Víkverji

Tölublað

Víkverji - 28.05.1874, Blaðsíða 1

Víkverji - 28.05.1874, Blaðsíða 1
Afgreiðsluitofa «Vík- verja» er í hihi Teits dýralœkn. Finnboga- sonar. Verð blaðs- ins er 8 mrk um árið, 2 mrk um ársfjórð. eI9< Vikverjii kemr út á hverjum virkum fimtudegi. Borgun fyrir auglýsingar 4/3 fyrir smáletrs- línu eðr viðlíkt rúm. lsta dag innar 6'a viku sumars, \Vi1ja guðs, oss og vorri þjóð 1. ár, 4. ársfjórðungr, fimlud. 28. dag maímán. 'vinnum, á meðan hrœrist blóð. 69. tölublað. — í seinasta blaði Þjóðólfs hefir inn nýi útgefandi blaðsins í bókafregn sinni farið nokkrum orðum um ið úlkomna hepti af Nýum kristilegum smáritum og kann eg hon- um þökk fyrir bæði, að hann hefir minst þessa bæklings og að hann ræðr mönnum til að lesa hann. En af því, að þessi rit- dómr er þó svo orðaðr, að mér þykir fremr tvísýnt, að hann bæti fyrir áminstum ritl- ingi, get eg ekki leitt hjá mér að fara um hann fáeinum orðum: Útgef. tjóðólfs játar, að æfisögurnar séu Ijóslega og einfaldlega skráðar; en hann getr ekki hins, að ekkert getr verið fróðlegra í kristilegum skilningi fyrir almenning en vel 6amdar æfisögur merkilegra manna, sem hafa varið lífi sinu til að útbreiða guðsríki ájörð- unni, og um það getr enginn efast, að hér er sagt frá einhverjum inum merkustu guðs- mönnum. Útgefanda Þjóðólfs þykir þjóðhá- tíðarsálmr sira Helga hvorki nógu háfieygr né hjartnæmr. Að sönnu veit eg, að það er mikið heimtað af sira Helga, því honum er mikið lánað sem kristilegu sálmaskáldi; en þó honum hafi, ef til vill, ekki tekist eins vel á þessum sálmi og inum öðrum þjóð- hátíðarsálmum sinum, sem seinna eru prent- aðir, þykir mér þó, og eg held flestum, þessi dómr of harðr. Á þjóðhátíðarhugvekju dóm- kirkjuprests sira Hallgríms Sveinssonar hefir þjóð. ekki minst, og Ijúka þó allir upp sama munni um það, að hún er bæði lipr og fögr. Ætla má og, að almenningi þyki fróðlegt að heyra ið helsta er árlega gjörist ( inni ís- lensku kirkju. Útgefandi Þjóðólfs endar grein sína með þessum orðum: «Meira lof dirf- umst vér ekki að segja um rit þetta, því vér óttumst fyrir, að kristilegir framfaramenn muni heimta meira en vér, enda þótt kirkju- líf vort, eins og það nú er, eigi naumlega heimtingu á öðru betra». Með þessum orð- um virðist höf. gjöra mun á ser og kristi- legum framfaramönnum, á sannfæringu sinni og kröfum þeirra, og því dirfist hann ekki að láta hana frekar í Ijósi. En á ekki hver blaðamaðr að hafa þor og þrek til að láta sannfæringu sína í Ijósi, þó einhverjir kunni að hafa aðra skoðun eða heimta meira en hann? eða hví útilokar höf. sjálfan sig úr flokki kristilegra framfaramanna og setr sig gagnvart þeim? Eg óttast fyrir að inn heiðr- aði höfundr hafi ekki gjört sér fulla grein fyrir þessari hugsun sinni. Loks segir hann, að kirkjulíf vort eigi ekki heimtingu á öðru betra. Þetta er nú líka ógreinileg hugsun, því sé kirkjulíf vort dauft og daprt eins og það því miðr kann að vera víða, þá hlýtur hver maðr að játa, að því betr ættu in kirkjulegu tímarit að vera löguð til að lífga það og glæða, og eg er viss um, að höfundrinn rneð sínu góða og kristilega hugarfari að sínu leyti vill styðja að því. Höf. hefir ekki sagt, að inntak þessa ritlings sé illa valið, né hann sé iila saminn yfir höfuð að tala; eg get vel skilið í þvi, sem hann játar sjálfr, að bæði vanti hann enn pláss í blaðinu til greinilegra ritdóma, og að hann, ef til vill, hafi haft lítinn tíma til að kynna sér bækling þann, sem hér ræð- ir um. Eg nota þetta tækifæri lil að skýra frá, að eg hefi séð 3 prentvillur í ritlingnum; nefnil. á bls. 60 »sterndur» fyrir «strendur» á sömu bls. «valdað» fyrir «valdið» og bls. 82, «vísa» fyrir «vísu». Reykjavík 23. maí 1874. P. Pjetursson. — Stjórnarbótin. Daginn áðr en póstskip lagði af stað héðan, var landshöfðingja sent frá 38 málsmetandi mönnum í suðrkluta Gullbringusýslu þakkarávarp til konungs, er segir svo:

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.