Alþýðublaðið - 14.02.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.02.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Læknafélagið kysi 5 þeirra, lækna- deild Háskólans — kennarar og stúdentar — einn, og Iandsstjórnin einn. Að eins þyrfti þá að taka fram, að í ráðinu mættu ekki sitja aðrir menn en þeir, erhefðu læknis- eða lyfsalapróf, annars mundi landsstjórnin vafalaust setja tögfrœðing í það. Það skiftir ekki miklu máli til hve langs tíma meðlimir ráðsins eru kosnir, en tíminn ætti ekki að vera iangur; eitt, eða mest tvö ár f senn. Það væri hvort eð er auðvelt að endurkjósa meðlimi ráðsins, ef við þá iíkaði. Það er töluvert þýðingarmikið atriði, að starfið, sem meðlimur lyfjasölu- ráðsins sé ólaunað, til þess eng- inn sæktist eítir því sem bitling, enda yrði hér að eins um menn að ræöa, sem í raun réttri engrar borgunar þörfnuðust fyrir starfið. Hvort sem landið tekur að sér heildsölu á lyfjum nú eða ekki, þá er víst, að það lfða ekki mjög mörg kjörtímabil, áður en landið tekur að sér alla lyfjasólu, ekki að eins heildsöluna, taeldur einnig sjálfar lyfjabúðirnar, og þá verður fyrirkomulag yfirstjórnar þessara mála tvímælalaust, haft eitthvað á þá leið, er hér hefir verið bent á. Svejnsýkin. ---- (Nl.) Merkustu tilraunirnar hafa senni- lega Levaditi og Harvier við Pas- teursstofnunina í París gert. Þeir dældu efnum úr heilum manna er dáið höfðu úr svefnsýki beint inn í heilann á vísum dýrum. Það kom þá í Ijós, að apar voru ómóttæki- legir, en aftur á móti sýktust kan- ínur í mörgum föilum. Og þegar sýkillinn hafði verið fluttur frá einni kanínu til annarar, magnað- ist hann, svo hægt var að sýkja marsvín og jafnvel apa. Þessir menn fundu ekkert af þeim sýki- um sem Wiesner íann. Aftur á móti hepnaðist þeim að einangra sýkilinn (virus) í síuðum heilavess- um úr svefnsjúku dýri. Sían var afar smágjör postulínssía, sem ekki komust nema örsmáar agnir í gegnum. Svefnsýkis sýkiilinn ætti þá að vera mjög smáger og ósýni- legur í smásjánni. Hægt er að geyma hann í glyserinupplausn. Englendingarnir Rose Brand- ford, Boshford og Wilson hafa komist að svipaðri niðurstöðu. En ekki er hægt að fuliyrða neitt urn athugatair þeirra, fyr en þær hafa verið reyndar betur. Aðferð Leva- diti virðist sem stendur vera sú bezta, sem fram hefir komið. Aðallega ræðst svefnsýkin á menn frá 20—50 ára aldri, og karlar virðast móttækilegri fyrir hana en konur. Og verst fer hún með þá sem eru að einhverju leyti veikir, t. d. ofdrykkjumenn. Tveggja ára srefn. Menn eru mjög misjafnlega lengi sjúkir. Venjulega byrjar sýkin sem inflúenza, með háum hita, höfuð- verk, andarteppu o. s. frv. Eitir nokkra daga sígur höfgi á sjúki inginn, sem stendur nokkra d ga eða vikur, unz sjúkiingurinn deyr eða honum fer smátt og smátt að batna. Stundum er svefninn mjog langvarandi. T. d. segir þýzkur læknir einn fra því, að sjúkiingur hafi sofnað 5. april 1917, og lá hann i dvala þangað til 7. janúar 1919 að hann lézt. En sjúkdómseinkennin eru mjög breytileg. Oft svefnleysi, ásamt miklum þrautum. Um 30% deyja af þeim sem sýkjast, og er sýkin því mjög al varleg. Þeir sem lifa hana af, ná sér venjulega alveg. Er svefnsýki næm? I fyrstu neituðu læknar þessu, því þeir þóttust geta ieitt rök að því. Aldrei kæmi fyrir nema eitt tiifelli í hverri fjölskyJdu eða i hverjum skóla. En siðar hefir ver- ið sýnt fram á undantekningar, þar sem ýmsir úr sömu fjölskyldu og mörg börn úr sama bekk í skóla hafa sýkst. Eftir þvi er varla hægt að mótmæla því, að sýkín sé næm. En sóttnæmíð er mjög lítið og aðeins hinir allra mótíæki legustu sýkjast. Ekkert ráð hefir enn fundist við sýki þessari, Ymislegt hefir verið reynt, árangursiaust. Meðal anuars hefir verið reynt að auka „hvítu blóðkornin" með því að dæla ter- pintínu undir húðina á sjúklingum, Það eina sem hægt er að gera, er að láta sjúkiinginn liggja og gefa honum hjartastyrkjandi með- ul. Náttúran verður svo að sjá um hitt. Að öilum líkindum er ástæðu- laust að gera ráð fýrir þvf, að sýkin geri mikinn usla Hún geng- ur sennilega mjög fljótlega hjá, eins og Nona 1890. Og vafalaust verður hún aldrei mjög útbreidd. Um að ,þéra‘. Mér finst undarlegt hve margir, menn, einkum í Rvik og öðrum kauptúnum, eru gefnir fyrir að „þéra* þá sem þeir tala við. Samt er þetta allramesti ósiður, sem Danir hafa Iaumað inn í mál- venjur okkar, þegar þeir réðu hér mestu Nú ætti að hrinda af sér þessum óvana, um ieið og frelsið er fengið Ailir sjá að forfeður vorir þúuðu hver annan. Þeir töluðu við kónga og stórhöfðingja alveg eins og við umkomulitla bændur. Allir sögðu þú hver við annan og fór vei á pvt, eins og fomsögumar sanna bezt Forn-íslenzkan er móðir Norður- landamálanna, sem Danir Og Norðinenn hafa breytt ótrúlega. Sið^n höfum við svo apað þessa vitleysu — að „þéra" — eftir þeim og umturnað með því gömlum Og góðum venjum úr máiinu. Það að „þéra“ er óeðlilegt haft á kyooingu manna. Að „þéra* einrtvern mann er sama og segja: „Eg þekki þig ekki og vil ekki þekkja þig “ Þetta hugsa margir menn Það er ósköp eðlilegt, þegar þéringar eru afmáðar úr tungu vorri, að menn komi einlæglega fram hver við annan — gera ekki þennan stéttarmun í viðkynning- unni hver við annan — og séu sem vinir frá þvf að þeir sáust fyrst Eu að „þéra“ einhvern rnann gerir mann kaldan fyrir viðkynningu hvers eins manns. Það er nógu rnargt til að sundra okkur Islendmgum, þó að þetta sé ekki fengið að láni þaðan, sem síst skyldi Og það er reynzla fengin fyrir þvf, að gott og myndarlegt fólk getur komist af, talað saman sér til gagns og ánægju, án þess að gera þennan mun á „þér“ og „þú“. Eitt af því aumasta, sem getur hent nokkurn mann, er að reyna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.