Norðlingur - 26.02.1876, Blaðsíða 2

Norðlingur - 26.02.1876, Blaðsíða 2
155 156 á akra og yrkt lönd (bls. 19) og getur oss því skilist hvers vegna þær hafa sneitt hjá landinu hingað til. Kn 'þegar hu farið ér að rækta landið, og þar er komin upp akuryrkja, hvér getur þá ábyrgst að engispretturnar kunni ekki að heimsækja það ? Af skýrshinum má sjá (bls 21) að cngispretturnar hafa Ivrir skömmu geysað yfir nágrannalandið Manitoba, og gjört þar allmikið tjón. Mundu þær ekki geta brugðið sðr inn yflr landamærin þegar framltða stundir og farið er að yrkja landið? Að eigi þurfl að plægja landið áður en í það er sáð, má hver trúa sem vili vor vegna. Vér höfum aldrei heyrt það fyr,að korntegpndir yxu í óplægðri jörð, nenia vilji- korn, og mundi það eigi þykja boðleg fæða hér á gamla íslandi. Yfir höfuð að lala er skýrsla þessi mjög tortryggileg, enda kentur manni margt í hug, þegar þe*ss er gætt, að hún er eptir einn af útflutnings agentum Kanadastjórnar. það eru menn sem hafa gjört það að aðal atvinnnvegi sínum, að ginna fólk til hinna óbygðu Janda í Iíanada, og þiggja laun fyrir af stjórninni, eptir því há eða Jág sem þeim verður mikið ágengt. Er atvinnuvegur og atferli þessara karla næsta líkt liðsalnenda (Hververe) þeirra, er sumar stjórnir héldu í fyrri daga til að ginna menn eða veiða til herþjón- uslu, og guldu þeim ærin laun fyrir. Vildu eigi aðrir takast þann starfa á hendur en bófar og óhlutvandir menn, enda eru til enn i dag margar ófagrar sögur um hrekki þeirra og vélabrögð (sbr. sög- una um Jón bisknp Vidalín). Vér liöf'um að vísu ekki enn sem komið er, jal'n ófagrar sögur um atferli þessara agenta eða mann veiðenda, en mjög svo athugaverð er niðurlags ályktunin í skýrslu herra Jóns Taylors bls. 11, þár sem hann eins og bendir á hið æskilega tækifæri sem nú sé fyrir hendi, að ná í fóik það sem orð- ið hefir fyrir mestu tjóni af eldgosinu hér á landi, en einkum í fé það sem hinir veglyndu Englendingar hafa skotið saman til að bæta úr hinni bráðuslu neyð þess. Uér kemur andinn aptur fram í sinni réttu mynd. En vér vonum að þeir sém mestu ráðaumþað hvern- ig samskotunum lil Múlasýslna er varið muni sjá svo um, að hvorki þessum né öðrnm h . . fuglum verði þetta tækifæri að bráð. Hinir veglyndu gefendur hafa eflaust ætlast til, að framlög þeirra miðuðu til þess að menn þess heldur gætu haldið við ættjörð sína og óðul, og væri þeim illa launað ef nokkrum eyri af gjafaíénu væri varið í gagnstæðum tilgangi. Og gjöri nokkur einn sig sekan í því, heíði verið betra, að Jiann lieföi kfengið varanlegt hvílurúm undir ösku- dyngjunni úr Dyngjufjöllum þar sem hún er þykkust. þá kemur nú skyrsla þeirra tveggja íslendinga Sigtryggs Jón- assonar og Einars Jónssonar, sem segjast vera kjörnir sendimenn til að finna hið fyrirheilna landið handa oss íslendingum. Skýrsla þessi, sem tekur yfir 13.—23. bis. ritsins, er af sama toga spunn- in sem bin fyrri, en mikið orðfleiri og grautarlegri. og skulum vér því fara fljótt yfir hana. það sem hún — ef til vill — heflr fram yfir systur sína, er, að þar er meira rætt um mat og matarlegund- ir en í hinni, er næsta líklegt að hinum heiðruðu sendimönnum þyki maturinn góður eins og oss fleirum löndum þeirra. þeir láta mikið af uppskerunni þar vestra, og gæðum hennar; einkum nefna þeir jarðepli, sem þcir líklega hafa etið lijá lndíánum. þar eiga öll vötn að vera full af alskonar fiskitegundum, og á landi úir og grúir af alskonar veiðidýrum. þá Játa þeir eigi minst af grasiiWr sem á að vera svo og svo margra fóta hátt og þétt að því skapi. þar getur landnámsmaðurinn haft s\o margar kýr sem hann vill, að sðgn sendimanna þetta væri nú alt saman gott og blessað, ef það hefði ekki eins og alt annað í heiminum, tvær liliðar, aðra bjarla og hina dimma. Uafa nú undirmenn þessir gjört sitt bezta til að sýna oss hina björtu hliðina, má ske í gegnum stækkunargler, en látum oss nú virða fyrir oss hina dimmu. Vér höfum eigi á- stæðu til að efast um það, að