Íslendingur - 14.10.1875, Qupperneq 8
104
klnkkutíma eptir að það brotnaði; varð því
öllum mönnunum bjargað, 500 að tö!u. Dreki
þessi, er sökk, hafði 14 fallstykki, að utan
var hann albrynjaður járnplötum, sem voru
6 og 8 þumlungar á þykkt. Gufuvjel hans
hafði á við 800 hesta krapt. Þegar menn
gæta þevs, að Iron-Duke ekki hafði nema
hálfa ferð, og braut þó viðstöðulaust inn úr
8 þumlunga þykkum járnplötum, þámánærri
geta, hversu voðalegir þessir járnbarðar muni
vera í orustum, eins og Vouguard var, fá
ekki staðist áhlaup þeirra, þá má nærri geta,
að ekki muni verða mikið úr trjeskipum,
þegar slíkt ferlíki kemur æðandi að þeim.
Sœkonvngar og Englendingar.
Herra ritstjóri!
Sjörið svo vel að ljá dálitlu kvæði, er eg legg
iijer með, rúm í blaði yðar, og leyfið mjer fyrirfram
að fara fáeinum orðum um tilefni þess, til svo bet-
ur skiljist, hvernig á pví stendur.
Tilefni vísnanna, sem kveðnar eru fyrir 12 ár-
um minnst, er pá jiað, að ung skozk kona, eyversk
eða bjaltlenzk að ætt og uppruna, hafði í bernsku
Yeriö mjög gagntekin af ágæti fomvíkinga og sæ-
konunga norrænna, sem ungum stúlkum er títt um
hermenn og hjálmfaldna happa, sem „heldur vilja
'deyja en vægja“ og hafði síðan kveðið um pá lof-
kvæði á ensku. þessu kvæði svaraði jeg á pann
hátt, sem vísurnar bera með sjer, fiví mjer hafði
þá pegar lengi pótt lítið koma til framtaks Eng-
lendinga í viðskiptum þeirra við aðrar pjóðir, hvað
sem áðwr hefur verið, nú segja næstum því allir
hið sama, en par sem seinast í sísunum er haft
tillit til Ameríkumanna, þá mundi eg nú hafa sett
þjóðverja í staðinn, síðan Bismark gjörðist oddviti
þeirra til frægðar og frama, Jiví Yesturheimsmönn-
um hrakar áhinn bóginn aptur um sinn. það erogsíður
rjett nú, en fyrir 12 árum, sem getið er til um
Kússland, pví sú móðir austur frá er nú farin að
batna, er ei lengur háskaleg að minnsta kosti, og
er það líklega Bismark að fiakka.
Jeg hafði áður beðið annan blaðaútgefanda að veita
vísum mínum og pessum litla formála viðtöku í blað
sitt, en hann var ei við því búinn, skilst mjer á-
stæða hans einkum sú, að „honum er leiður allur
víkingsskapur“, jiví kaupskapur og ofiæti, já „húm-
bug“ vorra daga er ■ j>ó skárra, en atkvæði feðra
vorra, á dögum Loðbrókarsona jiar sem slíkir kenni-
menn tala, þagna jeg, pví mjer erof vaxið aðsvara
fieim, „mjer verður orðfall, og ekki að vegi. En
gaman fætti mjer fió að vita, hvort allir hugsa nú
á íslandi, eins og spekingur sá, er jeg hefi haft
fiessi orð npp eptir. Styðjið mig til að komast að
fessu herra ritstjóri, og, að svo mæltu, látum kvæðið
tala, ef Jijer leyfið! Iímh., 16. d. ágústm. 1875.
Með virðingu Gísli Brynjúlfsson.
Sœkonungar og Englendingar.
það var áðr, nú er nauða
nótt um víkings kalda slóð,
færð né vakið drótt of dauða
dýr þó kveðir margan óð.
Fór eg opt um báru bláa,
blökkum þar sem renndi fyrr
humra vangs um heiðtr máfa
Hækings þjóð í óðum byr.
Né jeg fann þó enn með öllu
öunur merkín Beita hers,
heldr enn þau sem hafs um völlu
hverfa skjólt í djúpi vers.
þeim er eptir ei að leita,
er að styrðu höfum fyrr,
sækonunga sveitin teita
sat of lengi dauða kyr.
Nú er hljóðt í Norðurlöndum,
Niflungs þjóðin dáin er,
hennar önd á öðrum ströndum
annars leitar hælis sér.
Skati og Atall örgum þoldir
áður sitt að lægja fjör,
vildu heldr hyljast moldu,
heldr enn lifa slík við kjör.
Yðar þjóð, sem átti taka
arfinn þeirra hafs um slóð,
hefir veröld svikið, slaka
sífeldt lætr urðarhljóð.
Sínum ær að auðarbyngum
öðru lætr fyrir gert,
hyggr meir að hestaþingum
heldr enn því, sem vlls er vert.
Býr oss ein í austrheimi
Andra móðir svelt í kví,
senn oss armr eyðir sveimi,
enskir menn ei sinna því.
Veðr uppi öldin gaura,
enska þjóðin tínir seim,
tætir ull og telr maura —
talið heldr fyrir þeim!
Annars koma hefnd mun hölum,
hinn er næturgamall vo,
Valabar í vestursölum
vífið eina forðum svo.
Annars þangað vendum vonum
í Vestrheimi þar sem enn
magnast þjóð, er mannasonum
mun að réttu veita senn í
Gísli Brynjúlfsson._______
Eigandi og Ábyrgðarm.: Páll Eyúlfsson.
Prentaðurí prentsmiðju íslands. E. þórðarson.