Víkverji - 06.12.1873, Page 1
Afgreiðslustofa «Vtk-1 verja» er í húsi Teits . dýralœkn. Finnboga-' sonar. Verð blaðs- ins er 8 mrk um árið, 2 mrk um ársfjórð. r '« Vikverji» kemr út á hverjum uirkum laugardegi. Borgun fyrir auglýsingar 4 /3 fyrir smáletrs- Unu eðr viðlíkt rúm.
>waiiwæM^i , a m #
1 ta dag innar 7duviku vetrar, laugard. 6. dag desembermán. Vilja guðs, oss og vorri pjóð nnnum, á meðan hrœrist blóð. 1. ár, 2. ársfjórðungr, 38.—39. tölublað.
AÐ VESTAN. ísafirði 11. nóvbr. 1873.
fielstu frétlir eru: Verslun fremr erfið og
lík því, sem er á Suðrlandi. Grasbrestr
einstakr næstliðið sumar. Norðanköföld með
ákafri snjókomu og jarðbanni fyrir allar
skepnur því nær síðan a IMikaelsmessu, hey
urðu víða undir snjó, eldiviðr einnig; fyrst
8. þ. m. komu umskipti með hláku og hag-
beit. Fiskiafli fremr lítill, Ilákallsafli í sum-
ar misjafn, hjá sumum góðr, nál. 300 tunna
lifrar hjá sumum fyrir innan 100 t. Fremr
kvillasamt í sumar af taugaveiki og lungna-
bólgu.
Skógarströnd I. nóv. mán. í full 30 ár
eða jafnvel lengr hefir ekki verið jafnstöðug
vveðrátta, hretviðri og fannalög hér um
sveitir ( oklóberm., eins og í þessum næst-
liðna. Veðráttan í októbermán. 1868 var
nokkru skárri. Frostin hafa þó ekki verið
að því skapi sem illviðrin hafa verið. Mest
frost varð hér þann 25. -j- 6° R., en að
jafnaði 2° og 3°. Loptþyngdarmælirinn var
á sffeldri rás upp og niðr, hæstr inn 13.
28"8, og lægstr inn 9., 27”3. Mestu of-
viðrin af norðri urðu hér inn 9. 10., 22.—
24.; í því veðri löskuðust sumstaðar skip,
28. og 31. Til íhugunar eptirleiðis vil eg
geta þess, að allr fjarski af snjótitlingum
sókti heim til bæja í byrjun októbermán. og
héldu sig þar i stórhópum. tá er og annað
sem eg tók fram í næstliðnum septmán., er
greindr og gamall maðr hafði frætti mig um
og sem eg nú í 3. sinn hef orðið var við,
það er inn svonefndi vetrarltvíði. Þegar
menn þá logn er og lopt heiðskýrt, eru á
gangi að morgni dags eða kvöldi þar sem
þýft er og nokkuð loðið, sjást þegar horft
er móti sólu, örmjóir gljáandi þræðir er liggja
strá af strái milli þúfnanna og eru á digurð
við þræði í göngurófarvef. Þessir þræðir eru
145
nefndir vetrarkvíði og eiga að vita á harð"
indi. Mér þvkir líkindi til að þræðir þessir
séu frosin dögg og myndist af þungu og
köldti loptslagi og er þá eðlílegt þótt þeir
viti ekki á gott. — Heilsufar fólks hefir mátt
heita sæmilegt, þó hefir bólguveikin gjört
vart við sig á stöku bæjum og eins in svo
nefnda landfarsótt eða taugaveiki, sem er
ið sameiginlega sveita nafn yfir sóttveikis-
tegundir þær, sem læknar nefna ýmsum
nöfnum: týphus, taugafeber, slímfeber, ga-
strisk feber, m. fl. — Haustslcurðr heíir orðið
með betra eða jafnvel með besta móti. Iljá
búanda nokkrum, sem lét skera 30 sauði
gamla og 20 ær flestar mylkar eða lambs-
gotur, varð meðaltal af sauðunum 55 pd kjöt,
14 pd mör, en af ánum 37 pd kjöt, 7*/, pd
mör. Þegar greina skal frá meðaltali um
mörg ár á haustskurði sauðfénaðar í Breiða-
fjarðardölum og nærsveitunum hér í kring,
þá má gjöra ráð fyrir að gamall sauðr gjöri
50 pdkjöts, 12pd mörs, 4 \l3 pd ullar. Tvæ-
vetr sauðr40 pd kjöts, 9 pd mörs, 4pd ullar.
Geld ær ámóta og tvævetri sauðrinn, mörinn
verðr nokkru meiri, ullin aptr minni. Vetr-
gamalt fé, 35 pd kjöt, 5 pd mör, 3'/2 pd
ullar. Mylkar ær á borð við vetrgamalt fé,
mör meiri ef til vill, ull rýrari. Dilkar gjöra
30 pd kjöt, 4 pd mör, 3 pd ullar. Hag-
færingslöníb 18 pd kjöts, 11/3 pd mörs,2 pd
ullar'.
Haustselaafli varð að sögn með besta
móti. Eptir þeim lausafregnum. sem hingað
1) Besta saatiir gaojllr gjöra: 60—80 pd kjöts,
18—25 pd mörs 6pdullar; tvætetrir: 50 — 55 pd kjöts,
12 —15 pd mörs 5 pd ullar; vetrgama|t: 40-50 pd kjöts,
10 —15 pd mörs 4 pd ullar; ærgeldar: 50—55 pd kjöts >
15— 20 pd mörs 4 pd ullar; mylkar ær: 40 pd kjöts
10 — 12 pdmörs 4 pd ullar; dilkar: 40 pd kjöts, 8 —
10 pd mórs 4 pd ullar; hagfæringar: 20—25 pd kjöts,
—5 pd múrs 3 pd nllar.