Norðlingur - 06.11.1875, Blaðsíða 3

Norðlingur - 06.11.1875, Blaðsíða 3
G9 70 lúta valdi hans cr sé þeim svo miklu lægri. Síðan spyrja þeir hann, | hvað liann vilji. þá biður hann þá um «algleymi», það aðgetagleymt öllu hinu umliðna og sjálfum sér lika. Ef hann fái það, vonar hann að kvölinni rnuni létta. En einmitt þetta geta andarnir ekki veilt hon- um, þar á móti geta þeir gefið honum alit annað, bæði auðlegð, met- orð og langa lífdaga, en það vill Manfreð ekki þiggja. En áður en þeir fara vill liann skoða þá augliti til auglitis og biður þá taka á sig lík- amlega mynd, þá birtist einn andinn í kvennlíki sem forkunnar fögur yngismær. J>að er eins og Manfreð sjái þar ástmey sína og vill grípa bana en þá hverfur svipurinn, og Manfreð hrífst af svo ofsalegum tilfinn- ingum að hann missir alt ráð og hnígur í ómegin. J>á heyrast kveðin kröptugustu galdraljóð yflr Manfreð, uð honuvn skuli aldrei rótt hér á jörð, heldur skuli eitthvert kveljandi vald elta hann og ásækja æfln- lega. Næsta atriði fer fram í Alpafjöllunum um morgun. J>að er hug- leiðing hjá Manrreð vim ástand sitt og jafnframt um tilveruna gagnvart sér, hann vill steypa sör fram af klettunum til að gjöra enda á böli sínu, en þá verður veiðimanni einum gengið upp á gnýpuna og í því að Manfreð tekur stökkið grípur veiðimnðm-inn hann og ver hann falli. Fara þeir síðan heim til kofa veiðimannsins; veiðimaðurinn vill láta hann fá sér hressingu og fá hann ofan af þessu sem hann setji fyrir Sig) en sem veiðimaðurinn heíir litla hugmynd um; en þegar hann feraðskilja betur hvað stingi Manfreð, getur hann ekki annað en óskað honum beztu heilla, er hefir þó reyndar lítinn árangur og fer Manfreð svo leið sína. Næsta atriði fer fram í Alpafjöllunum og er Manfreð staddur þar við foss einn. J>ar birtist honum Alpadísin í ljómandi fegurð og verður hann svo hrifinn að hann sýnist gleyma öllu öðru um stund. llún spyr hann hvers hann æski, en hann vill einkis biðja, af því hann heflr áður beðið andana og bæn hans orðið árangurslaus, þess vegna hyggur hann að hér mundi fara á sömu leið , þótt hann beri bæn sina upp við Alpadísina. En er hún leggur að honum að inna sér frá öllu, þá hefir hann upp sögu sína frá upphafi, og biður hana að lokum að vekja sér upp dauða (Ástörtu). það segist Alpadísin reynd- ar ekki geta, en lofar að Ijá honum lið sitt til hvers sem hann vilji ef hann sverji sér hlýðniseið, en því tekur Manfreð fjarri að hann vilji lúta valdi nokkurs, þá hverfur hún, en Manfreð er eptir einsamall í hug- leiðingum sínum. Næst koma fram skapanornir og Ariman andadrott- inn með fjölda anda í fylgi, þeir bjóða Manfreð með ógnarorðum að falla fram og tilbiðja Ariman, en Manfreð játar cngan yfir sér nema drottinn skapara alls og neitar að veita Aríman minstu lotning. |>á spyr refsinornin hann, hvað hann vilji. Manfreð biður liana að vekja upp ástmey sina og með leyfi An'mans hefir hún upp söng sinn og svipur Astörtu stígur upp. Álnnfreð vill láta hana tala, hvort sem hún lýsi íyrirgefning eða fyrirdæming yfir sér, en hvórki refsinornin né Ariman geta dregið eitt orð af munni hennar; þá leggur Manfreð að lienni með sárustu bænarorðum, að hún mæli til sín eitt líknarorð og segi hver afdrif sín verði, þá loksins segir hún, að næsta morgun Ijúki öllu stríði lians á jörðu og kveður hann, hvernig sem hann særir hana að segja meira, segir hún að eins: «Farvel» — «Manfreð» og hverfur. Núverður Manfreð rórra innanbrjósts. j>á segir frá því að ábóti í klaustri þar kemur lil þess að telja