Norðlingur - 31.03.1876, Blaðsíða 1
I, 24.
Kemur út 2—3 á mánuði,
30 blöð ais um árið.
Föstudag 31. marz.
Kostar 3 krónur árg. (erlendis
4 kr.) stöK nr. 20 aura.
1876.
t
þoi'SteÍIlll prestur Fálssoii.
Man jeg tað fyr í fögrum dal
Mig frægum bt>. aö rausnargarði,
Sem höfðings dáð og arenglund varði,
f>ar ástar lýsti sól i sal,
|>ar bygði liann, er sæmdi sveit,
Hinn sálarprúði, iyndisfrjálsi;
Ástsælli mann jeg aldrei leit
En öðling þann, er bjó að llálsi.
Æ, siðar mig að bæ þeim bar
í blómaríkum Fnjóskadalnum,
|>á grátur var í gleðisalnum
Og bygð í sorgarbúning var,
í runnum heyrð’ eg harmaklið
Frá hverjum laufgum birkikvisti,
Og áin rann með angur-nið
Eins og hún vissi, sveit hvað missti.
Ilinn ljúfi faðir liðinn svaf
Und lágrar moldar grænni skýlu,
Og elskan trygg við hinzta hvílu
Ilans lof upp taldi og lét ei af:
Hinn hreina vilja og heilust ráð
Yið hvern sem átti í neyð að striða,
Ilvert heiðursverk og hverja dáð
í hringnum þröngva og eins þeim víða.
j>ví húsi, sókn og sveit hann vann
Af sannri dygð, en jafnt hann þráði
f Sem fremst að gagnast fósturláði,
Svo veglegt lífsmark hafði hann;
Hann firrðist jafnan fors og þjóst
En fast sér hélt í traustum skorðum
Með riðum vitrum, völdum orðum,
Og gjörðum vönduin leynt og ljóst.
Sem iygn og þungstreym leitar á
Um dalinn hægt með djúpri móðu,
Með fastri rás, en falli hljóðu
Unz hverfur út að hafi blá,
Og milli grænna bakka ber
Hið bláa lopt í skuggsjá sinni,
Eins, þorsteinn I líf þitt leið fram hér,
Og Ijósið skein á veru þinni.
Og lengi sveit vor syrgir þig
Og sífelt blessar minning þína,
Er sigurbjart vér sjáum skína
Scm roðann eptir röðuls hnig;
J>ín minning — það er huggun liá,
Er hjarta mæðir treginn næmi,
Ilún margfalt blómgast mun oss hjá
í manndáð vaktri af þínu dæmi.
St. Th.
Um „ritvillui*“ og ílciri víllnr,
eftir
Arnljót Ólafsson.
(Niðurl.) Sama þýðingarvillan, sem fyrr gat eg um að væri
í Lúk. 2. k. 2. v., kemur og fram hjá þeim í Malt. 26. k. 17. v.
og Mark. 14. k. 12. v. Öllum oss er nú kunnugt, að vér höldum
páska svo og hvern sunnudag heilagan uí minningu um Jesú Krists
upprisun, svo og eigi síðr hitt, er því er samfara, að Jesús Kristr
hafl verið krossfestr á föstudaginn langa, og neytt kvöldmáltíðarinn-
ar á skírdagskvöldið. J>etta segir og Jóhannes guðspjallamaðr með
skýrum orðum. Fyrst segir hann í 13. k. 1. v. að Jesús hafl
setið til horðs með lærisveinum sínum «fyrir páskahátíðina». Enn
ljósara segir hann í 19. k. 14. og 31. v., að Jesús Kristr hafi verið
krossfestr á «aðfangadag páska» (sbr. Jóh. 18., 28)'. Enn fremr
segir hann svo í 19. k. 31. v.: «hvíldardagr þessi var mikill», mik-
ill af því þá bar fyrsta páskadag Gyðinga uppá hvíldardag þeirra,
laugardaginn (sbr. Mark. 15. 42.). Iiemr svo alt vel heim: Páskar
voru það ár á laugardag, Jesús er krossfestr á föstudaginn og neyt-
ir kvöldmáltíðarinnar aftaninn fyrir eðr á fimtudagskvöldið. En nú
er það aftr í móti þessu, að Matteus segir í 26. k. 17. v. og
Markús í 14. k. 12. v., að Jesús hafi «hinn fyrsta dag ósýrðu hrauð-
anna» neytt páskalambsins. Hverr er nú þessi «fyrsti dagr ósýrðu
brauðauna»? Ilann getr að vísu verið sami dagr scm fyrsti há-
tíðardagr páska, er ætíð var haldinn hinn 15. nísan-mánaðar;
1) Abfang&dagr páska var í raiminn! eigi til nema páska bæri uppá hvfldardag;
enda nefna þeir Markús og Lúkas þab rðttn uafni: abfangadag hvíldar-
d a g s i u s.
