Víkverji

Tölublað

Víkverji - 04.06.1874, Blaðsíða 1

Víkverji - 04.06.1874, Blaðsíða 1
Afgreiðslmtofa «Vík-' verja» er í hxisi Teits i dýralœkn. Finnboga- • sonar. Verð blaðs- ins er 8 mrk um árið, 2 mrlc um ársfjórð. F (« Vtkverji* kemr rít á 1917 E| III WkT 3il EÍH > w HemL w 1 1814 lO / fimtudegi. Borgun \ fyrir auglýsingar 1 4/3 fyrir smáletrs- ( linu eðr viðliktrúm. lsta dag innar7du viku sumars, fimtud. 4. dag júnímán. Vilja guðs, oss og vorri þjóð vinnum, á meðan hrcerist blól 1. ár, 4. ársfjórðungr, . 70. tölublað. AUGLÝSING. Nefnd sú, sem liefir verið kosin af fisearstjórninni, til að sjá um þjóðhátíð- arhald í Reykjavík, hoðar hjer með al- mennan horgarafund á Jjinghúsi hæjar- ins föstudaginn pann 5. júním. kl. 5 e. m. Mun J)ar verða skýrt frá væntan- legri tilhögun hátíðahaldsins ásamt öðru, er J>ar að lítr. Á fundi pessum Iiafa J>eir einir atkvæði, sem greiða gjald til sveitar. Reykjavík, 30. maí 1874. Á. Thorstienson. H. Kr. Friðriksson. J. Steffensen. H. E. Ilelgesen. Egilsson. — ÚR RRÉFI frá sira Jóni Bjarnasyni, rituðu í marzmán. þ. á. í bænum Decorah í Jówa í Bandafylkjunum. „Decorah er ekki öllu stærri en Reykjavík. Eg hefi opt spurst fyrir um mannfjölda bæjar pessa, en enginn getaö sagt mer hann með vissu. Bærinn liggr í norðaustrhomi ríkisins Jówa í hvylft einni milii lágra skógivaxinna hlíða. Rennr lítil á eptir lautinni til austrs, er „Upper Iówa river“ netnist, og fellr í Missisippi. Náttúrufegrð er hér meiri en á nokkrum öðrum stað, par sem eg hefl komið í heimsálfu þessari. Fjöldi Norðmanna býr í pessum bæ og í sveitunum umhverfis hann. Hér er líka nokkurskonar aðalstöð þess norska kirkjufélags, er eg hefi átt saman við að sælda hingað til, að fm ieyti, að það á hér skóla einn allmikinn. Skóli sá á að veita prestaefnum undirbúningsmentun undir eiginlegt guðfræðisnám á prestaskóla þjóðverskum í St. Louis, er tilheyrir kirkjudeild þeirri, er „mis- souri-synoda“ nefnist. pangað eru lærisveinar skól- ans hér sendir, eptir að þeir að öllum jafnaði hafa dvalið 6 ár í honum, þvi þetta norska kirkjufélag, er kallar sig „Synoden for den norske evangelisk- lutherske Kirke i Amerika“ (og venjulega nefnist að eins „den norske Synode"), er að öOu leyti sam- mála við ina þýsku Missouri-synodu í trúarefnum. pessi norski skóli hér samsvarar þannig að nafninu lærða skólanum heima hjá oss, enda er námstíminn alveg jafnlangr, en í rauninni getr hann nú sem stendr ekki veitt nærri því eins mikla mentun eins og vor skóli, þvi bæði er það, að nýsveinar flestallir eru inn í hann teknir án þess þeir kunni nokkuð, og auk þess er mark og mið þessa skóla að eins að undirbúa prestaefni, svo að nálega allar aðrar náms- greinir en guðfræðin hljóta að verða útundan. Síð- an í byrjun febrúarmán. hefi eg haft á hendi tíma- kenslu í skóla þessum í latínu og landafræði, oger mér því nokkuð kunnugt um ástand hans. Nálega 180 lærisveinar eru nú í skólanum, og langflestir þeirra í neðstu bekkjunum. Nú sem stendr eru 7 kennendr (auk mín) við skóla þenna. |>rfr þeirra eru prestvígðir, þar á meðal forstöðumaðrinn, enda hafa þeir meira eðr minna auk kenslunnar ýms prestleg störf á hendi. Einn af kennendunum er málfræðingr úr Noregi að nafni Landmark, er mér geðjast einkar vel að, vel iærðr og fróðlegr. Ekki veit eg við hvað eg helst á að líkja guðfræði þess- ara synodu-manna af því, er alþýðu er kunnugt á voru landi, nema ef það skyldi vera Gísla postiUa, og það mun mega fullyrða, að ekkert fslenskt guð- fræðisrit frá þessari öld væri hér álitið réttrúað. Auk þessarar „norsku synodu'* eru hér f Ameriku 3 önnur skandinavisk kirkjufélög, er nefnast: „den norsk-danske Conferentse“, „Augustana- Synoden“ (mest sænsk) og inir svo nefndu „Ellingianere" (norskir). Liggja allarþessar lútersku kirkjudeildir í rifrildi sín á milli. Klerkar koma iðulega saman til að ræða um trúarlærdóma og leitast við að kom- ast til r é 11 s (0: fornlútersks) skilnings á þeim. Binda þeir sig mjög við bókstaf biflíunnar, svo ó- trúlegt mundi virðast að slíkt gætí átt sér stað nú á dögum. Nýlega hafa tveirnorskirguðfræðingar af „Conferentsen" ritað harða grein í eitt skandina- viskt dagblað hér, á móti stefnu „synodu-manna“, er þeir kaUa óguðlega og til háðungar inni norsku þjóð. Slík orðatiltæki mega heita algeng í munni þessara ýmsu kirkjudeUda um mótstöðumenn sína, og mun það þykja heyra til sterkum stríðsmanni innar rétttrúuðu kirkju. Á leiðinni hingan að austan hefi eg séð 5 ame- rikanskar stórborgir: Qvebec Montreal, MUwaukee, Chicago og St. Louis1. í Qvebec hefi eg þó reynd- 1) Yér viljum ráða alþýðumönnum vorum tU að eignast landsuppdrætti (Landkort), þeir eru ó- m i s s a n d i til að skýra fyrir mönnum aðra eins 103

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.