um fyrir honum, og vill leiða hann í skaut heilagrar kirkju, ef hann afpláni syndir sínar og sjái að sér, en Man- freð getur ekki þýðzt það, því að ekkert geti burt numið hina kvala- fullu tilfinningu fyrir eigin synd og sekt, og í kvalastaðnum geti hann eigi pínst meir en nú, því ekkert geti kvalið sál er sjálf fyrirdæmi sig, meira en hún kvelji sig sjálf; því næst lýsir hann ástandi sínu, svo á- bótinn veit varla hvað hann á að taka til ráða, en vill þó ekki hætta við svo búið. Ilann gjörir því aðra atrennu tií~að snúa Manfreð. þeg- ar ábótinn kemur, er Manfreð að segja skilið við allt, sem áður hefir haft unun fyrir hann, því nú finnur hann að stundiu er komin. Man- freð biður áhótann að forða sér og sjá hvað nú sé á scyði! þá sér á- bótinn anda koma upp úr gólfinu, sem bjóða Manfreð að koma með sér, en hann býður þeim að fara í brott og talar til þeirra svo kröpt- uglega að þeir verða að hlýða og hverfa. þctta eru fjörbrot Álanfreós, því nú dregur óðum af honum og dauðamóki slær á hann, og fær hann svo hægan dauðdaga. |>á loksins hefir liann fengið hvíld og lausn frá öllu síuu hugstríði og sálarkvölum Hér er fljótt yfir sögu farið og ýmsum aukaalriðum sleppt, en tekið einungis fram aðalefnið til að sýna ganginn í leiknum og Manfreð eins og hann er og kemur fram. Vér finnum bjá lionum mikla margbreytni og jafnvel gagnstæði í sumum grcinum. Ilann er fráhverfur samvist- um við menn, og er þó hneigður til ásta, hann er dramblátur og finnst hann vera hafinn upp yfir alla aðra, en þó er hann drenglyndur, hann hefir mátt til að særa fram anda og ódauðlegar verur, en þó er liann sjálfur veikur fyrir og megnar ekki að kæfa niður tilfinninguna fyrir eigin sekt og hversu sem Manfreð fer hamförum að heita má, hefir hann þó jafnan næma tilfinning fyrir hinu fagra í náttúrunni og eru það einhverjir liinir fegurstu kallar leiksins, þegar Manfreð liorfir hrifinn á tign og dásemd náttúrunuar, en þar rekur jafnan að hinu sama að til- finnlngin verður að eins til að ýfa upp harma ltans og hugsýki. |>að er auðsætt að þvt sundurleitari sem Manfreð kemur fram , því vanda- meira verk er að skapa persónu með svo einkennilega eðlismuni og þó samkvæmt réttum sálareinkennum, en það hefit; skáldinu snildarlega tekist, um það eru allir samdóma þótt vafalaust megi galla á því finna. Hversu margbreyttur sem Manfreð er, gengur þó hin sama frumhugs- un í gegnum allt hans eðli, og hvar og hvernig sem Manfreð kemur fram, hvað sem hann hugsar, talar og tekur sér fyrir ltendur, þá sprett- ur það af sama grundvelli í eðlisfari hans. Manfreð er enda talinn með hinum merkustu skáldskaparverkum heimsins; nú þegar hann er kom- inn út á íslenzku, gefst alþýðu hér á landi færi á að kynnast og njóta þeirr- ar miklu og djúpu skáldskaparfegurðar, sem í skáldriti þessu er fólgin. Sem dæini þess má nefna hinn kröptuga andasöng bls. 6—9, að því er snet lir ramman tröllafldan kveðskap og hins vegar þá sýningu, erManfreð stendur við fossinn, og horfir á fegurð hinnar mikilfenglegu náttúru, er blasir við sjónum hans; hver mundi eigi verða hrifinn að lesa þá ljóm- fögru lýsingu og hugsa til fagurra fjallsýna er hann hefir skemt sér við að skoða á eigin landi, hinni fagurjökluðu Isafold! Yér viljum því mælast til að sem flestir lesi skáldrit þetta, og það optar en einu sinni til þess að fá sem ljósasta hugmynd um hina rniklu liugsun og stefnu skáldsins. þýðingin er ágætlega samin af skáldinu Mattíasi Jochúms- syni, eins og aðrar þýðingar, sem hann hefir af hendi