Víkverji

Tölublað

Víkverji - 24.04.1874, Blaðsíða 2

Víkverji - 24.04.1874, Blaðsíða 2
14 sá eigi bendingu þá, er honum var ætluð, fyr en hann varkominn rvo nálægt, að hon- um var eigi unt að stöðva ferðina í tækan tíma. En er Páll torláksson sér vagnlestina koma óðfluga, lætr hann landa sína ( einni svipan hlaupa af vagninum; en sá vagninn, er inir aðrir vestrheimsfarar sátu á, brotn- aði allr í smámola, og var mesta mildi að nokkurt mannsbarn hélt þar heilu lífl. Sænsk kona, sem þar var eio á meðal, og börn hennar þrjú mistu öll lífið þegar í stað, og svo var um fleiri, luttugu manns meiddist stórum svo að sumum hélt við líftjóni. Manni þeim, er sendr var og vísbendinguna átti að gefa, er einum um kent slys þetta, með þvi hann fór skemra en honum liafði verið sagt að fara, og hann vissi þó, að brautinni hall- aði talsvert þar, sem fólksvagnarnir sátu kyr- ir, og hinir er með varninginn komu hlutu að rekast á þá, nema því væri í tíma afstýrt. Vér vilum eigi hve áreiðanleg saga þessi er, en úr því vér sáum hana prentaða í áðr nefndu blaði, þótti oss hún þess verð, að hún kæmi löndum þess manns, er virðist að hafa frelsað með snarræði síuu líf margra manna, fyrir sjónir. HOMILIU-BÓK. (Niðrlag). Um stafetning og hneiging orða í bók þessari mætti margt segja ; en ef fram skyld, taka alt það,er athugavert er i þessu efni, yrði það of langt mál hér. Eg ætla því að eins að sýna hér, hvernig fornöfnin sjá og várr eru hneigð í henni. Eintala. Eintala. Nefhif. sjá sjá þetta várr ór várt þolf. þenna þessa þetta vám óra várt þáguf. þesaom þessi þvísa, þesso órom várre óro Eignarf. þessa þessar þessa várs várrarvárs. Fleirtala. Fleirtala. Nefnif. þesser þessar þesse órer órar ór polf. þessa þessar þesse óra órar ór páguf. þessom órom Eignarf. þessa. várra. Af þessari hneigingu sést, að skinnbókin hefir orðmyndina sjá fyrir pessi í nefnifalli eintölu í karlkyni og kvenkyni, og eg ætla, að orðmyndin pessi finnist eigi í bókinni í í þessu falli, og þessum kynjum, og svo mun vera í fleirum inum elstu rilum íslendinga, t. d. í íslendingabók Ara fróða, Elucidarius, Jarteinabók l’orláks byskups i skinnbókinni ÁM. 645. 4., og í Ágripi af Noregskonunga sögum, því er prentað er í 10. bindi af Forn- mannasögum. í þessum bókum er sjá haft í nefnifalli eintölu i karlkyni og kvenkyni t. d. sjá mapr, sjá hótíp. enn í eignarf. pessa manns, pessar hótípar. Af hneig- ingunni á fornafninu várr sést, að sam- stafan vár breytist í ór, þar sem fallendingiu hefst á raddarstaf. Sömu reglu sýnist vera. fylgt í fornum vísum, t. d. Eigu órir gestir œðri nest á frestum. Upp skulum órum sverðum, úlfs tann-litaðr! glitra. Ut þú né komer orom höllom í frá. llv. 2/i 47. Jón Þorkelsson. — SÖNGFÉLAGIÐ í KEYKJAVIK er, a8 því oss er kunnugt, stofnað hér i bænum vetrinn 1867 —68, af ungum iðnaðar- og verslunar-mönnum, og mun Jónas smiðr Helgason vera belsti höfundr þess og abal-kennari síðan það hófst. Margir af oss hafa að vísu haft vitneskju um, að félag þetta átti sér stað, en flestum mun hafa verib ókunnugt um störf þess og framfarir. — Inn 20. þ. m. buðu félagsmenn þcssir — sem vera munu rúmir 20 — allmörgum vinum og kunningjum sínum hér í b*n- um til söngfundar í húsi hr. Egils Egilssonar (sem hann léði mönnum ókeypis), og voru þar hér um bil svo margir menn saman komnir, sem leiksalr- inn stóri gat í móti tekið. Söngmenninxir stóðu inni á leiksvíðinu meðan þeir sungu, menn heyrðu þá einungis, en sáu þá ekki, því að fortjaldið stóð í milli og skygði á þá. Als voru sungin tólf lög, og öll margrödduð, sum dönsk, sum sænsk, sum ef til vill þjóðversk. Fyrst var sungið þetta eptir Jónas Hallgrímsson: „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundr“, en síðast þetta eptir Bjarna Thorar- ensen: „Eldgamla ísafold“. Lögin voru öll velval- in, og var að þessu öllu in besta skemtun, því að félagið sýndi bæði það, að þar eru góðir raddmenn og líka hitt, að tilsögnin hefirverið ágæt. pað var sannr fegurðarblær yfir þessum samsöng, semvermdi og lypti huganum til þess, sem er fagrt og gott, og slíkt er ekki lítils vert, allra helst hér í þessu landi, þar sem svo lítið er gjört til þess að vekja og styrkja fegurðartilfinningu manna. þessir góðu söngmenn eiga sannarlega þakkir skilið, ekki ein ungis fyrir það, sem þeir glöddu oss, er nú heyrð— um þá, keldr öllu fremr fyrir það, að þeir hafa stofnað þetta félag, er með guðs hjálp og góðra manna aðstoð getr stutt að því, að vekja vor á meðal athygli á einhverri inni fegrstu íþrótt, söng- listinni, en takist það, þá mun hér eigi skorta, þeg- ar fram líða stundir, þá menn, er yðki hana, þvi að það bregðst eigi, að hér eru til í landi þessu

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.