Norðlingur - 26.02.1876, Blaðsíða 1

Norðlingur - 26.02.1876, Blaðsíða 1
MLMIK. Kemur út 2—3 á mánuði, 30 biöð als um árið. , Kostar 3 kránur árg. (erlendis Laiigardag 26. febrúar. 4 kr.) siök nr. 20 aura. 1876. Gsetið yðar í'jrir falskeuiieiidiim! «Aú af landi þyrpist þjód þver til Ameriku; ridur fjandretd öldin ód tit á ýjandans Jeynislóds. V'^guhrólfsrímur 9. mansöngur, Henedikt Gröndal). |>að er kunnugra en frá þurfi að se'gjtr, verið er að útbýta gefins meðal aimennings ýmsum ritum sem miða tir þ.<sSS) að kveikja lijá almenningi löngun til að flytjast af landi burt, og gyiic fyrir mönnum þau kjör sem eru í vændum þá er menn koma til Vest- urheims. Eitt af þessum ritum er nýkomið á kreik og heitir: • Wýa ísland í Iianada». Á titilblaði* ritsins slendur að það eigi inni að halda «áreiðan!ega lýsing á legu og ásigkomulagi lands þess er Kanadastjórnin hefir afmarkað til Islendinga bygðar» o. s. Irv., en fiér mun sem optar sannast liið fornkveðna: Marg- ur hefir lofað uppí ermi sína. Af því oss virðist rit þelta, þó lít- ið sé, í mörgu tortrvggilegt, höfum vér ásett oss að gjöra við það nokkrar skýringar til leiðbeiningar fyrir landa vora. Að vísu verð- ur eigi sagt að það sé ritað með jafnmikilli ósvífni sem Alaska- lýsing Jóns Ólafssonar, en engum skynsömum manni sem les rit- ið með athygli getur dulist, að það er fult af ýkjnm og ósannind- um, livort scm það er að kenna vanþekkingu þeirra sem ritað hafa, eða öðrum lakari orsökum. Vér skulum taka fram nokkur dæmi þessu tif sönnunar. Á bls. 3. segir svo um stjórnarskípanina í Kanada: «1 raun réttri skipa landsmenn sjálfir menn í stjórn sína, þarcð þeir kjósa þingmenn sína». þetta verður naumast skilið öðruvísi en svo, að það hangi hvað af öðru að kjósa menn á þing og skipa landstjórn , svo eptir því ættum vér íslendingar fullan rétt á að nefna sjálfir ráðgjafa og landshöfðingja, af því vér höf- um rétt til að kjósa menn á þing, og höfum haft i mörg herrans ár. Sér er nú hver stjórnspekin! — Á bls. 6. stendur: «Kanada- stjórn hefir skipað tvo umboðsmenn er þekkja landið til að gefa Jandnámsmönnum ráð og tilsögn, og er þeim óhættaðtrúa því er þeir segja. Annar þeirra er herra W. C. Krieger, hinn er herra S. Jónasson». Að því er ráða má af skýrslum þeim er ritið sjálft færir oss, hefir annar þessara manna naumast stígið fæti sínum á það land er hér ræðir um, en hinn hefir að eins far- ið um það einu sinni í mesta fJýti. Getur nú nokkur maður með heilbrigðri skynsemi látið sér detta í hug að þeir þekki landið til hlýtar. Og ef þeir þekkja það ekki, hvernig geta menn þá lagt *) A titilblatlinn standa helber ðsannlndi og þat) nieb etðrn letri, því W. C. Krieger EB umbobsmabur Canadastjóruar eu einskis íslendings. fullan trúnað á það sem þeir segja um það ? Á bls. 6. og 7. er einskonar registur yfir öll þau gæði sem þeir menn mega vænta sér, er fá inngöngu í þetta nýfundna Eden. Menn fá t. a. m. svo og svo mikið land gefins, og er það svo frjófsamt og auðugt af alskonar gæðum, að menn verða þar flugríkir á fáum árum. En svo segir ennfremur: «Vera má að ýmsum erfiðleikum verði að mæta og mikið á sig að leggja (skyldi það)? |en lesendurnir munu sjá að til mikils er að vinna. þó skyldi enginn sá fara, er eigi er fús til að leggja nokkuð í sölurnar nú, svo liann megi gagn hafa síðar (þarna komþaðl?). . . . Ueilsuleysingjum, ráðleysingjum og letingjum er betra að sitja kyrrum heima». þarna kemur andiun í Ijós, sá sannleiks- og kærleiksandi, sem allur þessi hégómaskapur stjórnast af. þeim einum er ráðið til að fara sem duglegir eru og hafa nokkuð sem dregur milli handanna, bæði til að leggja í söl- urnar fyrir sjálfa sig, og til að offra nú þegar á blótstall Mó- lochs. Hinum er með mestu liógværð ráðið til að fara hvergi. Iláðleysingjar og letingjar eru rétt kjörnir til að yrkja og rækta gamla ísland, og halda uppi velgengni þess og sóma. J>arna kem- ur fram ættjarðarást landa vorra í sinni réttu mynd. En livað er að tala um ættjarðarást hjá þessum kumpánum. |>að getum vér skilið og því trúum vér mjög vel, að einhleypir