fá megi góða uppskeru þar vestra þegar jörðin er komin í fulla rækt, og ekki skortir cfni né kunn- áttu til að færa sér gæði hennar í nyt. En að vér íslendingar sem skortir alla nauðsynlega þekking og kunnáttu á akuryrkju og vant- ar auk þess fé það sem nauðsynlega með þarf til að koma henni í gang, munum grípa upp míkla auðlegð á þenna hátt þarf enginn maður að telja oss trú um. Vér íslendingar erum ekki skapaðir til akuryrkju, og á meðan sú kynslóð sera nú lifir er uppi, verðum vér ekki nýtir akuryrkjumenn. Vér erum vissir um að landar vor- ir i Vesturheimi sem fást við jarðyrkju, sanna þelta með oss. þvi gaut auga til klukkustrengjarins, — Jeg hugsaði að heilsu yðar — því miður — væri enn svo liáttað, að þjer mættuð eigi fara þaðan sem þjer voruð og þar sem víst hefur farið vel um yður að öðru leyti. Jeg er út skrifaður úr því ágæta heimkynni, og talinn alheill, svaraði Blokk og Jjet síga brún á nef, Skírteinið frá Jækninum er í tösku minni. Auk þess hef jeg undir höndum nokkur önnur smá skjöl, sem jeg mun leggjafram, þá er þess þarf við. Jeg hef heyrt gelið um ýmislegt, sem yður eigi að vanta. Til þess hefði jcg gelað sagt um morguninn, þá Cr JeS gjörði mjer svo dælt við yður, að drekka kaíl'i í sloppnum yðar, cn mjer var þess fyrirmunað svo hraparlega, að jeg hef eigi fyr enn nú getað notið þeirrar sæmdar, að skýra frá því og eins hinu, hvað yður gekk til þess, að bera svo mikla kristilega um- hyggju fyrir viti mínu. Bæjargreifinn var atlur á nálum , en þokaði sjer um eitt fet aptur á bak og var svo að sjá, sem honum hefði komið ráð í hug. Má jeg ekki bjóða yður sæti, herra Blokk? Konunni minnierillt, eins og þjer sjáið. — Hann veik sjer að klukkustrengnum, cn Kristinn Blokk varð skjótari til bragðs og klippti strenginn í sundur með skærum, er láu á borðinu. Frú yðar lílur augunum upp , mælti Blokk, og hjer er vatn. Jeg vildi tala svo við ykkur bæði, að eigi væru fleiri við staddir, og yöur er sjálfum ráðlegast, að hafa hljótt um yður. getum vér trúað, að mikil yeiði til lands og vatns sé í landi því sem hér ræðir um, þar semíþað kvað hafa verið óbygt síðan guð skóp þessi kvikindi. En það er sitthvað, gæs í lopti og gæs i lófa. lndíáuar eru þeir einu scm þar hafa fengizt við veiði; og þó undir- menn gjöri lítið úr veiði aðferð þeirra, þá efumst vér um að vér íslendingar komumst til jafns við þá í þeirri grein, því þeir eru al- ment orðlagðir sem slingustu veiðimenn, og hafa alizt upp við þau störf frá blautu barnsbeini. Svo mikið er víst, að þeir af löndum vorum í Vesturheimi sem reynt hafa veiði í vötnum, hafa lítið eða ekkert haft úr býtum, þó nógur fiskur bafi verið fyrir, og þó þeir hafi þótt nýtir atlamenn liér heima. Ilinn mikli grasvöxtur sem sendimenn lýsa, mundi geta komið oss Islendingum að góðu haldi, ef vér sjáltir værum grasbitir og gætum etið grasið eins og það vex á jörðinni, en fyrst nú þelta er eigi svo, þá kemur Jandnáms- rnónnum þetta mikla gras að litlu liði. það þýðir lítið að telja mönnum trú um, að landnámsmenn geti haft svo margar kýr sem þeir vilja, því hvar eiga þeir að taka svo og svo margar kýr? þess er þó eigi getið í skýrslunni, þó margt standi þar ótrúlegt, að kýrn- ar spretti upp úr jörðinni á JNýa Jslandi eins og grasiðl? ekki fiytja landnámsmenu þær með sör, og fæstir þeirra munu svo efnaðir þeg- ar þangað kemur, að þeir geti keypt svo margar kýr sem þeir vilja til að byrja með búskapinn. þetla er því eins og flest annað í skýrslunni, talað beint út í blainn og á enguin rökum bygt. En sleppum nú þ\í, og lálum oss iieldur skoða hvort skýrslan í heild sinni hefir þann opinberau trúverðugleika til að bera, sem als- kostar er nauðsynlegur til þess nokkur maður geti bygt á lienni þá stórkostlegu breytingu lífskjara sinna, að hverfa frá ættjörð sinni og óðulum og taka ból- festu í ókunuu og óbygðu landi. J inngangi ritsins bls. 4. segir svo, að líklegt sé að vér Islendingar metnm meira skýrstur landa vorra en skýrslur útlendra