Norðlingur - 06.11.1875, Blaðsíða 2

Norðlingur - 06.11.1875, Blaðsíða 2
67 68 og þjóðvorslvU á l)ók. Heimrinn og heimsmentunin er því enn sem komið er lokuð bók allii alþjðu manna. J>nð er þó auðsjáanlega eigi nóg að geta siglt fyrir peníngaleysi til annarra landa, heldr þarf einn- ig, og það miklu fremr, bæði að kunna málið og að hafa svo mikla þekkíngti til að bera, að maðr hafi gagn af því er hann sðr og lieyr- it’. Vér verðum vel að gæta þess, að nú höfum vér fengið þjóðfrelsi, að nú eigum vér að stjórna sjálfum oss og vorum efnum. Á oss hvíl- ir því sú ábvrgð og sú skylda, að stjórna vel og koma landi voru upp, svo vér getum talist sannarlega mentuð þjóð svo í likamlegum sem í andlegum efnum. Aér verðum því að flytja aiheimsmentunina inn í landið og vér veröum að gjöra bana að almenníngscign vorri, svo sem föng vor leyfa og kostr er á Oss nægir nú eigi lengr, að senda einstaka slúdent til háskólans í Kauþmannahöfn eðr hafa þar fáeina menn til þess að læra þar eitthvert smíði, heldr hljótnm vér að koma upp skólum hér, og jafnframt handiönum og verksmiðjum í landinu sjálfu í öllum þeim vörutegundum er land vort gefr af sér. } Um þetta síðara atriði skal eg ræða betr á öðrum stað; en hér aðeins geta þeirra fræða er vér þurfum að nema. j Vér þurl'um að læra auk lungu vorrar ensku, frakknesku, þjóðversku og dönsku, bæði til þess að geta lesið fræðibækur á þessum málum, og til þess að geta ritað þatt og talað viðstöðu iítið, Vér þurfum að læra náttúruvísindi og stjörnu- fræði, sögu, landafræði, talnalist og stærðarfræði. Vér þtirfum að læra almenna siðfræði og félagsfræði, eðr gott ágrip af hagfræði, auðfræði (þjóðmegunarfræði), stjórnfræði og almennri lögfræði. Vér þurfum að læra söng, skrift eðr dráttarlist (teikning?) o. s. frv. Allt þetta verð- um vér að kunna og reyndar meira til, ef vér eigum að geta heitið mentuð þjóð: ef vér eigum að geta þekt landið er vérbyggjum og hag- nýtt oss gæði þess; ef vér eigum að geta sett oss hagunleg lög og stjórnað landi voru. Til þessa þarf að koma á fót einum gagnfræðis- skóla í landinu að minsta kosti, svo vcr fáum þaöan mentaða alþýðu- menn, bæði til þess að geta orðið kennarar við sýsluskólana , því eg ætla nauðsynlcgt að stofnsetja lægri gagnfræðisskóla í hverri sýslti lands- ins, eplir því sem vér fáum við komið með límanum, svo hin nauð- synlega og gagnlega menlun verði sem almennust; og í ööru lagi til þess að fá sérstaka fræðimenn , er skara fram úr öðrum í einhverri grein, og geli því fengtð styrk til að fræðast og framast betr erlendis , til þess aptr að vinna landi sínu enn meira gagn er þeir koma aplr; og í þriðja lagi til þess að fá hina nýtuslu og mentuðnstu þegna í hverri stöðu sem þeir eru, hvort sem þeir svo eru bændr, iðnaðar- menn, verksmiðjustjórar, hreppstjórar eðr hreppsnefndarmcnn, alþing- ismenn eðr löggjafar. Nú kunna einhverir smátækir menn og smáhygnir að segja: ætli það sé eigi nóg að embættismennirnir kuririi þetta? Eg cr sannfærðr um að aliir rétthygnir menn sjá að það er eigi nóg. Mikla þekk- íng og menlun þarf til þess að vera sjálffærr og góðr löggjafi eðr alpíngismaðr , jafnvel lil að vcra sjálffærr og góðr hreppsnefndarmaðr. Talsverða þckkíng og mentun þarf til þess að vera þjóðnýtr verk- smiðjustjóri, jafnvel