Alþýðublaðið - 30.04.1960, Blaðsíða 5
Hér er maðurinn, sem
talinn er líklegastur til að
taka við af Verwoerd, for-
sætisráðherra Suður-Ame
ríku, en hann er talinn
svo særður, að hann eigi
ekki afturkvæmt í ráð-
herrastól. Maðurinn heit-
ir Paul Sauer og er ráð-
herra í stjórninni.
ANKARA, 29. apríl, (NTB—
AFP). Einn stúdent lézt og 16
Btúdentar og 15 lögreglumenn
særðust, er mótmælaaðgerðum
gegn stjórninni var haldið á-
fram annan daginn í röð við
háskólann í Ankara í dag. Um
50 manns hafa verið andteknir,
og setti stjórnin hermenn í stað
lögreglunnar til að koma á ró
og sprekt í höfuðborginni, þar
sem óeirðirnar í Istanbul í gær
urðu til þess, að hernaðará-
standi var lýst yfir, sett á út-
göngubann og ritskoðun á blöð.
Blóðsúthellingar hófust, er
stúdentar í lagadeild háskólans
voru reknir af riddaraliði inn
í hákólabygginguna og tóku
síðan að stökkva út um glugg-
ana. Við stjórnvísindadeildina
þar í grenndinni héldu um 2000
stúdentar áfram að mótmæla,
þó að deildirnar úr hernum
stæðu vörð í kringum þá.
Namik Arguc, sem stjórnar
Ankara á meðan á hernaðar-
ástandinu stendur, ók í jeppa
upp að háskólanum og gaf stúd-
'entum skipun um að hverfa til
síns heima. Ef því yrði ekki
íhlýtt myndu hermenn hans
hefja skothríð, sagði hann. —
Nokkru síðar tóku hermennirn-
ir að skjóta.
REUTER skýrir frá því, að
liðsforingjar úr hernum hafi
grátið, konur miss.t meðvitund
og börn æpt, er sjúkrabílar óku
hinum særðu á sjúkrahús eftir
mótmælafundinn í dag. Þá
heyrðust skot víða í borginni.
Ástandið var ólióst og lágu fyr-
ir mótsagnakenndar upplýsing-
ar um tölu drepinna og særðra.
i— í Izmir, í vesturhluta lands-
ins, dreifði lögreglan um 1000
stúdentum, sem safnazt höfðu
saman við bústað fylkisstjór-
ans.
í Ankara voru margir hinna
handteknu fluttir til aðalstöðva
hersins. Ýmsir þeirra voru
blóði drifnir. Það var einnig
’upplýst, að nokkrir blaðamenn
hefðu særzt í átökunum.
í Istanbul, þar sem óeirðirnar
voru hvað mestar í gær, tók
lífið að færast í eðlilegar horfur
í dag. Öll blöð fóru að skipun
hernaðaryfirvaldanna um að
prenta hvorki frásagnir né
myndir af atburðunum. Eitt
blað skýrði þó frá því, að hætt
hefði verið kennslu í ýmsum
deildum háskólans.
Óstaðfestar fregnir frá An-
kara skýra frá því, að formaður
stjórnarflokksins, demókrata-
flokksins, Kayalar, hafi sagt af
sér. Ástæðan á að vera sú, að
kona hans tilkynnti fyrir nokkr
um dögum, að hún styddi stjórn
arandstöðuflokkinn. Þá er einn
ig sagt, að tveir þingmenn demó
krata hafi lagt niður umboð sín.
Þeir, sem handteknir voru,
höfðu á sér flugrit með merki
repúblíkanaílokksins, stjórnar-
andstöðuflokksins, segir í opin-
berri tilkynningu innanríkis-
ráðuneytisins í kvöld. Leiðtogi
flokksins er Ismet Inönu. Ástæð
an til óeirðanna var sú, að ung-
hreyfing repúblíkana hugðist
halda mótmælafundi vegna at-
burðanna á tyrkneska þinginu
í gær, segir í tilkynningunni.
