Alþýðublaðið - 21.02.1921, Blaðsíða 1
d* %
10
<33-efiO íit £&£ Alþýðixfioklmiiœ,
1921
Mánudagitm 21. febrúar.
42. tölubl.
Ávarp'til alþýðumanna.
Alþýðumenn og konur!
Fulltrúaráð Alþýðusambandsins hefir
ákveðið að reist skuli samkomuhús
fyrir verklýðsfélögin á lóð sambands-
ins við Ingólfsstræti og Hverfisgötu í
Reykjavík.
Yður mun það ljóst, hvað afarmikils-
vert það er fyrir samtök alþýðunnar,
að hún hafi ótakmörkuð umráð yfir
samkomuhúsi, en það hefir hún því
aðeins að hún eigi húsið sjálf.
Lóðin er fengin, á góðum stað; hús-
ið vantar.
En það verður að koma.
Enginn getur fullyrt að Alþýðuflokk-
urinn geti í framtíðinni fengið leigð
fundarhús í hinum fáu og smáu sam-
komusölum þessa bæjar.
En komi að því, að verkalýðsfélögin
geti hvergi féngið fundahús t. d. fyrir
þá ástæðu, að þau rúmuðu ekki helm-
ing félagsmanna — og þess er ekki
langt að býða. — Hvað er þá tií ráðs?
Hvað verður þá um félagsskap yðar,
verkamenn og konur? Kæmi að því,
þá er félagsskapur yðar dauðadæmdur.
En dauðadómur á samheldni alþýð-
unnar er dauðadómur á hana sjálfa.
Hér eru engin úrrœði fyrir hendi,
önnur en að byggja samkomuhús.
Ekki lítilfjörlegan smákofa, heldur
stórt og að ölíu leyti prýðilegt hús,
sem sé samboðið virðingu fjölmenn-
ustu stéttar þessa lands.
Getum við gert þetta? spyrjið þér.
Já, uið getum þetta, en við verðum
að vilja það, vilja það ölh
Og við viljum það öll, ef við skiljum
hve stór nauðsyn er að þessu verði
komið í framkvæmd.
En hugsið málið, og þér munuð skilja
og þér munuð vilja og þér munuð geta.
Fulltrúaráðið gefur út skuldabréf til
fjársöfnunar fyrir:
,sAlþýðuhúsiðs<
Bráðabyrgðakvittanir verða einnig
sendar út fyrir smærri upphæðum.
Og þegar upphæð só er að fullu
greidd, sem skuldabréfið hljóðar á,
verður skuldabréfið afhent. Vextir verða
greiddir 6°/o, eða x/s bærri en spari-
sjóðsinnlánsvextir.
Afborganir engar fyrstu 5 árin, en úr
því greiðist lánið að fullu á 25 árum.
Enginn þarf að láta stórfé, en allir
verða að leggja sinn skerf. Enginn —
ekki einn einasti — verklýðsfélagsmað-
ur eða kona má skerast úr leik.
Alþýðumenn og konur!
Hefjist handal Verið samtaka. Vinnið
saman fyrir góðan málstað og þér
sigrið.
Auglýsing
Fyrir láni til byggingar Alþýðuhússins verða gefin út skuldabréf að upphæð
100 kr. og 50 kr. — Fyrir lánsupphæðum, sem eru minni en nemur verði
skuldabréfs, verða gefin út innlánsskýrteini, að upphæð 25 kr. og 10 kr. —
Lánsfé er veitt (móttaka á þessum stöðum: Alþýðubrauðgerðinni, Laugaveg 61,
:: :: — Afgreiðslu Alþýðublaðsíns — Brauðsölunni á Vesturgötu 29 —
i; :: :: :: Skrifstofu samningsvinnu Dagsbrúnar á Hafnarbakkanum. :: ::
.*.