Víkverji - 25.10.1873, Page 3
123
að læknir Jónas Jónassen móti launum
þeim, sem honum eru veitt samkvæmt allra-
hæstum úrskurði 3. ágúst 1868 sem settum
héraðslækni í nokkrum hluta þess læknisum-
dæmis, er lagt er undir landlæknirinn, auk
þess, sem áðr, að starfa sem settr héraðs-
læknir í Kjósarsýslu, enn fremr sem settr
gegni héraðslæknisstörfum í Reykjavíkrkaup-
stað og Selljarnarnes og Álptaneshreppum í
Gullbringusýslu, á meðan landlæknirinn er
laus við héraðslæknastörf, en losist þarímót
við héraðslæknisstörf í inum öðrum hluta
nefndrar sýslu — á Suðrnesjum — og
að lækniskandidat þórðr Guðmundsen, er
seslr er að sem praktiserandi læknir í Njarð-
vík í Gullbringusýslu, verði frá 1. júlí þ. á.
veittr styrkr sá, sem ákveðinn er með allra-
hæstum úrskurði 10. maí 1867, en þá gegni
héraðslæknisstörfum á Suðrnesjum. Eins og
kunnugt er, er slyrkr þessi 400 rd. á ári
hverju, og verðr hann hækkaðr um lOOrd.
fyrir hver þrjú ár, sem læknirinn fæst við
lækningar, þangað til hann er orðinn 800rd.
— EPPFÓSTR RARNA. Eptirfylgjandi
slultar reglur fyrir uppfóstri ungbarna finnast
prenlaðar í Edinborgar «Medical Journal«
fyrir febrúarmánuð.
1. Hreinlœti, hlýindi, hreint andrúmslopt;
haldið börnunum heitum; látið föt þeirra vera
heit, en þó eigi þröng. Koið þeim daglega
vandlega úr hreinu volgu vatni, og þerrið
þau vel og vandlega eptir þvotlinn. Látið
börnin hafa nægt hreint (en þó eigi kalt) and-
rúmslopt. Látið þau koma út, þó eigi sé
nema um stutta stund, þegar veðr leyfir, og
ljúkið vel upp öllum gluggum til að hreinsa
herbergið, meðan börnin eru úti.
2. Fœða barnanna, rneðan þau eru eigi
fullra 7 rnánaða. Móðurmjólkin er in nátt-
úrlegasta og þess vegna einnig in hollasta
fæða fyrir ungbörnin. Hafi móðirin nægilega
og góða mjólk, þá gefið barninu enga aðra
fæðu, uns það er 7 mánaða gamalt. Ilafi
móðirin of litla mjólk, þá látið barnið þó fá
það, sem til er; en bætið þá við það kúa-
mjólk samkvæmt þeim reglum, sem frá er
skýrt við 3. tl. Mjólk og mjólkin ein á að
vera fæði barnsins, uns það er 7 mánaða
gamalt.
3. Vrn það, hvernig börn shuli fceða við
pelann. Geti móðirin einhverra orsaka vegna
eigi haft barnið á brjósti, verðr að fóstra það
upp við pelann; en í pelanum skal vera vatni
blandin mjólk. 1 fyrstunni skal hafa jafnt af
mjólk og vatni, en þá er barnið er mánaðar-
gamalt, á að blanda 2 pörtum mjólkr við I
part af vatni; að þeim tíma liðntim skal smátt
og smátt minka valnið, svo að barnið, þá er
það er 4 eða 5 mánaða, fái að eins tóma
óblandaða mjólk. Reri það að höndum, að
barnið sýnist eigi að þola mjólkina, heldr
verði því ilt af henni, þá skal láta litla mat-
skeið af hreinu kalkvatni í hvern mjólkrpela.
Varist um þenna tíma, að gefa barninu nokkra
aðra fæðu en mjólkina. Fjöldi þeirra barna,
sem uppfóstruð eru við pelann,deya á ungu
aldri; en þetta kemr að mestu leyti af því,
að menn byrja of snemma að næra börnin á
mjöl- eða hveitis-graulum. Slíka fæðu má
als eigi gefa börnum, meðan þau ertt ekki 7
mánaða að aldri. Á meðan barnið eigi er
eins mánaðar, þá gef því aldrei meira í senn,
en sem svari hálfum kaffibolla af mjólk og
vatni. Pelinn, sem barnið sýpr úr, verðr að
selja mjólkina eða mjólkrblandið liðugt, og
hann ber vandlega að þvo eða skola innan í
hvert sinn, áðr á hann er látið að nýu; sé
þetta vanrækt, verðr mjólkin súr og óholl fyrir
barnið. Tappan í mjólkrpelanum og pípuna,
sem barnið sýgr úr, verðr og af sömu or-
sökum að hreinsa vel og vandlega í hvert
sinn og lálið er á pelann.
(Framhald síðar).
PÓSTFERÐIR. Póstskipið var ferðbúið
héðan sunnudagskvöld 19. þ. m. Það hafði
17. þ. m. farið sttðr ( Hafnarfjörð til þess
að afferma og taka inn vörttr. Fjöldi fólks
héðan úr bænum og frá Hafnarfirði fékk far
með því kauplaust, en var þá eigi heldr séð
um, að fólkið yrði fiutt ( land, og urðu sumir
að bíða fleiri tíma tim borð, fyr en þeir gálu
komist í land og afgreitt erindi sin. Mánu-
dagsmorgun 20. þ. m. lagði skipið á stað í
góðu veðri, það hvesti eptir hádegi en lygndi
aptr um miðnætli og þriðjudagsmorgun var