Víkverji - 25.06.1874, Side 3
123
um, þegar þeir eiga a8 fara a8 borga gufuskips-
ver8i8. RitaS á Bótólfsmessu 1874
Hvítr Pjóðvinr.
— SALTFISKSVERKUNIN. (Aðsent). í 33.
tölubl. »Þjóðólfs« bls. 135, kemr greinar-
korn fram á skoðunarsvæðið með undirritun
»Nokkrir sjávarbændr», en eptir því sem
kunnugt er um grein þessa, áðr hún kom á
prent, hefði maðr heldr álitið betr við eiga,
að greinin hefði verið staðfest með undir-
ritun »sjávarbóndi nokkr«, enn sleppum nú
því, þó höfundinum, sem ekki mun vera nema
einn, einhverra áðstæðna vegna, hafi andast í
brjóst að bæta »nokkrum« við, og gjöra
undirritunina þar með fjölmennari. — Ekki
hefði eg ætlað mér að fara útí blaðamál, en
sökum þess að höfundinum heflr þóknast að
koma mér þannig á framfæri við almenning,
sem grein hans með sér ber, þá finn eg á-
stæðu til að fara hér um nokkrum orðum.
Fyrir nokkuð löngu síðan, áðr grein
þessi kom út í Þjóðólfi, höfðu kunningjar
mínir hér í bænum, gjört mig varan við, að
fiskimaðr nokkur hér í bænum, að líkindum
höfundr greinarinnar, hefði skýrt þeim frá,
að frá honum ætti bráðum að koma grein í
Þjóðólfi, út af meðferð minni á fyrirmyndar-
fiski hans, næstliðið ár; en satt að segja
hugði eg, að grein hans mundi koma fram
í nokkuð öðruvísi búningi, eptir því sem fram
hafði farið, enn nú má virðast, eptir þvi sem
stendr í Þjóðólfi, og er það jafnan óþægi-
legt, þegar menn á framfarastigi, og sem
snjallir mega álítast, í tilraunum sínum i
almennings þörfum og vinsældar (populair)
augnamiði, bera á borð fyrir almenning lil-
hæfulausan óhróðr um aðra, því það má
fullkomlega svik kalla.
Eins og mörgum mun kunnugt, bæði af
skýrslum herra Jóns Sigurðssonar í Kaup-
mannahöfn, sem og öðru fleiru, hefir sunn-
lenskr saltfiskr, á mörkuðum á Spáni, verið
álitinn lakari vara en vestrlenskr saltfiskr,
og þvi selst þar við nokkuð lægra verði, og
hafa menn þvíáýmsa vegu verið að grensl-
ast eptir, hvar í þetta gæti legið, og þó
meiningarnar hafi orðið nokkuð skiptar, hafa
menn samt sem áðr komist að þeirri niðr-
stöðu, að ein af inum verulegustu orsökum
þessa, mundi liggja f því, að vestrlandsfiskr-
inn væri langtum saltbornari. — Út af þessu
munu ekki allfáir fiskimenn við Faxaflóa (og
að öllum likindum þar á meðal höfundr
greinarinnar í þjóðólfi, þó langt sje frá því,
að hann hafi verið frnmkvöðull þess), þegar
á vetrarvertíð 1873, hafa gjört þá tilraun,
að salta fisk sinn talsvert meira en að und-
anförnu; og hvort sem það nú beinlínis hefir
verið að þakka söltuninni á fiskinum, þá má
þó fullyrða, að sunnlenskr fiskr, næstliðið
haust, mun hafa náð óvanalega góðu áliti á
Spáni, og kaupendr hans þar, að jafnaði á-
nægðari með farmana en að undanförnu, og
væri því ekki óhugsandi, að hlutfallið milli
verðhæðar á veslrlands- og sunnanlands-flski
gæti farið smá minkandi.
(Framhald síðar).
— FERÐ KONUNGS HÉR Á LANDI. Skiln-
ingr pjóðólfs hofir aldrei veri8 gó8r, en pegar hann
ná vill skilja grein vora í sí8asta tolublaði þannig,
a8 vér ætlubum konungi ab krefjast hesta afbænd-
unum, „hverra líf æra og aðfærsla til lífe og sálar
svo lengi hefir dafnað og dependerað af kongsins
náð“. — pá virðist ástæða til að efast um, að inn
heiðraði blaðabróðir vor sé með sjálfum sér, þvívér
ætlum hann of góðan dreng til að vilja rangfæra
orð náungans, einkum þegar um sóma þjóðarinnar
er að ræða.
Vér getum nú með pjóðólfi „fullvissað aUan
almúga hér á landi“ um, að konungr vor muni ekki
láta „skrifa út“ hesta til ferðar sinnar hér á landi,
en hinsvegar getr enginn efi verið um, að hann
hefði rétt til að gera það, enda þorir ekki pjóðólfr
að vefengja þenna rétt, og það er einungis nýr
vitnisburðr um traust konungsins til þegna sinna
hér á landi, að hann hefir álitið það ónauðsynlegt,
að nota vald sitt í þessu efni,
Menn ættu því sem allra fyrst að taka mál
þetta fyrir í inum einstöku sveitum, sem geta náð
hingað, og teljum vér þar til alla hreppa í Gull-
bringu, Kjósar, Ámes, Rangárvalla, Borgarfjarðar-
og Mýra-sýslum, og væri það ef til vill vel fallið,
að inar nýkosnu sýslunefndir í þessum sýslum tæku
málið til íhugunar og framkvæmdar.
Hér í bænum hafa 3 menn, bamask.yfirkennari
Helgi Helgesen, kaupmaðr Hannes John-
s en og sjávarbóndi Geir Zoega, þegar gengið
ótilkvaddir i nefnd til að útvega hesta, og munu
þeir sjálfsagt vera fúsir til, að ráðstafa öllum þeim
hestum, sem fram yrðu boðnir, og útvega bændum
þeim, er fyrir hönd sveitunga sinna byðu hestana