Hafi lögreglan heyit um þetta
og gert ráðstafanir til að halda
uppi friði.
Menderes, forsætisráðherra,
sagði í útvarpsræðu í dag, að
óeirðirnar stöfuðu af undirróð-
ursmönnum, sem notuðu sak-
lausa unglinga til að koma
fram fyrirætlunum sínum. „Rót
erfiðleikanna eru ofstækisfullir
meðlimir pólitískra flokka, sem
eru blindaðir af metnaði sínum
og skortir rökrænan skilning.
En þessir aðilar eru minnihluti
eg allir þessir hópar skulu fá að
finna fyrir því, hvað það þýðir
að standa gegn öryggiskerfi
ríkisins“, sagði Menderes.
AFP segir, að óeirðirnar í
Ankara, Istanbul og Izmir, stafi
af þriggja mánaða banni ríkis-
stjórnarinnar á allri pólitískri
starfsemi. Það hefur verið sam-
eiginleg krafa allra mótmæla-
fundanna, að Manderes segi af
sér.
Framhald af 1. síðu.
þó við það, að þeir er brotið
hafa fiskveiðireglur okkar eft-
ir 1. september 1158 óttast að
verða sóttir til saka, ef þéir eru
á siglingu án herskipaverndar
innan fiskveiðilögsögu okkar.
Við vitum ekki, hvað fram-
tíðin ber í skauti sínu. En hvað
sem aðrir gera- hirðum við ekki
um að eltast við gamlar sakir
úr því sem komið er. Eltinga-
leikur til að koma fram refs-
ingum vegna þess, sem framið
var þegar atvik voru öll önnur,
vrði nú engum til góðs. Við
viljum tryggja lausn á máli
okkar í sátt og samlyndi við
alla, einungis • ef lífshagsmun-
um okkar er borgið.“
Bjarni Benediktsson byrjaði
á því að ræða nokkuð um
Genfarfundinn, og sagði svo:
„En við jafnt sem aðrir hljót-
um að gera okkur grein fyrir
því, að nú er nýtt viðhorf
skapað. Allir þurfa að vonum
nokkurn tíma til að átta sig,
enda sakar ekki, að nokkur
tími líði svo að beiskja hverfi
úr hugum manna. Blóðnætur
eru bráðastar.
Fyrir okkur fslendinga er
um að gera áð halda þeirri
samúð, sem við höfum aflað,
SEGUL, 29. apríl, (NTB-AFP).
Bandaríkjamemi féllust í dag
á að hefja þegar í stað aftur
framkvæmd aðstoðar við Suð-
ur-Kóreu, og var jafnframt til-
kynnt, að löndin muni sameig-
inlega gera ráðstafanir, er miði
að því að forðast, að aðstoðin
verði notuð til flokkspólitískr-
ar starfsemi. Jafnframt cr nú
lífið í Seoul að komast í samt
borf eftir viku óeirðir, og stiid-
eníarnir, sem að lokum steyptu
Rhee af stóli, eru aft-
ur farnir að sækja fyrirlestra.
1 þinginu var í dag sett á lagg
irnar níu manna nefnd til að
útbúa breytingatillögur við
stjórnarskrána með það fyrir
augum að veita landinu þing-
ræðislega stjórn. Þá samþykkti
þingið að -fallast á lausnarbeiðni
Syngmans Rhee, og sömuleiðis
3endiherrana í Washington og
Tókíó.
Óstaðfestar útvarpsfregnir
herma, að Rhee eigi að hafa
reyht að flýja 'til Formósu, en
stjórnin þar neitaði honum um
vegabréfsáritun.
• -'«ir menn, sem fyrir átta
árum reyndu að drepa Rhee,
>afa íengið sákaruppgjöf.
