Víkverji - 18.09.1873, Blaðsíða 2
98
það, er Þjóðólfr segir afhrakningu þess suðr
í Voga, er að eins hugarburðr, eðr hér er
og, sem optar má verða, fljótlega farið eptir
fljótlegum skyndifregnum. Árni hefir nú bætt
skip sitt, svo að það er nú aptr fullkomlega
sjófært; hefir hann getað neytt aptr siglu-
trjá þeirra, er höggvin voru.
FJARKLÁÐINN. Á fóstudaginn var, 12 þ. m., 4tti
aft rétta fí*nu ár Grindavík á Selsvóllum. Sýslumabr-
inn reib fyrir því þanga?), og skipabi tveimr bændum
ár Innri-NjarÍJvík, Asbirni Ólafssyni og J6ni Magnás-
syni, ab koma í rettina, og skofca féií), en er komib var
í réttina, bófítu Grindavíkrmenn rekií) nær alt fé þeirra
heim; kom því aí) eius árgangr, nær þrír tígir kinda.
fram í réttinni. þotta fé var skobab meí) tilsjón sýslu-
manns, og faiist kláibavottr í tveimr ám frá Hápi, og
einni kind ár Njar?)vík. Sfban reib sýslumaírinn nibr
í Grindavík, og fyrirskipabi þar almenna skobun á oll-
um bæom, og muno innanhreppsraenn hafa framkvæmt
skobun þá inn 15. og 16. d. þ. m., og þeir sira Eld-
Járn á Stab, og Haflibi á Hápi og Kinar í Garbhásom
verib forgóngumenn.
TALA DÓMANDA í FJÓRÐUNGSDÓMLM
Á ALþlNGI. í Aarböger for nordisk Old-
kyndighed og Historie 1873, 101.—250. bis.,
er prentuð ritgjörð um ístensk lög á pjóð-
veldistímanum, samin af Vilhjálmi Finsen.
Svo sem kunnugt er, hefir Próf. Dr. Konráð
Maurer samið ritgjörð um Grágás. Sú rit-
gjörð er prentuð í Allgemeine Eneyclopádie
der Wissenschaften und Kunste, 77. b. 1.—
136. bls. Þessi ritgjörð Maurers heflr gefið
tilefni til ritgjörðar V. Finsens, því að V.
Finsen hefir í sumu aðra skoðun um in
fornu lög vor, en Maurer, og er það til-
gangr ritgjörðar hans, að leiðrétla ýmislegt,
það er Maurer hefir sagt um uppruna Grá-
gásar. Vilhjálmr Finsen ætlar, að Grágás í
heild sinni sé safn einstakra manna af lög-
um, er sett hafa verið af lögréttunni, en.hún
sé eigi safn af réttarvenjum eða siðvanarétti
né fram komin af vísindalegri starfsemi eða
lögskýringum lögfróðra manna, þótt vera
megi, að í henni finnist einstakar setningar
eða réttarreglur, er sprottnar sé af siðvana-
réttinum. — jþessu er eg alveg samþykkr.
En eitt atriði vil eg leyfa mér að taka fram,
sem Maurer og V. Finsen greinir á um, þar
sem eg heldr halla mér að skoðun Maurers.
f’að er um tölu dómandanna í fjórðungsdóm-
unum. Allir þeir, er um þelta mál hafa rit-
að alt fram að árinu 1845, hafa haft þá ætl-
un, að dómendrnir í hverjum fjórðungsdómi
á alþingi hafi verið níu, einn nefndr í dóm
af hverjum þeirra goða, er fóru með in fornu
og fullu goðorð, svo sem þau voru, áðr en
(imtardómrinn var stofnaðr 1004. Svo sem
kunnugt er, voru þrjú þing og níu goðorð í
hverjum landsfjórðungi nema í Norðlendinga-
fjórðungi; þar voru fjögur þing og tólf goð-
orð. Ef nú dómendr voru í Norðlendinga-
dómi, þá gátu eigi nema níu af þeim tólf
goðum nefnt þar mann í dóm. Amtmaðr
Páll Melsteð er inn fyrsti, er dregið hefir í
efa ina eldri skoðun um dómaratöluna. Hann
hefir í Nýjum athugasemdum við nokkrar
ritgjörðir um alþingismálið, Reykjavík 1845,
108.—110. bls., lálið þá skoðun í Ijós, að
hver fjórðungsdómr á alþingi hafi háft 36
dómendr, og hefir stutt þá skoðun sína með
þessum ástæðum; — 1) að í vorþingsdóm-
unum voru 36 dómendr, og með því að fjórð-
ungsdómarnir á alþingi voru í einstökum tii-
fellum jafnvel skipaðir yfir vorþingsdómana,
þá sé það ólíklegt og óreglulegt, að inir fyr-
nefndu hafi haft færri dómendr; — 2) að það
virðist vera föst regla í inum fornu íslensku
lögum, að 36 dómendr skyldu dæma þær
þær sakir, er mikils voru umvarðandi, að
minsta kosti á inum venjulegu þingum; —
3) að færri en 6 dómendr máttu eigi ganga
til vefangs við fjórðungsdómana, en sú tala
verðr of stór, ef dpmendrnir voru eigi fleiri
en 9, því að minni hlutinn gekk til vefangs.
Við vorþingsdómana, þar sem 36 menn
dæmdu, var fylgt sömu reglu um tölu þeirra,
er ganga máttu til vefangs; — 4) að Njáls-
saga segir með berum orðum í 98. k. 150.
bls., að þrennar tylftir hafi átt að dæma í
hverjum fjórðungsdómi. far næst hefir Próf.
K. Maurer fram sett ina sömu skoðun í
Entstehung des islandischen Staats und seiner
Verfassung, Múnchen 1852, 177.—178. bls.,
og var haon þó þá óvitandi um, hvað amt-
maðr P. Melsteð hafði áðr sagt um þetta mál.
Ina sömu skoðun hefir Maurer látið í ljós í
Die Quellenzeugnisse iiber das erste Landrecht