Íslendingur - 14.10.1875, Page 6

Íslendingur - 14.10.1875, Page 6
102 að magnast. tlelzta orsök lil þessarar upp- reistar er sú, að kristnir þegnar Soldáns í Herzegowina þóttust hart leiknir af embætt- ismönnnm hans, einkum tollheimtumönnum. Tyrkjastjórn er í peningahraki miklu; hver sem lesið hefur Ueljarslóðarorustu, veit, hvernig fjárhagur Soldáns stóð á þeim dög- um, og ekki hefur hann batnað siðan. Geng- ur því stjórnin hart eptir skattheimtumönn- um sínum í hinum ýmsu hjeruðum, að þeir sendi sem mest fje til höfuðborgarinnaj, og verða þeir fje, og ástundum fjörvi sviptir, ef þeir ekki geta fullnægt kröfum stjórnarinnar. J>eir eru því afarharðir í kröfum sinum, en hvar sem kristnir menn búa í löndum Sold- áns, er beitt við þá hinni mestu hörku. í hinum nyrðstu fylkjum Tyrkjalands búa að tiltölu flestir kristnir; þessi óáran, sem áður er um getið, hefur valdið því, að þeim hefur veitt erfitt að fullnægja skattakröfum Tyrkja, en Tyrkjar veita enga vægð; nú þóttust kristnir þegnar Soldáns ekki geta unað þessu lengur oggripu til vopna í sumar gegn Tyrkj- um. Hin önnur ríki Norðurálfunnar hugðu fyrst, að þetta væri uppþot eitt, er hjaðna mundi af sjálfu sjer, en samkvæmt binum seinustu frjettum fer uppreistin fremur vax- andi en hitt. Mörgum þykir það ódrengi- legt, að hjálpa kristnum mönnum gegn ofur- efli Hund-tyrkjans, en stjórnendum álfu vorr- ar þykir varla tilefnið nóg til þess að kveikja fyrir stríð og styrjöld. Flestir þykjast sjá það fyrir, að riki Tyrkja í Norðurálfunni muni innan skamms hrynja í grunn niður, því stjórn fer þar öll mjög í handaskolum; en þegar sú stund kernur, þá eru menn almennt hræddir um, að ekki muni orðin ein fá skor- ið úr, hver hljóta skuli lönd Tyrkja. Næst fyrir norðan þessi uppreistarfylki er Austur- ríki, en Auslurríki þorir ekki að skerast í leikinn fyrir Prússlandi, og ef bajði þau lönd gjörðu samband sin á milli gegn Tyrkjum, þá mundi Rússland vilja hafa hönd í bagga. I>egar Austurríkismeun og l’rússar í sam- einingu tóku hertogadæmin forðum frá Dan- mörku, þá fóru þau tvö lönd aptur í ófrið hvort við annað út af skipunum á þeim litlu löndum; ef nú stórveldin yrðu samtaka iað rekaTyrkjaun útúr Norðurálfunni, þá mundi það naumast verða, að þau gætu komið sjer saman friðsamlega um það, hver hljóta skyldi Tyrkjaland, sem er eitthvert hið fegursta og frjófsamasta land allra i Norðurálfunni. Á Spáni stendur allt við hið sama. Báðir eru vigbúnir enn.Karlungar og stjórn- arherinn, og veitir ýmsum betur. Ef engar aðrar þjóðir skerast í þennan leik, þá er ekki fyrir að sjá, hvenær eða hvernig hann endar. í dagblaði einn, er Karlungar halda úti, er komist þannig að orði: tAlphons konungur hefur'þann ráðgjafa, er ekki sje bófur; dátar hans eru ekki annað en morð- ingjar; öllum þeim, er aðhyllast Alphons kon- ung, skai útrýmt með brandi og báli, guði til dýrðar, þvi guð elskar Spán, og hann hefur vanþóknan á, að þetta land hans skuli vera fallið í hendur slíkra bófa, svikara og guðleysingja, eins og Alphom-menu eru. Helztu foringjar Karlunga eru þeir Saballs og Dorregaray. Er það ýmist, að þeir bíða lægra hlut fyrir stjórnarhernum, eða þeir fá rekið hann af höndum sjer. t‘á er seinast frjettist, Ijet Dorregaray ekki á sjer bera, og vissu óvinir hans jafnvel ógjörla, hvar hann var; en engum þeirra datt þó í hug, að hann væri af baki dottinn. I’að lítur á stundum því nær svo út, sem að hershöfð- ingjar Spánverja leitist við að ala ófriðinn, í stað þess að kæfa hann; þjóðinn óskar friðarins, en þeir þykjast þurfa að afla sjer fjár og frama. Victoria drottning var i sumar á ferð á gufuskipi sínu, er heitir Alberta. Leið hennar lá í gegnum hið mjóa sund, ergrein- ir eyjuna Vhight frá Englandi, og kom þar lystiskip eitt siglandi ú tnóti henni. þegar skamt var orðið milli skipanna, beygði gufu- skipið af fyrir seglskipinu, eins og reglur eru til en í því hefur að líkindum eitthvert fát komið á skipstjórann á seglskipinu, því hann beygði af í sömn átt og gufuskipið, og varð seglskipið þannig rjett fyrir stefninu á því, en svo voru þau nálægt hvort öðru, að gufu- skipið hafði eigi svigrúm til að stýra aptur úr vegi; rak það þvi stefnið á miðja hlið seglskipsins, sem sökk þegar í stað. jþrír

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.