leyst. Skáldrit þetta ásamt nokkrum kvæðum, sem prentuð eru aptan við einnig eptir llyron, er tæplega 8 arkir að stærð í litlu áttablaðabroti, það kostar 1 krónu og er til sölu hjá bókasölumönnum víðsvegar um land. II. B. Kafli úr bréfl ab austan. Margur láir nú Jökuldælingnm ab þeir skyldu hverfa svo fljótt burtu, því aö satt er þat), at> lítiö bú hefti mátt hafa á öllum jörbunum, nema 3 hinum efstu, en þetta varb eigi séb fyrir, fyr en nokkru eptir fráfærur. Slægjur í nebra landi komu aldrei á þessu sumri, svo teljandi væri, en gaddinn tók^ekki upp á heibinni fyr en mjög seint, vegna öskunnar, er ofan á honum lá, en þegar hann tók upp, þá sökk askan ótrúlega fljótt ofan í flóana, svo víta komu slægjur í Uákonarstabaheibinni, cinkuin þar sem mest vatn hafbi leikib um, en fjarska vikurdyngjur eru þó hver- vetna á milli. þab hefbi ekki verib þægilegt fyrir Jökuldæli ab flytja heim aptur á mibju sumri og óvfst ab nokkur beit verbi fyrir ofan Gil8á f vetur; hér á Útdalnum, þar sem askan var margfalt minni vortt var syndin , er svifti þig avikulu hjarta í sváslegum líkam, en þab var daubinn, er svifti mig trúföstu hjarta í töfranda líkam. En þó ab eg hafi misst enn ágætara þing enn þú, þá kann þilt meyar hjarta ab vera veikara og vib.tvæmara og kenna enn sárar saknaburins og veita ennterf- ibar ab valda hörroungunum. Og þú getr ekki grátib. Eg hefi þó eitl a»ga, vinstra augab, auga hjartans og auga ástarinnar. Eg get grátib «neb því hjartanlegum tárum elsku 0g angis. Eg skal gráia fyrir þig fyrir okkur bæti, uuz dautinn lætur undan og miskunnar sig yfir okki og gjörir enda á raunum okkaru. Á þessa leib hjalabi eg vib hana, Vib steininn eba vib sjálfan mig En eg fékk aldreigi önnur andsvör en mæbileg andvörp. Eitthvert kvöld vissi eg eigi fyrri til, en einhver lá í fabmi mínnm Mér varb bilt. þab var kona. þab var hun, álfkonan yfirgefna og angr- aba. Önnur gat þab eigi verib. Eg 6purbi hana, hvort eigi væri svo en hún anzabi ergu. Eg fann eiuhvern titring í líkama hennar, sen huldahrollr væri og fabmabi hana þá því fastar ab mér og skýldi henr sem bezt eg gat fyrir kvöldnæbingnum. Ab 6tundu libinni stób húi þcgjandi upp, og var þegar horfin. þessi þögulu fabmlög héldust nokkur kvöld, en þá var farib a vetra og kólna. Eg fór þangab eigi, nema þegar gott var vebr, eon varð eiukis var langa hríb. Kynning mín vib álfkonuna hafbi þau áhrif á mig, ab eg var far- inn ab hyggja af harmi tnínum og gegna störfum mínum sera óbr, þó bjó allt af megn sorg í djúpi bjartans, óg mestr léttir þótti mér þah ab ganga upp ab söngsteini og tárast þar. Eina dimtna vornótt sat eg undir söngsteini og var ab svala mér í nætrloftinu og rifja upp fyrir mér ástir mínar og sorgir. þá heyrbi eg sagt ( steininum meb mjúkri en fastri rödd: „Eg er batnshafandi af þín- um völdum. Eg stcfni þér hingab f gubs nafni næstu höfubdags nótt ab taka vib afkvæmi okkar og koma því í kristinna manna tölu“. „Hver ertu? ertu eigi álfkonan*, sagbi eg. 8Segbu mér þab — eg særi þig — segbu eannleika“. 8Ilirb aldrigi um, hver eg sé“, segiriöddin, en margt er smátt í vettling manns*. þcssum orbum fylgdi ætislegr hlátr, svo ab undir tók í berginu. Eg varb skelkabr mjög. þó sæibi eg enn um svar. En þab var steinhljób. Eg hét loks ab koma ab stefnudegi. nGubi sé lof“, kvab vib í steininum.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað: 9. tölublað (06.11.1875)
https://timarit.is/issue/147925

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. tölublað (06.11.1875)

Aðgerðir: