Alþýðublaðið - 30.04.1960, Blaðsíða 10
IILKYNNING
um lóðahreinsun á Akranesi.
Samkvæmt 11. grein heilbrigðissamþykktar
fyrir Akraneskaupstað er eigendum húsa skylt að sjá
um, að haldið sé hreinum portum og annarri byggðri
lóð kringum hús þeirra, svo og óbyggðum lóðum. —
Með tilvísun til framanritaðra ákvæða heilbrigðis-
samþykktarinnar eru lóðareigendur eða umráða-
menn lóða í Akraneskaupstað hér með áminntir um
að hreinsa lóðir sínar og fjarlægja þaðan allt sem ó-
þrifnaður eða óprýði er af og þarflaust er að hafa þar.
Lóðahreinsun skal vera lokið eigi síðar en 15. maí
næstk. að öðrum kosti mega lóðareigendur búast við,
að hreinsunin verði framkvæmd á þéirra kostnað.
Akranesi, 28. apríl 1960.
Heilbrigðisnefnd.
AÐALSKOÐUN
bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkur ári,ð 1960
fer fram við hús sérleyfisbifreiða Keflavíkur dagana
2.—12. maí næstk. kl. 9—12 og kl, 13,00 til 18,30 svo
sem hér segir:
Mánudag 2. maf Ö— 1— 75
Þriðjud. 3. maí Ö— 76—150
Miðvikud. 4. mai Ö—151—225
Fimmtud. 5. maí Ö—226—300
Föstud. 6. maí Ö—301—375
i ■ Þriðjud. 10. maí Ö—376—450
"" Miðvikud. 11. maí Ö—451—525
Fimmtud. 12. maí Ö—526—625
í Sömu daSa verða reiðhjól með hjálparvél skoðuð.
:i Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild
j ökuskírteini.
Sýna ber og skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur
og vátryggingariðgjald ökumanna fyrir árið 1959 séu
greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé
, í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður
skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin tekin úr um-
ferð, þar til gjöldin eru greidd.
Kvittun fyrir greiðslu afnotagjalds útvarpsvið-
tækis í bifreið, ber og að sýna við skoðun.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoð-
unar á réttum degi, án þess að hafa áður tilkynnt
skoðunarmönnum lögmæt forföll, með hæfilegum
fyrirvara, verður hann látinn sæta sektum sam-
kvæmt umferðalögum og lögum um bifreiðaskatt, og
bifreið hans tekin úr umferð, hvar sem til hennar
næst.
Þetta er hér með tilkynnt öllum þeim, sem hlut
eiga að máli.
Bæjarfógetinn í Keflavík, 25. apríl 1960.
Alfreð Gíslason.
Krefjast
verndar
Framhald af bls. 3.
ráðuneytisins neitaði í dag að
gefa upp, hvað íbrezk herskip,
sem eru staðsett utan 12 mílna
fiskveiðilögsögu íslands, muni
gera, ef íslenzk varðskip taka
brezka togara að veiðum innan
fiskveiðitakmarkanna. Þegar
Þorkell máni kemur til Grims-
by á sunnudagskvöld, verður
lögregluvörður á bryggjunni, en
íormaður togaraeigenda í bæn-
um, Dennis Welch, sagði í dag,
að ekki hefði verið undirbúnar
neinar sérstakar sameiginlegar
aðgerðir, „en ég get ekki sagt
um, hvað einstakir menn kunna
að taka til bragðs“.
Þórarinn Olgeirsson, ræðis-
maður íslands í Grimsby. sagði
í dag, að brezkir mættu leita til
íslenzkra hafna í óveðrum og
eins að fara með slasaða menn
og sjúka til hafnar.
ÞÓRARINN OLGEIRS
SON hefur símað Lofti
Bjarnasyni, form. FÍB, að
mikil ólga sé nú í Hull
og háværar raddir um
löndunarbann á íslenzka
togara. Eru það löndunar
menn í Hull er verst láta.
Þá mun einnig vera mikill
urgur í skipstjórum og sjó-
mönnum. Ekki mun þó enn hafa
verið tekin nein endanleg á-
kvörðun um löndunarbann. í
Grimsby mun einnig vera urg-
ur í löndunarmönnum og skip-
stjórum, en þó ekki eins mikill
og í Hull.
ÐALSKO
Aðalskoðun bifreiða og bifhjóla í Akraneskaup—’
s'tað árið 1960 fer fram að Fólksbifreiðastöð Akra-
ness eftirtalda daga kl. 9—12 og 13—16,30 hvern dag:
Mánudag 2. maí
Þriðjudag 3. maí
Miðvjkudag 4. maí
Fimmtudag 5. maí
Ber þá að mæta til skoðunar með allar bifreiðir
og bifhjól skrásett á Akranesi svo og aðrar bifreiðir
hér í lögsagnarumdæminu, sem skráðar eru í öðrum
umdæmum. Númeraspjöld ber að endurnýja fyrir
skoðun, séu þau eigi nægilega skýr og læsileg, þá
ber og að hafa ljós bifreiðarinnar rétt stillt og stefnu— 1
ljós í lagi.'
Bifreiðastjórar skulu við skoðun sýna fullgild
ökuskírteinl. Við skoðun skulu og sýnd skilríki fyrir
því, að lögboðin gjöld af bifreiðum séu greidd.
Geti bifreiðareigandinn eigi mætt eða látið mæta
með bifreið sína til skoðunar einhvern framan—
greindra daga ber honum að tilkynna forföll. Síma—f
tilkynning um það verður ekki tekin til greina. —
Vanræksla á að koma með bifreið til skoðunar án
67:54
þess að um lögmæt forföll sé að ræða varðar sektum
og fyrirvaralausri stöðvun bifreiðarinnar hvar sem
I körfuknattleikskeppni ÍB
og varnarliðsmanna í gærkvöldi
sigruðu þeir síðarnefndu með
67 stigum gegn 54 í geysihörð-
um leik. ÍR-ingarnir byrjuðu
illa og eftir 10 mínutur voru
varnarliðsmenn komnir í 20:4,
en þá fór leikur ÍR-inganna að
batna.
tiThennar næst, þar til skoðun hefur farið fram.
Bæjarfógetinn á Akranesi.
Þórhallur Sæmundsson.
N ý j a r
Sími 17283
Júlíus Guðmundsson, skóla-
stjóri, flytur 12. erindið sitt
um boðskap Opinberunar-
bókarinnar í Aðventkirkj-
unni, sunnudaginn 1. maí,
kl. 5 síðd.
Nefnist erindið:
ÚTVALIN KYNSLÓÐ
Einsöngur.
Allir velkomnir.
10 30. apríl 1960 — Alþýðublaðið