Víkverji

Tölublað

Víkverji - 19.12.1873, Blaðsíða 3

Víkverji - 19.12.1873, Blaðsíða 3
159 8 — (264 rd., tekjur als 500 rd.) Benidikt Ásgrímss. gullsmi8r,Böðvar porvaldss.bókh., Einar Jónss. bóndi, Eiríkr Ásmundss. bóndi, PétrGuðjónss. organisti, Guðlög Jónsdóttir ekkja, Jón Björnsson bóndi, Jón Jónsson járnsmiðr, Kristinn Ólafsson bóndi, Magnús Arason hóndi, Magnús Ólafsson trésmiðr, Ólafr Ólafs- son söðlasmiðr, Sigurðr Jónsson laggari, Sverr- ir Runólfsson steinsmiðr, Torfi Jónsson bóndi, pórðr Jónsson skipasmiðr. — FJÁRKLAÐINN OG Dr. HJALTALÍN III. Vér veröum að minnainn heiðraða land- lækni á, að það erum eigi vér, sem höfum farið að «hnifla» náungann í máli þessn. það var herra doktórinn, sem alveg ástæðu- laust réð á oss af því, að vér vildum eigi taka í blað vort grein eptir hann, sem var full af þeim ósóma og öfugyrðum um bændr og fjáreigendr hér á landi, er menn ein- att hafa átt að venjast í fjárkláðamálinu frá þeim manni, er ætla mátti að bæri þó nokk- urt skynbragð á fjárveikindi, og þá líka átti að vita, að eigi dygði hér á landi að berja biákalt áfram þá lækninga-aðferð, er menn hafa utanlands, þar sem fjárræktin er öll önnur en hér. Hingað til höfum vér eigi gert annað en að bera hönd fyrir höfuð oss, og nú neyðumst vér til aptr að svara sneið- yrðum og ástæðulausum sakargiptum, er komið hafa fram frá herra landlækninum í inu síðasta blaði Heilbrigðistíðindanna. 1. Herra dýralæknir Teitr Finnbogason hefir eigi rilað greinir vorar um fjárkláðann, en þar á móli hefir herra Snorri Jónsson. er landlæknirinn vottar að sé «afgóðu fólki kominn», ritað þær greinir í blaði voru, er auðkendar eru með 2. v., og vér höfum á- stæðu til að halda, að því fari fjarri, að hann 8e samdóma herra landlækninum ( skoðun- um hans, enda hefir Snorri dýralæknir lík- lega fyrir löngu komist að raun um, að hann geti þakkað aðgjörðum herra landlæknisins mikið af þeirri óvinsæld, er hann hefir haft við að stríða hingað til. Annars sjáum vér eigi til hvers herra landlæknirinn hefir farið að bera saman ina 2 dýralækna vora, Teil Finnbogason og Snorra Jónsson. Egi hér um samanburð eða mannjöfnuð að tala, þá hefir Teitr góðan vitnisburð frá »dýralækna- háskólanum* eins og Snorri, og hafi Teitr eigi ritað eins mikið og Snorri, þá hefir hann smíðað þv( meira, og það er mjög ó- víst, hvort hann á aldri Snorra heföi eigi gjört þjóðinni töluvert meira gagn eptir því, sem kostað var til mentunar hans, en Snorri heíir gert. Er það ællun landlæknisins að sýna þjóðinni fram á, hve réttlátlega og hyggilega stjórnin hefir breytt í því, að veita Snorra dýralækni 600 rdala laun, til þess að vera hér I bænum árið í kring til taks handa þeim mönnum, er vilja eigi sækja hann eða þykjast eigi þurfa hans aðstoðar við, en þar í mót alveg gleyma því, er herra Teitr hefir unnið sitt langa og heiðarlega líf, bæði sem dýralæknir og sem inn besti þjóðsmiðr? 2. Vér höfnm hvergi sagt, að íslend- ingar þurfi eigi að læra dýralæknisfræði, en vér höfum sagt, að dýralæknisfræðin, inbók- lega kunnátta um meðferð á dýrum, sé eigi einhlít og þessu ætti síst herra landlæknir- inn að neita. Hann hefir sjálfr, bæði með dýralækningabók þeirri, er hann sællar minn- ingar ritaði á sínum duggarabandsárum og með frammistöðu sinni í kláðamálinu nú á sínum elliárum sýnt, hve endaslepp in bók- lega mentun er, ef hún eigi verðr studd með verklegri reynslu. 3. Að herra etatsráð Tscherning hafi eigi mátt heyra niðrskurð nefndan, efustum vér mjög svo um, en þó svo væri, þá sannar það einungis, að herra T. hafi verið eins doctrinair, einstrengingslegr og ýmsir aðrir bóklærðir menn. Eigi má gleyma því, að in bóklegu vísindi hafa enn í mörgum greinum náð harla skamt. Herra laodlækn- irinn hefir sjálfr í ritgjörð um sjálfsmyndun- ina i 11.—12. tölublaði Heilbrigðistíðinda sinna sýnt fram á, að inir merkustu vísinda- menn, t. d. Dr. Virchow í Berlin, halda þv( fast fram, að engin lifandi vera geti myndast af sjálfu sér. Þegar þannig jafnvel eigi vísindamenn geta orðið samdóma um það, er herra doctorinn telr ið inerkilegasta í fjárkláðamálinu, hvort kláðamaur geti mynd- ast af sjálfum sér eðr eigi, sjáum vér eigi rneð hverjum rétli herra doctórinn geti áfelt þá menn, er halda því fram, að kláði ein-

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.