Alþýðublaðið - 10.02.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.02.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ $pjóqai> ancLinn, Amensk landnemasaga. Auglýsin um hámarksverð á kaffL Verðlagsnefnd hefir samkvæmt lögum nr. io, 8. september 1915 og nr. 7, 8. febrúar 1917, svo og reglugerð um framkvæmd á þeira íögum 28. sept. 1920, ákveðið, að hámark söluverðs í Reykjavík á eftirgreindum vörum skuli fyrst um sinn vera þannig: Óbrent kaffi í heildsölu kr. 2,00 pr. kg. sama í smásölu kr. 2,35 pr. kg. Brení og malað kaífi í smásölu kr. 3,30 pr. kg, Skrá um hámarksverð þetta, sera seljanda nefndra vara er skyU að hafa auðsýnilega á sölustaðnum, sarakværat 5. gr. framannefndrar reglugerðar, fæst á skrifstofu lögreglustjóra. Auglýsing lögreglustjóra um hámatksverð á kaffibaunum frá 21. des. 1920 er úr gildi feld, svo og hámarksverð það á brendu og möluðu kaffi, sem geíur í auglýsingu lögréglustjóra frá 6, f, m. Þetta birtist hér með til leiðbeiniagar og eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 9, íebrúar 1921. Jón Hermannsson. (Framh.) Þó Telie væri nú laus, reyndi hún þó ekki að flýja. Hún reyndi að kyssa hendi Edithar og endur- tók grátandi þá hughreysiingu sfna, að Edith mundi ekkert mein verða gert. „Ekkert ílt? Veit eg ekki alt?“ hrópaði Edith og greip í handlegg Telie »Þú ert ekki eins og pabbi þinn! Þó þó gætir svikið mig einu sinni mundir þú ekki gera það í annað sinn! Vertu hjá mér Telie, og eg skal fyrirgefa þér alt. Iilmennið kemur hingað; hann hefir látið drepa bróður minn. Vertu hjá mér Telie, til þess að vermda mig gegn þessum manni, og eg skal fyrirgefa þér alt, sera þú hefir gert!“ Telie sagði henni aftur að vera ekki hrædd; rauðskinnakonan gamla ætti að gæta heanar, Edith yrði að lofa sér að fsra, því ann- ars gæti hún búlst við öliu jllu, því faðir hennar hefði bannað sér að koma nálægt fanganum; hún hefði stolist til að koma og sfeyldi koma aftur þegar hún gæti. En Edith hélt áfram að biðja haaa unz hún hné máttvana aiður í fletið og flýtti Telie sér þá burtu sorg- bitin rojög og niðurdregin. Þegar Telie fór fram hjá Nat- han vék hann til hliðar, þangað til hún var kominn yfir svæðið Þ* fór haan í sömu stellingar. Hann fyltist meðaumkunar, er hann horfði á veslings Edith, sem var aðframkomin af sorg og kvíða. Hann dró hníf sinn úr slíðrutn og Seit til kerlingarinnar, sem snéri að honum bakkinu, og glápti á Edith. Nathan lyfti upp horni á mottunni, með hnífinn í annari heodi, og blóðþorsta í huga. En tilfinningar hvíta mannsins i honum sigruðu, svo hann slepti attur mottunni og fór á burt. í annað sinn stakk hann hnífnum í skeið- arnar, hlustaði eftir hvort Wen- onga væri enn hreyfingarlaus, skundaði fram hjá rauðskmmmum við bálið, og hraðaði sér þangað, sem hann hafði skilið hestaþjófinn eftir, Hann hitti Hrólf steinsofandi og hraut hann svo hátt, að hvert mannsbarn í þorpinu hefðt vakn- að, ef öðruvísi hefði staðið á. „Dauði og djöfulll* hrópaði Hrólfur néri augun, þegar Nathan hristi hann til. „Hér er ekki stað- ur til að hrjóta á. En segðu mér, hvað er í frjettum af rauðskinnum og hinni engiihreinu jómfrú?* „Ljáðu mér einn mulinn þinn,“ sagði Nathan, og taktu vel eftir því, sem eg ætla nú að segja þér!" „Múl?“ Hrópaði Hrólfur undr- andi. „Þú ætlar þó ekki að vinna verkið einn? Ætlar þú líka að stela hestunum?“ nNei,“ mælti Nathan, „eg ætla með múlnum að binda kerlingar- norn, sem gætir stúlkunnar; og það er bezt að hafa það þannig, því eg hefi enn þá aldrei flekkað hendur mína í blóði konu." nVið skulum ná í Roland,“ sagði Hrólfur, nog síðan byrjum við.“ Ritstjóri og ábyrgðarmaður : ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. fíríaœaimi er blað jafnaðarnianna, gefinn út á Akureyri. Kerrmr út vikuiega i nokkru stærra broti en „VfSþ"; Ritstjóri er Halídór Friðjónsson. "V é r k aim að uriirn er bezt rifcaður ailra norðlenzkra blaða, og er ágætt fréttabiað. Aiíir Norðlendinj^iir, víðsvegar um Iándið, kaupa hann, Verkamenn kaupið ykkar blöð! Gerist áskrifendur frá nýjári á #f§rd8sta ^nþýðabl. Alþbl. er bfað allrar alþýðu. Brún drágt til sölu raeí tækifærisverði. Til sýnis hjá Ry- delsborg, Laugaveg 6.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.