manna. þetta væri í sjálfu sér eðlilegt, ef þeir landar vorir sem skýrslurnargefa, hefðu þekking og kunnáttu til að dæma rétt um þá liluti sem þeir gefa skýrslur um , en að þeir herrar S. Jónasson og E. Jónsson séu þvílíkum gáfum gæddir verðum vér að leiða mjög í ef'a. Yér höfum að minsta kosti ekki heyrt þeirra getið að öðru en því, að þeir séu af þeim flokki landa vorra í Yesturheimi, sem hafa brugðist hinar góðu vonir um að grípa þar upp öll gæði fyrirhafnarlaust, en hafl þótt þungt að leggja það á líkamann, að vinna sér brauð í sveiia síns andlitis, hafi þeir svo snúist að því, að gjörast undirtyllur út- flutnings agenta Kanadastjórnar, til þess að hafa ofanaf fyrir sér með léttara móti. þetta rýrir frernur en eykur trúverðugleika skýrsluseméndanna í vorum augum. Ilvað þá 3 sendimenn frá Yisconsin snertir, sem hafa staðfest skýrslu þeirra S. Jónassonar og E. Jónssonar með vottorði sínu (bls. 7) þá mun oss óhætt að full- yrða, að þeir eru allir koruungir menn sem lítilli lífsreynslu hafa náð, og skortir alveg þá þekkingu og hæfilegleika sem uauðsynlegir eru lil að geta borið rétt skyn á það er þeir látast vera að dæma um. Vottorö þeirra hefir því sára litla þýðingu í vorum augum. En það þykjumst vér mega ráða af vottorði þessara ungu landa vorra að, þeir eru komnir vel á veg rneð að læra þá ósvífni sem kvað vera svo almenn í Vesturheimi, að þykjast geta verið leiðtogar annara, áður en þeir kunna fótum sínum forráð. þegar vér vorum komnir langt á veg með línur þessar, barst oss sú fregn, að herra Sigtryggur Jónasson væri farinn austur um land á mannaveiðar til Vesturheimsflutninga, og að honum sé þegar orðið mikið ágengt í þeim efnum. Kvað fjölda margir hafa oröið upp til lianda og fóta að láta skrifa sig til þessarar kross- farar, eða vera í undirbúningi til þess. Yér erum bæði gramir og hryggir í anda, ekki að eins sökum ósvífni herra S. að leiða landa sina útí þá hættu, sern auðsjáanlega þessir flutningar til hinna fjarlægustu óbygða Vesturlieims hafa í för með sér, heldur öllu lremur yfir auðtrygni og léttúð landa vorra, að láta glepjast af þessum táldrægu vonum, sem gefnar eru um alskonar gæði þar vestra. Hiugað til hafa verið taldar lielztu hvatir til burtflutnings héðan af landi: harðirtdi og óblíða náttúrunnar, og óhagkvæmir stjórnarhagir landsins llvorugu þessu veröur um kent nú sein stendur, það má með sanni segja að árið sem næst leið og það sem af er þessu ári, liefir guð leikið við oss með tíðar gæði og það skal vera sem þjer viljið, herraBlokk! — Vertu óhrædd, lijartað mitt! talaði hann um Jeið til hinnar ákelfdu konu sinnar og drap titlinga framan í hana; það er liinn ungi ágætismaður, sem varð sjúkur Jijá okkur í fyrra, eins og þú manst. — Jeg ætla að biðja yður að fá yður sæti, herra Blokkl Við skulum talast við skaplega og gætilega. Eptir það, sem fram hafði farið okkar í millum, sjáið þjer sjálfur, að jeg gat ekki snúið mjer öðru vísi. Jeg varð að skoða atferli yðar sem hastarlegt geðveikisflog, og það var skylda mín sem kristins manns og yfirvalds í bænum, að sjá fyrir hvoru tveggja* bæði að yður yrði leitað lækninga og að mjer væri óhætt. það gleður mig slórlega að sjá yður nú aptur með svo blessaðri heilsu. Gjörið þjersvoveJ, að setja yður niðurl Blokk gaf e|g‘ neinn gaum heldur enn áður þessu kurteis- lega boði og bæjargreifinn hjelt á fram máli sínu með blíðskap og hógværð. þjer liafið þá f höndum einhver skjöl, sem heyra mjer til. En þjer l“tið mig líklega fá þau aptur með vissum skilmálum. — Hann leit í sama bili alvarlega til konu sinnar, er hafði staðið upp og ætlaði að ganga á dyr. Jeg verð að biðja frúna að vera kyrra mælti Blokk og nam staðar millum hennar og hurðarinnar, en missti þó eigi sjónar á bæjargreifanum. Jeg kem lijer með brjef frá góðum vin mínum, Iíaspar Langa, og ykkur mun báðum þykja það nokkurs vert. y„, Frúnni varð lítið hughægra, en þó settist hún aptur í sof-

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.