Víkverji - 16.07.1874, Blaðsíða 1

Víkverji - 16.07.1874, Blaðsíða 1
Afgreidslustofa «Vík-' verja« er í hiísi Teits I dýralcekn. Finnboga- ' sonar. Verð bhiðs- ins er 8 mrk um árið, I 2 mrk um ársfjórð. ’« Víkverjin kemr út á hverjum virkum fimtudegi. Borgun fyrir auglýsingar 4/3 fyrir smáletrs- línu eðr viðlíkt rúm. 1 ta dag innar 13du viku sumars, \Vilja guðs, oss og vorri pjóð fimtnd. 16. dag júlímán. 'vinnum, á meðan hrœrist blóð. 2. ár, l. ársljórðungr, 6. tölublað. — REYKJAVÍK fyrir hundrað árum. Oss hefir verið sýnd lýsing á Gnllbringu og Kjós- arsýslu, sem inn góðfrægi landfógeti Skúli Magnússon samdi nálægt árinu 1780. Hún er eins og flest það, er embættismenn vorir rituðu um þær mundir, skráð á dönsku, en þar sem hún á hverri blaðsíðu sýnir ná- kvæma þekkingu og föðurlandsást höfundar- ins, og margt í þessari skýrslu hefir þótt oss fróðlegt og eptirtektavert fyrir menn þá sem nú lifa, ætlum vér að færa lesendum vorum, með samþykki hlutaðeiganda, við og við kafla úr þessu riti útlagða á íslensku, og byrjurn vér þá á lýsingu hans á Reykjavík, sem nú er höfuðstaðr landsins, en þá var einungis lítilfjörlegt sjómannaþorp. Reykja- víkrkirkja varð 1785 dómkirkja, en þegar þessi lýsing var rituð, var hún sveitarkirkja í prestakalli því, er nefndist Seltjarnarnes- þing og voro þar að auki kirkjur á Laugar- nesi (til 1794) og á Nesi við Seltjörn (til 1797). «í 10. kirkjusókn, Reykjavík, eru 6jarð- ir, af þeim er Skildinganes og Arnarhóll, þar er hegningarhúsið er bygt, eign hans hátignar, konungsins; Reykjavík og Effersey hafa allranáðugast verið gefnar inum nýju «innréttingum»;jörðin Sel heyrir undirReykja- víkrkirkju, og Hlíðarhús hafa áðr verið sjálfs- eignarjörð, en til heyra nú Helgafells prests- setri í Snæfellsnessýslu. Á þessum sex jörðum búa 8 bændr, — og eru með þeim taldir kaupmaðrinn og for- stöðumaðr hegningarhússins, — 24 gras- húsmenn og 59 tómthúsmenn — með þeim eru taldir erfiðismenn klæða-verksmiðjunnar —, samtals 91 heimili. Áðr hafa hér verið 9 bændr, 23 gras- húsmenn, 5 tómthúsmenn, samtals 37 heim- ili, eða með öðrum orðum 54 færri en nú. Árið 1703. Fólkstala 216. Árið 1781. Fólk'stala 394. — 1704. Kvikfénaðr: 78 kýr, 2 uxar, 5 kálfar, 61 ær, 33 sauðir, 19 hestar, 6hryssur, 6ótamin hross. — 1781. 69 kýr, 1 kvíga, 1 uxi, 2 kálf- ar, 20 ær, 9 sauðir, 106 hestar, hryssur og ótamin hross. Þessi kirkjusókn er enn minni en Bessa- staðasókn, er áðr er um gctið, hún er V3 míla á lengd, 3/s mílu u breidd, jarðirnar liggja niðr við sjó; jarðvegrinn, að túnunum undanteknum, er mestmegnis harðr sand- steinn; milli Reykjavíkr og Skildinganess eru melar, og má yrkja þá, og byggja þar hús, ef menn vilja verja fé til þess; víða er og mýrlent, og er þar vanalega góð mótekja. í kirkjusókn þessari er, svo að segja, ekkert beitiland handa fénaðinum, en þó voru á Skildinganesi fyrir ástundan þeirra, er þar bjuggu, 200 ær, áðr en fjársýkin fór að gjöra vart við sig. í Fossvogi, sem svo ernefndr, og sem heyrir undir Reykjavík, og í Laug- arnesi, þar sem ferðamenn mega ókeypis hafa hesta sína á beit, rná byggja 3 eða 4 iitla bæi; má og í Reykjavík bæta 2 hús- mönnum við, en þá verðr sumar-beitilandið handa kúm heldr lítið. Fyrir sunnan Reykja- vík er stöðuvatn eitt lítið, er nefnder «Reykja- víkr tjörn», rennr þaðan til sjávar litill lækr milli Reykjavíkr og Arnarhóls; þar að auki hefir Reykjavík góðan vatnsbrunn, er kallaðr er Ingólfsbrunnr, og kendr við inn fyrsta byggjanda íslands. Jörðin Effersey er á ey einni úti í sjón- um fyrir norðan Reykjavik; við Hlíðarhús tengir hana sandgrynning ein, er kölluð er «Grandinn», og sem stendr upp úr sjónum, þá er fjara er. Effersey hefir engan úthaga né beililand, og skemmist hún og skerðist á hverju ári af sjógangi.

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.