Víkverji - 09.10.1873, Síða 2
110
LATÍNUSKÓLINN. Fyrsta dag október-
mánaðar kl. 11 f. m. var skóli settr. Voro
þar við staddir skólakennararnir og allir skóla-
piltar, þeir er þá voru komnir til bæjarins,
og nokkrir menn aðrir. Skólasetningin byrj-
aði með því að sungið var eilt vers. Að því
búnu lýsti skólastjórinn yfir því, að skólinn
væri settr, sagði skólapiltana vel komna og
kvaðst óska og vona, að samvinnan milli
kennaranna og lærisveinanna mundi á þessu
skólaári fara vel og farsællega, eins og að
undanförnu og fór því næst nokkrum orð-
um nm, hvað nauðsynlegt væri afhálfu hvorra-
tveggju, kennaranna og lærisveinanna, til þess
að slík samvinna gæti gengið vel. I*ví næst
las hann upp skólaröðina, til þess að vita,
hverjir væri enn ókomnir af skólapiltum og
voru þeir 7; þá las hann upp skólareglnrnar
ogútlistaði þær fyrir nýsveinunum. Því næst
las hann upp bréf frá yfirstjórnöndum skól-
ans um ölmusuveitingarnar. Þá talaði hann
um nýsveinapróf og próf nokkurra inna eldri
pilta, er eigi höfðu getað lokið prófi sínu í
júnímánuði, og um ið venjulega bókauppboð
skólapilta. Um skólabækr tók hann það fram,
að hver piltr þyrfti að eiga orðabók og mál-
fræði í hverju því máli, er hann lærði í skól-
anum. Athöfnin endaði með því, að eitt vers
var sungið.
1. og 2. dag októbermánaðar var próf-
aðr og því næst tekinn f neðsta bekk ný-
sveinninn Niels Michael Lambertsen, fæddr
2’/t 1859, Lambertsensson verzlunarmanns
f Reykjavík.
4. þ. m. kl. 4 e. m. d. byrjaði undir-
búningslestrinn á skólanum og fer hann, svo
sem áðr hefir vcrið, framvegis fram á hverj-
um degi frá 4.—7. st. og 8.—10. st. síðara
hlut dags.
Kenslan byrjaði 6. þ. m. kl. 8 um morg-
uninn og fer framvegis fram frá 8.-2. st.fyrra
hlut dags, 6 stundir á hverjum virkum degi,
og er þar að auki piltum kend leikfimi í
hverjum bekk 2 stundir í viku.
Kennararnir eru inir sömu og í fyrra, nema
að trúarfræði nú er kend af kandídötunum
Steingrími Hannessyni, erþarað auki kennir
dönsku 4 tlma í viku, og Lárusi Haldórs-
syni, og hafa stiptsyfirvöldin sett báða þessa
kandídata til að hafa þessa kenslu á hendi.
Síðan er sira Jónas flutti sig héðan úr bæn-
um og Jens rektor andaðist, liefir skólinn
engan fastan kennara haft f trúarfræði.
MANNSKAÐI Á FLÓAA.’ANNA-AFRÉTTI.
Skilvís maðr i Gnúpverjahreppi hefir ritað
oss um mannskaða þan, er þar varð í in-
um síðustu fjallgðngum, þannig: Næstliðinn
mánudag (22. sept.) var hér dæmalaus rign-
ing mestallan daginn og hleypti því ógnafiugi
í allar ár, og einna helst í smá-ár. Seint
þann dag komu 4 menn sunnan úr Flóa, sem
ætluðu til fjárleita, að Þverá — hún rennr
hér ofarlega um hreppinn í Þjórsá milli Foss-
nes og Haga. Áin var orðin mikil. Tveir af
mönnum þessum riðu út í; komst annar upp
yfir, en hinn fór af hestinum í kafinu og tók
straumrinn, sem er mikill í ánni, við honum,
og flutti hann fram í Þjórsá. Hestrinn komst
á land, en maðrinn hefir eigi sést síðan.
Sagt er, að hann hafi heitið Helgi Helgason
frá Hellukoti í Stokkseyrarhrepp, ungr maðr.
Daginn eptir urðu 5 norðrleitarmenn úr Fló-
anum á undan hinum leitarmönnum fram f
Grímsstaði, áfangastað fjárleitamanna, er svo
heitir. Það er gegnt Hrunakróki í Ylrahrepp.
Þeim kom til hugar að fara, meðan þeir biðu,
út yfir ána að Hrunakróki til þess að fá sér
hressingu þar, en áin var mikil, því að lítið
var hún farin að minka. Tveir komust út
yfir, en er þeim varð litið aptr, voru sam-
ferðamenn þeirra losnaðir við hestana í
straumhörðum áli; hann er vestan til í ánni.
Einum þeirra skolaði upp, en hinir tveir voru
horfnir, og sást hestr annars þeirra veltast í
ánni, og hefirhann líklega dottið; allir hestarnir
komust upp úr ánni, en ekkert sást framar
til þeirra 2 manna, er voru horfnir; þeir voru
báðir úr Hraungerðishreppi, annar Jón Magn-
ússon frá Sölvhoiti, hinn Guðmundr Þórar-
insson frá Þorleifskoti. Þá er þetta fréttist,
var farið til leitar, og leituðu allir þeir, er
land eiga að Laxá; fanst þá lík Guðmundar;
það var rekið upp á eyri eina, er á vaði er
í milli Lagsárdals og Hörgsholts. Þella var
fimludaginn 25. þ. m. Lík Jóns fanst inn sama
dag að kveldi á Hlíðareyrum framur f Laxá.