Huh Chung, núverandi for-
seti, heldur áfram að skipa rík-
isstjórn. Sung Yo Chang, hers-
höfðingi, sem er yfirmaður
hersins á meðan á hernaðará-
standinu stendur, upplýsti í
dag, að hann hefði afþakkað
boð um að verða landvarnaráð-
herra í stjórninni. Kvaðst hann
ætla að halda áfram að vera
hermaður.
og gera ekki neitt það, sem
kann að verða til þess, að aSr=
ir geri í fljótræði eiííhvað,
sem skapi óleysanleg vanda-
mál.“ i
Um úrslit Genfarfundarinu
sagði dómsmálaráðherra meða.l
annars: „Nú féllst 2/3 meiri-
hluti á að opna leið til forrétt-
inda strandríkis til veiða utan
við 12 sjómílur. Sú hugmynd,
sem ekki sízt hefur hlotið fyigl
fyrir forustu íslendinga, var f;c>
vísu borin fram í óákveðnara
formi en við hefðum kosið, ert
er þó greinilegri leiðarvísir en»
áður hefur fengizt um það,
hvert haldið skuli, Sovétríkirt
og fylgiríki þeirra virtust þó»
telja of langt gengið í þessu, því
að þau voru ófáanleg til acJ
styðja nokkra tillögu í þessr*
átt.
Nú var miðað við, að kvöðinn
um hin svokölluðu sögulegri.
réttindi héldist ekki lengur er:»
10 ár og var vitað, að við munól
um með sérsamningum geta
fengið hana stytta um helming
varðandi okkar lögsögu. Þv£
verður þess vegna ekki mælt £
móti, að þó að okkur þættu íor -
ráðamenn meirihlutans sækja
samþykkt tillögu sinnar meira
af kappi en forsjá, þá höfða
þeir varðandi sjálft meginat-
riðið slakað mjög til.“
Þá ræddi Bjarni um sérstoðn
íslendinga, og sagði síðan:
„Ekki ætti að þurfa um það að
deila, ■ að hagsmunir íslands
hefði ekki verið hægt að tryggja
betur á annan veg en þann, en
ef tekizt hefði að fá alþjóða-
samþykkt, þar sem 12 mílna
fiskveiðilögsaga var skiiyrSis-
laust viðurkennd fyrir ísland,
hvað sem var um aðra, svo sem
Ðani og Norðmenn, er eftir at-
vikum vildu sjálfir sætta sift
við 10 eða að nokkru ley.ti 5 ára
kvöð.“ Bjarni sagði, að þótt til—
lögur íslands hefðu verið fehd-
ar, hefðu fengizt fleiri og sterk-*
ari yfirlýsingar um sérstoðö
íslands en ella. Samúð maima
með málstað okkar náði miklw
lengra en atkvæðatölurnar me&
tillögum okkar gáfu til kynna.
ange
í HEGNINGARHÚS-
INU við Skólavörðustíg í
Reykjavík situr Banda-
ríkjamaður af Keflavík-
-urflugvelli vegna ákæru
um að hafa haft mök við
15 ára stúlku. Hún mun
vera vanfær af hans völd
-um.
Bandaríkjamaður þessi hefur
á hendi atvinnurekstur á veg-
tim vc. zlunar varnarliðsins á
Keííavikurflugvelli. Hann er
ekki í hernum, en er bandarísk™
ur borgari, sem hefur starfaö-
hér á landi.
Sem fyrr segir, hefur maður-
inn verið kærður fyrir að hafa
haft mök við 15 ára stúlku. Er
það brot á íslenzkum hegning-
arlögum og getur varðað alli
að fjögurra ára fangelsi.
Um mál þetta verður fjallaö
af íslenzkum dómstólum, þvl
samkvæmt samningi m.illí
Bandaríkjanna og íslands, fjalla
íslenzkir dómstólar um broi
bandarískra borgara á íslenzk-
um lögum. \
Alþýðublaðið — 30. apríl 1960