Víkverji

Útgáva

Víkverji - 24.04.1874, Síða 3

Víkverji - 24.04.1874, Síða 3
15 fleiri enn færri, sem hafa góðar raddir og gott söngeyra. Vér vildum, um leið og vér ritum línur fieasar, vekja máls á f>ví, hvort eigi mundi vegr til að efla petta félag á einhvern hátt, til fiess að fiýta fyrir að þarfr og fagr hlutr útbreiðist hér sem greiðlegast og best. — Vatnsveitingamaðr á Suðrlandi. Eins og skýrt er frá i 8.—9. tölubl. voru, var sam- fivkt á ársfundi búnaðarfélagsins 5. júlí f>. á. að reyna að fá hingað út að vorí komandi danskan vatnsveitingamann, sem félagið hefði ytir að ráða, og gæti haft á reiðum höndum handa þeim, er hans kynni að æskja. Félagið treysti sér eigi til af eig- in efnum að launa slíkum manni, og sótti því um styrk hér til, til ins konunglega danska landbún- aðarfélags og stjómarinnar, og hefir nú landshöfð- inginn veitt félaginu af því fé, er hann hefir til umráða til óvissra gjalda, 125 rdala styrk til launa vatnsveitingamannsins, en ið danska landbúnaðar- félag hefir með inni vanalegu rausn sinni veitt fé- laginu styrk afsömu upphæð og þar að auki heitið að greiða helming pess fjár, er með þarf til að út- vega vatnsveitingamanninum in nauðsynlegu verk- tól, er samt skulu vera eign búnaðarfélagsins. — Loksins hefir landbúnaðarfélagið lofað að reyna til að útvega hæfilegan vatnsveitingamann, og munu bændr hér á suðrlandi f>ví að sumri fá kost á að- stoð hans með inum sömu kjörum og undanfarin ár, sér í lagi, að fieir útvegi vatnsveitingamannin- um nægilega marga verkmenn, svo að verk þau, er hann segir fyrir, verði unnin ú sem stytstum tíma. VERSLUNARFÉLAG ÁLPTNESINGA. I 6,— 7. nr. pjóðólfs þ. á., bls 24., getr þess í grein nokk- urri, að Álptnesingar hafi myndað verslunarfélag. Höfundr greinarinnar telcr fram, að eptir því, er honum hafi skilisí, sé félag það ekki hlutafélag, heldr leggi liver félagsmaðr fé til kaupanna, eptir því sem hann hefir magn til ogvilja. petta mrm vera tekið fram til að sýna mismuninn á félagi Álptnesinga og Reykvíkinga. pað er rétt skilíð, að félagsmenn í Álptnesingafélaginu leggja fram fé til kaupanna eptir því, sem þeir hafa magn og vilja. Er það ekki líka svo í félaginu í Reykjavík og á Seltjarnarnesi? eða leggja félagsmenn þar fram meira fé enþeir megna og vilja? Höfundr greinarinnar getr þess enn tremr, að Álptanesfélagið hafirítað hlutafélaginu í Reykja- vík bréf, sem borið hafi verið fram á félagsfundin- um inn 2. desember, og skýrir hann laualega frá innihaldi þess bréfs. Oss virðist hann hafa ekki lagt algjörlega réttan skilning í bréf vort. pað lá ekki í því sú hugmynd, að Reykjavíkriélagið skyldi sundr- ast, heldr sú, að Reykjavíkrfélagið og Álptnesinga- félagið hefðu einn og sama verslunarstjóra, þar það virtist félögunum báðum kostnaðarminna; leyfum vér oss hér með að birta þetta bréf vort, svo að félagsmenn fái dæmt um það sjálfir. Rréfið var þannig látandi : „Einn af félagsmönnum vorum hefir skýrt oss frá að hann hafi fengið bréf frá forstöðumanni bænda félagsins í Reykjavík, þar sem hann fari þess á leit, eða stingi upp á því, að félag vort gangi í samband við Reykjavíkrfélagið. Yér höfum borið mál þetta undir þá félagsmenn, sem vér höfum til náð, og viljum vér skýra inu heiðraða Reykja- víkrfélagi frá áliti félags vors á þessu efni. pað er sjálfsagt eklii heppilegt, að félög hafi stöðvar svo nálægt hvort öðru, því bæði er það, að hvort félagið eðlilega veikir annað, og allr kostnaðr við verslunina í landi verðr tvöfaldr. Einkum er þetta óheppilegt, meðan félögin eru í bernsku, og hafa ekki náð neinum verulegum við- gangi; máþað einkum segja um vort félag, ogþó um bæði. Vér álítum það því mjög heppílegt, ef félögin gætu sameinast. Að vísu geta nú félögin styrkt hvort annað með því, að leigja, þegar svo á stendr, sama skip, en það, sem einnig væri *skilegt, er það, að kostnaðrinn við verslunina hér yrði sem mest sparaðr. Að hinu leytinu álít- um vér það nauðsynlegt, að hvort félag hafi alveg aðskilda reikninga, mcðan þau haldast aðskilin. Vér getum þess vegna ekki séð, að veruleg sam- eining geti átt sér stað, nema félagsmenn gjöri eitt úr þeim báðum, og til þess erum vér og fé- lagar vorir fúsir. pegar aptr er um það að ræða, hvar félagið ætti að hafa stöðvar sínar, þáverðum ver að álíta, að stöðvarnar séu hentugri í Hafnar- firði, bæði af því, að þar er höfn betri, og að minsta kosti eins hægt til aðsóknar fyrir flesta af félagsmönnum, og þó einkum af því, að þar er kostr á miklu betri verslunarhúsum. Vér höfum fastráðið að kaupa ekki verslunarhús að svo stöddju, fyr en sýnt er, hvemig félaginu gengr, og hús þau, er Reykjavílcrfélagið hefir keypt að sögn, álítum vér óhagkvæm, og í alla staði ónóg, og getum vér enga hlutdeild átt í þeim. Eptir framanskrifuðu getum vér ekkigjört ann- an kost um samkomulag, en þan, að félögin sam- oinist alveg, og hafi aðalstöðvar í Hafnaifirði, en að þeim, sem vilja fá vörur í Reykjavík, verðr gefinn kostr á að taka við þeim af póstskipinu, af þeim vörum, sem félagið fengi með því. Skyldi Reykjavíkrfélagið vilja sinna þessu tilboði voru, væntum vér, að það sendi á fund vorn nefnd manna, með fullkomnu umboði, áðr en síðasta póstskip fer. Vér skulum geta þess, að vér höf- um komið því svo fyrir, að vér fáum vörur upp án þess að kosta nokkra utanferð, og eigum kost á húsnæði í Reykjavík fyrir sanngjarna leigu, ef á þyrfti að halda. í forstöðunefnd verslunarfélags Álptaneshrepps, 21. nóv. 1873. Chr. J. Matthiesen. l’orlákr Jónsson. Ketill Steingrímsson. Magnús Brynjúlfsson. Erlendr Erlendsson. P. Egilsson.

x

Víkverji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.