til þess að vera góðr og fjölhæfr bóndi. Alt þetta eiga þó alþýðumcnn að vera og gera. þeir eiga eigi að eins að vera húsbændr og iðnaðarstjórar, heldr og að stjórna sveita- og sýslu- félögum, setja lög öllum larnlsmönnum og hafa stöðugt eftirlit á hvern- ig lögunum er beilt og iandsbúinu sljórnað. Alþýða á að taka æ meiri og meiri þátt í landstjórninni, þar til hún hefir náð sj álfstj órnar- takmarkinu. Ef vér þá viljum vera frjálsir menn, og allir segj- umst vér vilja það , þá verðum vér að þekkja lögmál náttúrunnar og mannfélagsins og kunna og vilja stjórna athöfnum vorum eftir því. Vér verðum að «þekkja og elska sannleikann og sannleikrinn mun gjöra oss frjálsa». Vér eigum eigi að vera frjálsir einúngis í orði lieldr GrátiB fær himinn og grátib fær jiiré, en tára mér fró banna forlögin hörí). Tárin oft svöluéu tregandi uicy, en tómum augnatóptum eg tárast fæ ei. Tómum augnatóptum eg til og frá gýt, en unnustan ástfólgna eg aldrigi lít. Unnu8tinn Sstfólgni ungri mér brást, en gráum und hærum ei grennist mín ást. Grá eru hár m(n og hrokkin mín kinn: eilfflega trega eg unnustan minn. Eilíflega þrái’ eg hann altekin kvöl; cinn megnar dauéinn ab afmá mitt böl. En dautinn mig óttast er æpi eg til lianB: hans at munum stíg eg hreilingar dans. einmitt á horði. Vér megum til að koma upp alþýðuskólum, en fyrst og fremst einum gagníT'æðisshóia. (Eramh.). — jVEaitfreð skáldleikur eptir Ilyron lávarð ernýlegakom- inn út á íslenzku. Af því að skáldrit þetta er nokkuð þungskilið fyrir alþýðu manna hér á laridi, þá viljum vér fara um það fám orðum. Aðalpersóna leiksins er Manfreð, en allir aðrir, sem koma fram t leiknum eru auknpersónur, er skáldið ieiðir fram til að sýna sem á- þreifanlegast eðlisfar og skapsmuni þessarar stórkostlegu sorgum nístu hrikarnyndar. þá er að skoða iyndisfar ðlanfreðs. Frá barnæsku heíir liann verið frásneiddur öðrum mönnnm, haldið sig frá öllum samvistum „ við þá, og fyrirlitið alla hversdagslega iðju og ástundun. í stað þess hafði hann yndi af að reika um óbyggðir og fara einförum upp um há- fjöll, þar sem enginn maður hafði nokkru sinni stigið fæti og jafnvel eigi fnglinn fljúgandi komið. þar var það unun lians að stökkva í straumharðar ár og berjast við strauínkastið eða láta berast undan því, að horfa á eldingar og heyra byljina þjóta og um nætur var harin ein- att á ferli og horí’ði á tungl og sljörnur og sökkti sér niður í lutgleið- ingar um það. þessi einfara-löngun Manfreðs óx meir og meir svo að hann tók að forðast að koma í augsýn nokkurs manns, og þóttist hann öllum æðri þegar hann var einn, en fannst liann dragast niður og verða mönnum líkur, cf nokkur kom nærri lionum. Einverulífið leiddi Man- freð út í myrkar hugleiðingar um heiminn, tilveruna og lífið, liann vildi komast fyrir orsök og verkauir alls og fór því að leggja stund á gald- ur. I því skyni tók hann að ganga í hóla og grafir dauðra manna og hafði mök við anda og alls konar vætti. þótt Manfreð væri þannigfrá- sneiddur öllu mannlegu félagi, gat hann þó ekki afneitað svo náltúr- unni að enginn mannleg vera gæti haft áhrif á hann. Ást til foreldra og vináttu þekkti hann ekki, en í leiknum er nefnd mey ein, er hann hafði miklar mætur á, og varð það hjá honum að megnustu ástríðu. þessi mey