Alþýðublaðið - 21.02.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.02.1921, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ blaðslas er i Alþýðuhúsiau við Íngólfsstræti og Hverfisgötu, Sími OS8. Aaglýsingum sé stdlað þangað tða í Gufcenberg í síðasta iagi kl 10 árdegis, þana dag, sem þær eiga að koraa í blaðið, Áskriftarg]ald e iyx fafr. á mánuði. Auglýsiagaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Útsölumenn beðair að gera skil til afgreiðsluaaar,, að, mlnsta kosti ársfjórðungslega. Aí þiiigi, (í fyrrad.) Efri deild. Þar voru til 1. umræðu frv. til iaga um lífeyrissjóð embættis- manna og ekkna þeirra, um líf- eyrissjóð barnakénnara og ekkna þeirra, um breytingu á lögum um stofnun alþýðuskóla á Eiðum og afhending Eiðaeignar til landssjóðs, um einkasölu á lyfjum. Málunura visað til annarar umræðu og nefnda. Forsætisráðherra hélt all langa ræðu ura lyfjafrumvarpið og mælti fast fram með því. Neðri deild. Fundur á Iaugardagtnn kl. 1. — Atvinnumálaráðherrann mælti fram með vatnalagafrumvörpum stjórnarinnar; stutt ræða. Lagði til að sérstök nefnd yrði skipuð 5 mönnum í máli- þessu. B. J, írá Vogi yítti stefnu þá *r frumvarpið tekur í eignarréttar- málinu, og hélt fram sinni fyrri skoðun á því máli. - Sveinn í Firði kvað það tekið fram f athugasemdum stjórnarinn- ar, að frumvarpið væri samið á grundvelli minnihluta fossanefnd- arinnar, og ætti hann því að vera ánægður með það. En þeð brygði svo kynlega við, að grautað væri saman í frumvarpinu stefoum beggja nefndarhlutanna. Fann hann frum- varpinu ekki slzt það til foráttu, hve langt það er (158 gr.), Lagði Sveinn til að 7 manna nefnd yrði kosin, og var það samþykt. Kosnir I nefndina: Bjarni Jéns son frá Vogi, Jóa Þorláksson, Ja kob Möller, Gísli Sveinsson, Sveinn i Firði, Þorleifur Jónsson og Ei ríkur Einarsson. Atvinnumálaráðherra mælti fraœ með frumv. stjórnarinnar um vatns orkusérleyfi, Því vísað til Fossa laganefndarinnar og 2, umræðu Póstlagabreytingum vísað til fjáíhagsnefndar og 2, umræðu. Atvinnumálaráðh. sagði sögu hrossaveszlunar landsins og mælti nseð frumvarpi stjórnarinnar um sölu hrossa til útlanda, Sfðastliðið ár var verðið á hrossum frá 208 —428 kr., og voru seld rúmiega 3400 hross alls. Málinu vísað tii 2, umræðu og Allsherjarnefndar. Lögð fram stjórnarfrumvörpin um Lærðaskólann f Reykjavík, um sendiherrann í Khöfn og um varnir gegn berklaveiki. Frumv. um erfðafjárskatt, um fasteignaskatt og lestagjald vísað umræðulaust til 2. umræðu og fjár- hðgsnefndar. Um frumv. um einkasölu á tó baki og áfengi urðu nokkrar um- ræður, og vildi Pétur Ottesen láta ski/ta framvsrpinu og flytja vfnið inn á einkasölufrumvarpið um lyf, eins og sjálfsagt er, ef einkaleyfið á annað borð verður samþykt. J, Möller og Magnús Jóasson vildu heldur láta hækka tóbakstoliinn og hækka þannig verð tóbaksins, en að landið taki einkasölu. Get- ur almenningur af því séð, hve hollir þéssir menn ætla að verða almenningi, því móti því verður ekki mælt, að tóbak er orðið svo alment notað, að ástæðulaust er að gera sér leik að því, að hækka verð þess að óþörfu. J. A. Jóns- son var frumvarpinu fyigjandi og mælti með einkasölunni, sömuleið- is Sig. Stefánsson, sem kvað það mundi aðalstarf þessa þings, að afla tekna í ríkissjóð. M. J. Krist jánsson andmælti þeim Möiler og Magnúsi Jónssyni, og sýnöi fram á hver fjarstæða það væri, að blanda saman landseinkasölu og einOkuninni gömlu, sem vitanlega er alls annars eðlis. Jón Þorláks- son taldi gjaldeyriskreppuna vera aðalmál þingsins, og var mótfall- inn frumvarpinu. Vildi láta fé það er til slíkrar verzlunar rennur, renna tii annars sem hann taldi þarfara. Málinu vísað til 2. umr. og fjárhagsnefndar. , ^ormulegar ástslnr. Ef þú, lesari góður, vilt taka þér göngutúr og hrista af þér uiið- bæjarrykið, þá iylgdu með rnér inn Hverfisgötu að Barónsstfg. Þar verður íyrir okkur hús eiít til hægri handar, sem við þurfum að staldra við hjá, eg þarf mcðal annars að sýna þér hvað þar býr, við eigum þangað báðir ofurlftið erindi, Við berjum að dyruroj göcgum inn og litumst um, þar mætir aug- anu hinu svarni óvinur slþýðunn- ar f Reykjavíkurbæ — fátæktin — í sinni allra ægilegustu mynd. enda er það ekki svo óeðlilegt, þar sem húsfaðirinn, aðalstoð heím- ilisins, er nyfallinn í valinn f stríðt þvf sem fátækir fjöiskyldumena þessa bæjar heyja daglega fyrir lifi og tilveru sinni, og sinna kær- ustu og nánustu vandamanna. Bjarni Ðagsson hét hann, hann fórst með mb. Hauk nn nýverið, og lætur eftir sig ekkju með 3 eða 4 börn á ómagaaldri. Það er ekki ný saga þetta, um örlög fá- tæku sjómannafjölskyldanna hér í bænum, en hún er hér í nýrri og hræðilega endurbættri útgáfu. OJF- an á það að hafa mist bæði mana sinn og bróður í sjóinn á sömu stundu, bætist það að ekkjan stendur uppi allslaus og ráðþrota með barnahóp sinn, vantandi fæði og klæði handa sér og börnum sínum, og Ijós og hita í lélegu f- búðiaa. Hún horfist þarna í augu við klæðleysið, suitinn, kuldann og — dauðann. Eftir að við — sem svo óvæot vorum þarna á ferðinni — höfum lagt í lófa konunnar aura þá sem við höfðum í buddunni, kveðjum við og göngum út hryggir í huga, \ okkur 'rénnur til rifia að sjá þetta sorglega og átakanlega dæmi upp á misskiftingu þessa lífs gæða og þæginda. Nú er þess hér með farið á leit yið þá sem þessar línur kunna að Iesa, að þeir rétti þessari fátæku og hjáiparvana konu hjálparhönd, þó ekki komi stórfé frá neinum einum (ehginn ætlast til þess) þá safnast þegar saman kemur á einn stað, ef margir eru þátttakendur, og eitt heimili getur munað tölu- vert um það til iantekta, sem fjöldinn veit varla af f útgjöldum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.