, uns lífstíðin dvín! M. J. FERÐÍR BÚFRÆÐINGSINS. Búnaðar- félag suðramtsins hefir nú fengið skýrslu frá Sveini Sveinssyni um ferðir hans í Borgar- fjarðarsýslu, og setjum vér hér, með mann- úðlegu leyfi félagsforseta, herra skólakennara Haldórs Friðrikssonar, þau atriði í skýrslu þessari, er vér ællum, að almenningi muni þykja fróðlegust. Jarðarræktinni er hér í sýslu, sem víð- ast hvar annarstaðar, í ærið mörgu ábótavant, og er það víst, að ef fólk hefði kunnáltu, gæti það víðast hvar haft að minsta kosti tvöfalt, og víðast hvar margfall meira gagn af túnum sínum, en nú gerist. Eptir því, sem eg hefi komist næst, fær fólk víðast hvar 5 kapla af dagsláttunni, ef hún cr þýfð, en vanalega fá menn 15 kapla af henni, er hún hefir sléttuð verið. J»ó að nú túnin aldrei væru nema þýfð, gætu þau þó gefið nokkru meira af sér, ef vel vœri borið á, en þetta er optast það, er vantar, þar sem krapt þýfi er, er æði seinlegt og torsótt að flytja áburðinn á túnið, og eru það allmargir, er leiða þetta hjá sér, og láta þúfurnar heldr vera áburðarlausar, eðr láta sér nægja að bera á þær þriðjung eðr fjórða hlut þess, er með þyrfti. Vest af öllu er þó meðferðin á á- burðinum og það hjá öllum eins. Alslaðar er kúaþvag og lögrinn af áburðinum látinn renna burt, allri ösku og úrgangi fleygt annaðhvort í traðirnar eðr lækinn, og sauða- taðið alstaðar brent, ,og það þó nægilegt og golt mótak sé næstum alstaðar nálægt bæ- unum. Verkfœri þau, er búnaðarfélagið hefir gefið til ýmsra, hafa vakið athygli fólks á því, 93

x

Víkverji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.