duglegir menn, einkum fari þeir með nokkur efni, geti lifað og blómgast í Vest- urheimi, en það geta þeir líka á voru gamla Islandi. Svo er guði fyrir að þakka. Vildum vér leggja á oss eins harða vinnu Qg Vesturheimsmenn alment gjöra, og hefðum vér eins golt lag og þeir, á að færa oss gæði landsins í nyt, erum vér vissir um að vér gætum lifað fult eins sælu lííi eins og þeir. þetta virðist oss mega ráð af hverjtj því bréfi sem vér höfum séð frá löndum vor- um í Vesturheimi. "4^J>osbu nœst kemur skýrsla hr. J. Taylors Methodista prests*, umboðsm. (agents) Kanadastjórnar (bls. 9—12). Erþað stutt lýsingaf Nýa íslandi, og sem vita má mjög glæsileg. það á að liggja langt frá leið engisprettanua, og þær kvað aldrei hafa þorað að leggja þang- að leið sína. það á að vera bezta hveitiyrkju land, og þar kvað engan áburð þurfa í jörðina! það þarf ekki einu sinni að hafa fyrir þvrað plægja landið áður en sáð er í það!? Svona kvað það lijía hafa verið í gömlu Eden til forna I ? Vér skulum nú at- huga ’þptta nokkuð gjörr. Að engispretturnar (þessi stóra land- plága Vesturheims) hafi ekki heimsótt landið hingað til, getum vér vel skilið. Landið hefir verið óbygt og óræktað hingað til eptir þvi sem skýrslurnar segja, en engispretturnar ráðast fyrst og helzt *) Sá trúarbragbaflukkur heflr afc 6Ögu versta orá eér, og ero þó margir góí)- ir þar vestra I Æskubrögð Hrlstliis ltlokks. <Framh.) það má reiða sig á hann, eins og gull. Jeg hef líka hönd i bagga með honum. Hann stendur og fellur með mjer sjálfum. En það, sem er arfur Emilíu eptir glöggum skilríkjum, það getur eng- inn heimtað að jeg láti af hendi nema sá, scm hefur fest hana hjúskaparbandi, en \ið verðum að sjá við því, að slíkur skuld- heimtumaður gefi sig eigi fram. En cf liann slypp, niy samt einhvern tíma út úr örvitahúsinu, þessi háskalegi Blokk, getur hann þá ekki komið þjer í Ijóta flá? þuð \ita hinir og aðrir, að hann var ekki, sem menn kalla , al- vitlaus, þá er þú ljezt flytja hann í örvitahúsið. það er líka hann og enginn annar, sem hefur rænt frá þjer bæði enska athvarfinu okkar, sem átti að verða, ef í raunirnar ræki, og öllum þeim plögg- llm, sem þú hefðir átt að brenna, ef þa hefðir ekki æfinlega ver- *ð annar eins — — Blessuð Konkordfa mín, vertu nú ekki að þessu! Láttu mig sjú, að þú berir hið fagra nafn þitt* með rentu , og spilltu ekki okkar ágæta samlyndi. Vertu ekki lieldur að ýfa upp fyrir mjer þennan sárgrætiiega missi. Jeg hef aldrei orðið fyrir öðru eins, og það sem n)jer gremst mest, jeg lief sterkan grun um hvar *) Koukordf* merklr íamlyndl. skjölin muni vera niður komin, en get þó að vísu eigi krafizt þeirra opinberlega. það er víst Fálki meistari, er þú hefur gruninn á, Jhann sem kærði þig fyrir óráðvendni og var síhlæandi, hvar sem hann mætti þjer. Já, það er hann, sá hrekkjalómur. þeir Blokk og hann ráku jafnan nefið hvor að öðrum. Jeg hugsa honum þegjandi þörfina og vona að jeg geti einhvern tíma launað honum eplir makleg- leikum En af góðvin hans, þessum fjandans ekki senn Blokk, er mjer þó nú eigi við nokkru hætt. IJann er, Guði sje lof! orðinn öldungis vitlaus. það átti að sleppa honum af spítalanum í miðj- um janúarmánuði, hvað sem jeg sagði, og jeg var á glóðum; en hann varð þá til allrar hamingju ær og örvita. það var Drottins ráð, Iíonkordía mín! þeir hleypa honum nú varla burt vona jeg, meðan jeg geld skilvíslega það, sem framfæri hans kostar. Yður skjátlast þó í þetta sinn, herra kansellíráð! var nú tek- ið undir með hastri rödd, og í sama bili snaraðist maður inn á gólfið, hár vexti og með sítt skegg. Hann var ófrýnlegur nokkuð ásýndum, en vel búinn, á svörtum frakka með drifhvíta hálskyrtu. Tösku hafði hann á baki og prik í hendi. Hurðin hafði staðið i hálfa gátt og kom hann því inn að óvörum. Frúin hljóðaði upp yfir sig og fjeli í óvit. Bæjargreifinn skalf á beinunum, en stillti sig óðara og herti hugann. þjer komið mjer á óvart, herra Blokk! mælti hann og ljet sem ekkert væri, en færðist nær hnrðiuui og 154 153

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.