Æskubrögð
Hristius Blokks.
(Framh.) Meðan Langi var á leiðinni heim lil hinnar skemmti-
legu brúðstofu sinnar, fletti hann einatt yfirhöfninni frá sjer með
hinum grædda handiegg, en vafði hinum utan um brúði sína. Ilann
hvíslaði í eyra henni hinum fagnaðarsamlegustu og ástúðlegustu
orðum, en hún svaraði þeim öllu framar með augunum enn með
vörunum. Fyrst er þau voru orðin tvö ein í hinu nýja heimkynni
liennar, gat hún með berum orðum liaft allt það upp fyrir hon-
nm, gem hún mátti eigi undanfarið misseri segja honum nema
með vísbendingum og leynilegum jarteiknum. Var svo nú þetta
kveld kyrrleg liátíð og þó ánægjusamleg á Uækidalsgarði.
Kristinn Illokk fór nú leið sína og söng glaðlega, en hló þess
í milli. Tók þá að dimma meir og ineir, en hann hjelt áfram
þjóðbrautina í sömu átt og ekið haíði verið hinum tóma vagni,
er tveir liinir ríðandi fylgjnrar liöfðu gæzlu á , gvo sem áður er
eagt. Ilann vildi fyrir livern mun, áður hann færi úr landi, skemmta
sjer enn cina kveldstund lijá Fálka meislara og kveðja hann og
SoíTíu litlu. Enda gat það alvikast svo, að honn kynni að tala
við Soffíu eitthvað meira. j>að var allt undir því komið, hvort hún
mundi eigi hrœðast skegg hans og þann orðstír, er liann flutti
179
með sjer úr örvitahúsinu, eða hvort henni væri það fullkomin al-
vara, að taka blíðlæti lians með títuprjónsoddi. Um þetta var hann
að liugsa og raulaði eitthvað fyrir munni sjer, þá er hann gekk
inn um bæjarhiiðið. Hliðverðirnir höfðu tafið fyrir hinni vagandi
kerru með hnýsni þeirra, enda var hún nú og nýkomin inn í húsa-
garð bæjargreifans og járnsmiðurinn fenginn til að taka hana opna.
Nokkrir forvitnir menn liöfðu veitt kerrunni eptirför og sumir höfðu
læðzt inn um húshliðið. þar á meðal voru nokkrir götustrákar,
og var liúskarl bæjargreifans að reka þá út í þeim svifunum , er
Ivristinn Blokk bar þar að. llann vissi óðara, livað hjer var um
að vjela, og gat eigi ráðið við löngun sína til að sjá það, er nú
færi fram. Ilonum tókst í myrkrinu að smeygja sjer inn fyrir
hliðið og leynast þar, meðan strákarnir voru reknir út. En að
því búnu var portliurðinni sketlt í lás. j»á átti hann eigi annars
kost enn að vera þar kyrr, sem liann var kominn, þangað til hurð-
inni yrði lokið upp, eður ef iiann kynni síðar að geta laumast út
um sáðgarðinn. Hann iðraðaðist ógætni sinnar og nú fýsti hann
liálfu meir enn áður til að sjá Soffiu og hinn gamla vin sinn; þó
helði honum þótt illt að missa af því, sem hann fjekk hjer að ,sjá
í fylgsni sínu.
Ilæjargreifinn hafði fyrir stuttu skilizt við boðsmenn sína og
slóð nú í dyrunum, er vissu út að hinum rúmgóða garði, í ein-
kennisklæðum sínum og með allt fuglakongsskartið. Hinn ókunni
vagnstjóri var tekinn að hjálpa smiðnum lil og sagði honum fyrir
180