var annað sýnishorn af lyndisfari hans og líkamsskapnaði. » þau voru hvort öðru lík ekki einungis að öllu útliti heldur og að lund- erni og tilhneigingum; svipurinn hinn sami hjá báðum; augun, hárið, látbragð, málfæri allt saman eins, en þó temprað kvennlegri fegurð og blíðu hjá henni. Uæði voru þau djúpvitur, og hneigð til einveru og hugieiðinga, en hins vegar voru þau ólík að því að Manfreð var dramb- látur og harður í skapi og hafði djúpa fyrirlitning á mönnum og hvers- dagsiðjum þeirra, en hún var gagnstæð honum að því leyti, því bæði var hún blíð og viðkvæm f lund og auðmjúk af lijartn par nem uuð- mýkt, viðkvæmni og blíða var ekki til hjá honum. Svo stóð á að hún var nátengd Manfreð, en yfir henni hvílir slík hulda að það sézt eigi beinlínis ltve mjög þau hafa verið vandabundin, hvort hún hefir verið systir hans eða skyld í forboðna iiðu. það er eins og skáldið vilji iáta lesandann ráða í það, en það er vístað þau voru of vandabundinn til að rnega njótast. Nú fékk Manfreð ást á henni ogvélaði hana, en þeg- ar samvizkan vaknaði hjá henni, þá skín það fram úr leiknum að hún liafl eigi getað borið sekt sína lieldur ráðið sér hana og kemst skáld- ið svo að orði um þetta að Manfreð hafi orðið bani licnnar «ekki með hönd, heldur hjarta». Eptir þetta liafði iManfreð hvorki frið né ró, ást og blíða Astörtu (svo hét hún) og hin hryggilegu aídrif hennar stóðu honum sí og æ fyrir hugskotssjónum , og kvaldist hann af ógurlegu samvízkubiti bæði í svefni og vöku á nótt sem degi, og er það aðal- efni leiksins að sýna slíka óumræðilega sálarkvöl Manfreðs, hversu hann her böl sitt og skoðar heiminn fyrir utan sig, og hversu liann brýtur anda til hlýðni við sig, en fær þó með engu móti friðast fyr en með dauða. Fyrst særir liann til sín anda og birtast þeir að boði hans, þeir kveða og kunngjöra mátt sinn og afrek, en að þeir verði þó að Stíg eg hann og kveé eg hann steini svölum í: mínar eru sorgirnar þungar sem blý. Söngr þessi var þrítekinn og var hlé á milli, og mátti þá heyra kjökr nokkub eéa þungan ekka. Samfara söngnum heyréist klapp í steiu«. inum svo sem dansinn væri stiginn. þenna sama dans lieyréi eg nokkur kvöld, ogjafnan meé sama móti, Eg trúéi eigi sjálfum tnér og hugéi fyrRt, aé þab væri draumr einn. En þab gat þó eigi verib drauror. Eg fann ávalt glöggt, að eg vakti, fann hjarta mitt hrærast og auga mitt flóa í tárum. Harmar mínir rifjuiust upp fyrir mér meb miklu afll, en mér var liugbót og raunaléttir ab því sarohryggjast meb álfkonunni og syrgja ldutskiptl hennar. þó ab eg væri vantrúabr á tilveru hennar, þá var lrún til fyrir mig, ab minr.sta kosti þá stundina cr eg hvíldi undir söngstelninum lrennar og lieyrbi hennar unabslegu rödd. Stundum fór eg þá ab hafa upp raunatölur og bera saman hag minn og hag hennar, og beindi þá orbum mínum einatt til álfkonunnar í steininuin. „Æ, veslings álfkonal* sagbi eg. „Mér sámar beisklega hlutskifti þilt og tek hjartanlega hlutdeild í harroi þfnum. Kjör okkar eru eigi ósvipub. Eg hefi inisst yndi og cftirlæti hjarla míns eins og þú. þab

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað: 9. tölublað (06.11.1875)
https://timarit.is/issue/147925

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. tölublað (06.11.1875)

Aðgerðir: