Alþýðublaðið - 22.02.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.02.1921, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐÍÐ 3 6nmmisólar og hslar beztir og ððýrastir hjá Qvannbergsbrzlrum. lltlenðar fréttir. ÁtTÍnnaleysið í Ameríkn. t janúar var tala atvinnulausra manna I Bandarikjunum komið UPP í 3i473i°°°. eítir því sem atvinnuskrifstofurnar upplýstu. Nýtt loftfar. Englendingar eru að byggja nýtt ioftfar — R. 36 — sem er stærra og fullkomnara en nokkuð loftfar, sem áður hefir verið bygt. Það verður fuíigert í þessum mánuði. „Rauði fáninn “ tvisvar á dag. Frá 1. jan. kemur blað þýsku kommúnistanna, .Rauði fáninn*1 (Die rote Fane), út tvisar á dag, á morgnana og kvöldin. Jafnframt hefir blaðið verið stækkað. Aðal- ritstjóri er Brunio Scháfer. Nýjar verksmiðjur í Odessa. Stórbjrgín Odessa í Suður- Rússlandi hefir undanfarin þrjú ár ýrnist vetið á valdi bolsivíka, ukrainsku auð valdsstj órnarinnar, eða gegnbiltingarforingjans Deni- kins, en nú eru bolsivíkar svo sem kunnugt er einráðir í öilu Rússlandi. í janúarmánuði tóku tvær stórar ríkisverksmiðjur til staifa í Odessa-héraði, stofnsettar af .æðsta fjármálaráðinu“. Önnur verksmiöjan var skófatnaðarverk- smiðja, en hin gluggaglersverk- smiðja. Aostnrlandafandar í Babú. Þann 20. f. m. var haldinn fundur í Bakú við Kaspfhaf af stjórnarnefnd þeirri, er sér um útbreiðslu kommúnistakenninganna meðai austurlandaþjóða. Frá kom- múnista aiþjóðasambandinu (3. Internaticnale) var mættur Pavlo- vitz. Fulltrúar komu á fundinn frá Turkéstan, Kákasus, Persíu og Tyrkjaiöndum. Wilson forseti, sem lengi hefir verið veik- ur, fór nýiega í leikhús í fyrsta skifti síðan hann kom aftur af friðarfundinum í Versölum, þar sem hann fór mestu hrakförina með hina 14 púukta sína. Þótti þessi ieikhúsför tíðindi í Ameriku. ísland viðnrkennir-------- Danmörk hefir fyrir sig (og ís- land?) viðurkent Eistiand og Lett- land, sem lögleg lýðveldi. Flngslys. Fiúgmaður, sem var að fara at stað upp í loftið á flugvelli ná- lægt Miinchen í Þýskalandi, misti stjórn á vélinni svo hún óð inn í mannþröng er þar var nærri, drap tvo menn og særði þrjú börn, þar af eitt tii ólífis. Ríbiseftirlit. Senatið (efri málstofa Banda- ríkjaþingsins) hefir með 46 atkv. gegn 33, samþykt lög um ríkis- eftirlit með kjötniðursuðuverk- smiðjunum, og öðrutn svipuðum iðnaði. Pýzka þingið hefir tekið ákvörðun um að eng- inn megi tala lengur í einu en 3/4 kl.tíma. Frá Sovjet-Armenín, Svo sem kunnugt er, þá er Armenía nú orðið sovjet lýðveldi, þ. e. alþýðan þar hefir farið að dæmi rússneska verkalýðsins, og tekið með valdi öli ráð þar í landi i sínar hendur, og myndað stjórn. Jafnskjótt og þetta var skeð komst friður á við hið nýja ríki tyrkneska þjóðernissinna í Litlu-Asíu (Kemalistanna, sem kallaðir eru eftir foringjanum) og skeði það fyrir milligöngu rúss- nesku bolsivíkanna. Verklýðsstjórnin í Armeníu hefir nú numið úr gildi aiia samninga er snertu Armenfu, er hin gatnla tyrkneska stjórn (soldáns) hafði gert, en jafnframt gefið hlutað- eigendum kost á því að gera nýja samninga, en auðvitað ein- göngu á þeim grundvelli, sem getur samrýmst því, að nú er kominn verklýðsstjórn í landinu. Atvinnnleysið í Fýskalandi. í iok fyrra mánaðar voru það yfir 400 þús. atvinnulausir verka- -1 M menn sem nutu styrks úr opin- berum sjóðusn í Þýskalandi. Talið er að atvinnuiausir menn þar í landi, sem engan styrk fá, sén langtum fieiri en hinir, og að tala atvinnulausra manna þar hafi um mánaðamótin verið um 1 milljón. lbúar Noregs eru eftir síðasta manntali 2,646 306. Það er fjölgun um ioI/a°/o frá því 1910. Hesopótamía sjálfstæðf Með vopnahiéau fengu Eag- lendingar umráð yfir Mesopóta- míu, sem er afar frjótt land og auk þess auðugt af olíu, en land- ið hafði áður heyrt undir Tyrkja* soldán. íbúarnir eru Múhameðs- trúar og aðallega Arabar að þjóðerni. í janúar 1919 byrjaði uppreist gegn Englendingum, og hefir verið barist þar látlaust síðan. Þing hefir verið kosið í þeim hluta landsins er uppreistarmenn hata á valdi sínu, en það er meirihluti þess, og hefir þing það myndað stjórn, og heitir formaður hennar Múhamed Wadredin. Þingið og stjórnin hefir aðsetur í borginai Nedsjeff. Matvöruvoiracl. „Von“ hefir fengið nýjar vörur. Jökulfisk, stelnbítsrikling, þurran saltaðan þorsk, smjör fslenzkt, osta, kæfu, hangikjöt, saltað dilkakjöt, viður- kent gott, heil-mais mjög ódýran, allar nauðsynlegar kornvörur, kart- öflur, kaffii, export, strausykur, grænsápa, sódi, sólskinssápa, marg- ar tegundir af handsápum, niður- suða, margar tegundir, kjöt og fiskur, dósamjólk, rúsínur, sveskj- ur, appricots, epli, bláber, kart- öflumjöl, steinolíu, sólarljós, 74 au. pr. lítri. Gjörið svo vel og kynn- ist viðskiftunum í »Vou“. Vinsami. Gunnav Sigupðsson. Af sérstökum ástæð- um eru til sölu nokkur eintök af Aiþingisrímunum gömlu í Þing- hoitsstr. 18 uppi hjá Bríet Bjarnh

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.