Alþýðublaðið - 30.04.1960, Síða 8

Alþýðublaðið - 30.04.1960, Síða 8
fyrir fírætt. OPINBERAR heimildir í Moskvu upplýsa, að í Sov- étríkjunum séu 100 manns á aldrinum milli 120 og 150 ára. 9500 manns eru komnir yíir tírætt. Það er að segja: 81 af milljón eru 100 ára eða meir. í Bandaríkjunum eru 30 af milljón 100 ára. Rússneskir vísindamenn telja, að það sé of snemmt fyrir mann að deyja, áður en hann nær tíræðisaldri og finna verði ráð til þess áð að fjarlægja orsakir þess, — að menn deyji fyrir þann aldur. Vantar bófa TILFINNANLEGUR skort- ur á „skúrkum" gerir nú var.t við sig við amerískar sjónvarpsstöðvar. Orsök þessa er, að hafi einhver bófi verið skotinn í sjónvarpinu þykir óvið- kunnanlegt að láta hann koma ljóslifandi fram viku seinna. „Almenningur neit- ar“, segja leikstjórarnir. — „Við megum ekki láta „hina dauðu“ sjást aftur í lengri tíma“. — Af þessu leiðir að nú gerist fátt um bófalega menn, sem leikið geta dauða hlutverkin í sjónvarpinu og er jafnvel um það rætt vestra, að nauðsyn muni bera til að flytja inn skugga lega náunga erlendis frá. FRAMMJÓIR eins og fuglsnef eiga skór enskra unglings- stúlkna að vera í ár, ef þær vilja fylgjast með tízkunni. Þægilegir eru þeir ekki, — en það skiptir auðvitað litlu máli . . . aimimiimiiiitiiiiimuiiiiHiiiiiiiiMHuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiinuiuiiiuniiummiiimmiiiiuiiiiiimmii Shiriey Temple er orðin 32 ára GEFIÐ hinum hrein skilna, sannorða manni fljótan hest. Hann mun þurfa hans með. Armenskt máltæki. SHIRLEY TEMPLE, sem allir þekkja frá því í gamla daga, er nýorðin 32 ára, og er lifandi dæmi þess, að barnastjörnur þurfa ekki endilega að spillast þótt mik ið sé látið með þær. Þegar Shirley var 9 ára, var hún sjöundi tekjuhæsti einstaklingur Bandaríkj- anna. Nú er hún hamingju- samlega gift (í annað sinn) á þrjú börn og býr í Ath- erton í Norður-Kaliforníu. Sjálf segist hún lifa ósköp venjulegu lífi. „Mestur tími minn fer í að hugsa um börn in og 20 stundir -á mánuði vinn ég sem sjálfboðaliði við barnagæzlu. Einnig vinn ég á sjúkrahúsum við og við“. Börn hennar eru Linda Susan, 11 ára, sem hún átti með fyrra manni sínum, (en það hjónaband endaði með skilnaði), Charles, 8 ára og Lori 6 ára, sem hún á með seinni manni sínum, Charles Black, forstjóra fyrirtækis í Kaliforníu. Starf kvikmyndastjörn- unnar í þágu annarra er á- vöxtur af heppilegu uppeldi hennar og aðgæzlu hennar nánustu, er hún var vin- sælasta leikkona Bandaríkj- anna. Shirley segir, að for- stjórar 20th Century-Fox, hafi harðbannað, að hún fengi að taka á móti aðdá- endum sínum svo hún hefði ekki hugmynd um hversu vinsæl og dáð hún var. 11 ára var hún send í telpna- skóla en fram að því hafði hún haft einkakennara. — í skólanum lærði’hún að um gangast sína líka. En vill hún að börn hennar fari á leiklistarbrautina? „Ef þau vilja -það, er mér sama, en þau virðast -ekki óska eftir því. Þau léku einu sinni með mér í sjónvarpinu, en þau hafa alveg eins gaman af að fara með mér í búðir eins og að leika“. Hin unga brúður EITTHVAÐ í þessum stíl á hin unga vor- brúður að klæðast seg ir Jesques Hemi í Par- ís. — Þeir eru allir háir í hálsinn, með hálflöngum ermum og stúlkurnar bera brúsandi slör, sem ná niður í mitti. ERTU vinsæll? Áttu auðvelt með að - vina? Eitt Lundúnarblaðanna birti á d( eftirfarandi próf, sem lagt er fram til ] fólk geti sjálft gert sér grein fyrir því, hi er vinsælt. „Efalaust finnst ykkur, sem þið gæt að spurningunum á fleiri en einn veg, — ið á þann veg, sem samvizkan innst inn ykkur. Á þann einn máta komizt þið að s anum um sjálf ykkur“. Sem sagt einfalt og auðvelt — hlýðit rödd samvizkunnar, — og þá munt brezku sálfræðingar leiða ykkur í alla leik. 1. Þú sérð langt til á göt- unni kunningja, sem þú hef- ur ekki hitt í eitt eða tvö ár — A — Veifarðu þá með hendinni til þess að draga að þér athygli viðkomandi manns? B — Gengurðu áfram á móti honum og hugsar: — „Skyldi hanh þekkja mig aftur?“ C — Ferðu yfir götuna til þes sað losa ykkur báða við óþægindin af því að hittast? 2. Mundirðu láta svo um- mælt um vinnufélaga þína, að þeir væru — A — Ágætis fólk til að vinna með? B — Bezta fólk með einni eða tveim undantekningum? C — Fremur erfitt í um- gengni? 3. Þegar þú varst harn — A — Kom þér þá mjög vel saman við systkini þín? B — Kaustu helzt félags- skap eins eða tveggja skóla- félaga þinna? C — Fannst þér þú vera á einhvern hátt ólíkur syst- kinunx þínum? 4. Hvað þykir þér skemmtilegast að gera á kvöldin — A — Fara á kaf dansstað og skemnc B — Vera heir nokkrum góðum v: C — Sitja í róL um og hlusta á útv lesa igóða bók? 5. Sölumaður hri bjöllunni og býður hvað, sem þú hefð á móti því að kaup irðu þá —■ A — Bjóða honr B — Hlusta á þa unum, sem hann segja? C — Segja honr kaupir venjulega í um? 6. Finnst þér — A — Að þú e: vini? B — Að þú vilc an eignast fleiri 1 C — Að þú vitir ekki, hvernig þú afla þér fleiri vin 7. Læturðu þig um, að þú sért kv hetja, sjónvarpsh einhvers konar „st A — Sjaldan ? B — Kannski e í hálfum mánuði? C — Oft? 8. Á síðustu stun boðið í samkvæmi sem þú þekkir el 8 30. apríl 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.